scalamót fyrir 2 metra vænghaf

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: scalamót fyrir 2 metra vænghaf

Póstur eftir Ingþór »

Afhverju er 2 metra vænghaf lágmark á scalamóti þyts? eru þetta einhverjir alþjóðlegir flokkar?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: scalamót fyrir 2 metra vænghaf

Póstur eftir Agust »

Samkvæmt kröfunni um 2 metra eru t.d. 33% (1/3) skalamódel af Pitts tvíþekjunni útilokuð. Vænghaf er aðeins 174 cm. Þó eru skalamódel af svifflugum í mælikvarað 1/6 gjaldgeng, ef vænghaf nær 2m.

Hvers vegna ekki að leyfa öll skalamódel óháð stærð. Annars er hætt við að þátttaka verði heldur dræm.



Varðandi svona mót, þá er það mín skoðun að þau eigi ekki að hafa áhrif á annað flug á vellinum. Skalamótið má halda á afmörkuðu svæði, en leyfa almenna flugumferð eins og gert er á "alvöru" flugvöllum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: scalamót fyrir 2 metra vænghaf

Póstur eftir Ingþór »

þetta var þá eins og mig grunaði, með vísan í póstinn frá Lárusi á póstlistanum, gömul reggla til að takmarka mót fyrir fáa útvalda, er ekki kominn tími til að oppna klúbbinn fyrir alla félagsmenn?

sjálfur á ég þvímiður ekki nein skalamódel en mæti samt galvaskur í fyrramálið, og ætli ég taki ekki óbeint þátt í mótinu með einhverjum hætti :)
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: scalamót fyrir 2 metra vænghaf

Póstur eftir Ingþór »

[quote=Agust]Samkvæmt kröfunni um 2 metra eru t.d. 33% (1/3) skalamódel af Pitts tvíþekjunni útilokuð. Vænghaf er aðeins 174 cm. Þó eru skalamódel af svifflugum í mælikvarað 1/6 gjaldgeng, ef vænghaf nær 2m...[/quote]
já, ég veit ekki í hvaða skala maður ætti að smíða tildæmis Starr Bumble Bee II til að fá að taka þátt, en hún er listuð með 1,7m (5.5 ft) í vænghaf ;)

Mynd



Já eða þá Baby Bird sem er skráð 1.9 m(6.25 ft)

Mynd


;) ;)
kveðja
Ingþór
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: scalamót fyrir 2 metra vænghaf

Póstur eftir Sverrir »

Er þetta ekki bara minnisleysi hjá skipuleggjendum... alla veganna skv. ákveðnum mótum sem voru haldinn
á síðustu öld þá var talað um 2 metra vænghaf eða 1/4 skala og stærri sem forsendu til að taka þátt í þeim.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: scalamót fyrir 2 metra vænghaf

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hmmmm... Edga 540, 1,65m.... Cessna Cardinal 177 1,7m....

Ja það er annaðhvort að nota góða veðrið til að hreinsa til í garðinum... eða mæta með undirmálsdótið og láta reyna á það...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: scalamót fyrir 2 metra vænghaf

Póstur eftir Böðvar »

Hvað sem öllu tali um tvo metra líður er flugmódelfélagið þytur í afmælisskapi á þessu ári og öllum sem koma út á Hamranesflugvöll verður boðið upp á grillaða pylsu og kók upp úr hádeginu á skalamótinu.

Það er búið að slá sinu frá því í fyrra og hittifyrra og líka þessi fáu nýju grænu grasstrá sem létu sjá sig þrátt fyrir allan þurkinn og það er líka búið að mála sepra og fleirra til að fegra flugvöllinn.

Ég ætla að mæta með þríþekjuna því allir vængirnir eru um 2 metrar og smell passar í prógramið hjá Kristjáni og
Stefáni.

Online
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: scalamót fyrir 2 metra vænghaf

Póstur eftir Agust »

Ég á víst ekkert skalamódel með 2ja metra vænghafi, en hefði kanski mætt með Big-Lift með 2,5 metra vænghafi, ef ég hefði verið í bænum. Er Big-Lift skalamódel? Varla, -eða hvað? Eitt sinni, líklega 1992, bauð Einar Páll mér að mæta á kvartskalamótið á Sandskeiði með Ultra-Hots, sem varla getur talist skalamódel í venjulegum skilningi, nema það sé giant-scale. Vænghafið náði þó 2 metrum og mótor var þá Zenoah-38. Mig minnir að ég hafi lika séð hina frægu Rauðku þar, en Rauðka er álíka skalamódel og Big-Lift.

Hvað þýðir orðið skalamódel? Scale þýðir m.a. mælikvarði. Þannig er módel t.d. í mælikvarðanum 1:3 eða 1/3-scale. Hvað þýðir Giant scale? Ef skalamódel þýðir nákvæm eftirmynd frumgerðar, eru þá t.d. 33% ARF Extrurnar sem smíðaðar eru í þrælabúðum í Kína og fást fyrir 50 þúsund kall í módelbúðum skalamódel? Hve mikið má frávikið vera? Er hægt að segja að Big-Lift sé svona hér um bil næstum skalamódel af Cessnu?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara