Reglur Þyts
Re: Reglur Þyts
Þar sem það virkar ekki skjalið um lög félagsins á www.thytur.is ætla ég að forvitnast aðeins hérna;
Er skilda samkvæmt lögum félagsins að loka hliðinu meðan maður er inn á svæðinu á Hamranesi að fljúga? Þ.e. að hliðið sé lokað þó svo að maður sé inná svæðinu?
Það liggur í augum uppi að hliðið á að sjálfsögðu að vera lokað þegar enginn er á svæðinu, en af gefnu tilefni langar mig að fá þetta á hreint.
Mbk, Einar Kristjánsson
Er skilda samkvæmt lögum félagsins að loka hliðinu meðan maður er inn á svæðinu á Hamranesi að fljúga? Þ.e. að hliðið sé lokað þó svo að maður sé inná svæðinu?
Það liggur í augum uppi að hliðið á að sjálfsögðu að vera lokað þegar enginn er á svæðinu, en af gefnu tilefni langar mig að fá þetta á hreint.
Mbk, Einar Kristjánsson
Re: Reglur Þyts
Þetta hefur verið deilumál í gegnum tíðina. Slóðin á lögin er http://thytur.is/skjol/Log_Thyts_2005.doc
Icelandic Volcano Yeti
Re: Reglur Þyts
Mér finnst nú rétt að hafa hliðið opið á meðan einhver er inná svæðinu,því það greiðir aðgang þeirra sem forvitnir eru og hafa spurnigar um sportið,en svo datt mér nú annað í hug þegar ég var að skrifa þetta það mætti nú alveg setja upp eitthvað spjald við hliðið með upplýsingum um hvað færi fram á vellinum fyrir þá sem ekki vita það og eins hvert sé hægt að snúga sér með því að vitna í einhverjar vefsíður.
Re: Reglur Þyts
Ég hugsa um þetta í hvert einasta skipti sem ég fer á svæðið en loka þó alltaf hliðinu eins og stendur í regluskránni!
Driving is for people who can't fly!
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Reglur Þyts
Ég er hjartanlega sammála þér Eiður. Hliðið á helst að vera opið. Ég hef líka verið að velta þessari spurningu fyrir mér eftir að í sumar, fólk á jeppa kom keyrandi þarna inn, lagði og fór í göngu inn á hraunið. Reyndar sat kallinn í bílnum meðan konan og krakkar fóru í labbitúr. Ég var að taka saman og búast til brottferðar og var nánast búinn að fara og reka kallinn út af svæðinu með bílinn því ég ætlaði að loka hliðinu eftir mér. Þó kom ekki til þess þar sem þau fóru einmitt í þann mund.
Nú, ég held það sé hverjum félagsmanni í sjálfs vald sett að hafa lokað eða opið en ef það er opið þá verður félagsmaður að vera á svæðinu og ber þá líka vissa ábyrgð á að fylgjast með fólki.
Það vantar einmitt skilti með upplýsingum fyrir fólk sem kemur inn á svæðið. Þar ætti að bjóða gesti velkomna ef hliðið er opið (sem þýðir að félagsmaður/-menn eru á svæðinu) þeim er þó uppálagt að halda sig utan brauta og til þess ætti líka að koma upp skiltum kringum bílastæðið.
Skiltið ætti líka að vara við hættunni af fljúgandi módelum og benda fólki á að hafa varann á.
Eitthvað fyrir stjórnina að skipuleggja?
Var eitthvað sérstakt sem kom upp á hjá þér Einar?
Nú, ég held það sé hverjum félagsmanni í sjálfs vald sett að hafa lokað eða opið en ef það er opið þá verður félagsmaður að vera á svæðinu og ber þá líka vissa ábyrgð á að fylgjast með fólki.
Það vantar einmitt skilti með upplýsingum fyrir fólk sem kemur inn á svæðið. Þar ætti að bjóða gesti velkomna ef hliðið er opið (sem þýðir að félagsmaður/-menn eru á svæðinu) þeim er þó uppálagt að halda sig utan brauta og til þess ætti líka að koma upp skiltum kringum bílastæðið.
Skiltið ætti líka að vara við hættunni af fljúgandi módelum og benda fólki á að hafa varann á.
Eitthvað fyrir stjórnina að skipuleggja?
Var eitthvað sérstakt sem kom upp á hjá þér Einar?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Reglur Þyts
Ég er algerlega sammála Eiði hérna. Aldrei hefði ég til dæmis byrjað í sportinu ef ég hefði ekki mátt koma inná svæðið til að horfa á menn fljúga án þess að vera búinn að greyða félagsgjöld og fá lykil af svæðinu.
Það stendur skýrt og greynilega hvergi í þessum lögum, né í flugreglunum http://thytur.is/eldri_sidur/flugreglur.htm að hliðið skuli vera lokað.
Ég segi hér söguna og ber fulla ábyrgð á skrifum mínum:
Málið snýst um það að áðan hugðist ég taka flug á Hamranesinu. Þegar ég kem í pittinn kemur á móti mér maður, sem ég ætla nú ekki að nafngreina en hann situr í stjórn félagsins og segir mér að loka hliðinu, spyr svo höstulega hvort ég sé ekki í félaginu og segir að ég skuli þá fylgja reglum.
Það kemur ekki fram í neinum reglum að hliðið skuli vera lokað öllum stundum, og ef menn geta bara búið til reglurnar á staðnum einsog þeim hentar er klárt mál hvaða klúbb ég ætla að greyða mín félagsgjöld og tilheira á næsta tímabili.
Kv. Einar Kristjánsson,
einarak hjá visir.is
Það stendur skýrt og greynilega hvergi í þessum lögum, né í flugreglunum http://thytur.is/eldri_sidur/flugreglur.htm að hliðið skuli vera lokað.
Ég segi hér söguna og ber fulla ábyrgð á skrifum mínum:
Málið snýst um það að áðan hugðist ég taka flug á Hamranesinu. Þegar ég kem í pittinn kemur á móti mér maður, sem ég ætla nú ekki að nafngreina en hann situr í stjórn félagsins og segir mér að loka hliðinu, spyr svo höstulega hvort ég sé ekki í félaginu og segir að ég skuli þá fylgja reglum.
Það kemur ekki fram í neinum reglum að hliðið skuli vera lokað öllum stundum, og ef menn geta bara búið til reglurnar á staðnum einsog þeim hentar er klárt mál hvaða klúbb ég ætla að greyða mín félagsgjöld og tilheira á næsta tímabili.
Kv. Einar Kristjánsson,
einarak hjá visir.is
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Reglur Þyts
Hmmmm...... ekki gott.
Ég veit ekki til þess að slík regla hafi nokkurn tíma verið til. Að minnsta kosti síðan ég kom inn í félagið fyrir einum 4 árum þá hefur tíðkast að skilja eftir opið hliðið þegar einhver félagsmaður er á svæðinu. Einmitt vegna þess að menn vilja annars vegar auðvelda öðrum félagsmönnum að koma inn á eftir og hins vegar bjóða velkomna þá sem forvitnast.
Eins og ég sagði áðan er auðvitað hverjum í sjálfs vald sett að loka hliðinu á eftir sér en hvorki skylda né regla mér vitanlega.
Ég ráðlegg þér að skrifa formlegt erindi til stjórnar Þyts með nákvæmri lýsingu á atvikinu og beiðni um skýringar. Ef þetta er einhver stjórnarmanna þá er því meiri ástæða fyrir stjórnina að fjalla um málið.
Ég bendi mönnum á að muna að hafa alltaf með sér félagsskírteinið á völlinn.
Ég veit ekki til þess að slík regla hafi nokkurn tíma verið til. Að minnsta kosti síðan ég kom inn í félagið fyrir einum 4 árum þá hefur tíðkast að skilja eftir opið hliðið þegar einhver félagsmaður er á svæðinu. Einmitt vegna þess að menn vilja annars vegar auðvelda öðrum félagsmönnum að koma inn á eftir og hins vegar bjóða velkomna þá sem forvitnast.
Eins og ég sagði áðan er auðvitað hverjum í sjálfs vald sett að loka hliðinu á eftir sér en hvorki skylda né regla mér vitanlega.
Ég ráðlegg þér að skrifa formlegt erindi til stjórnar Þyts með nákvæmri lýsingu á atvikinu og beiðni um skýringar. Ef þetta er einhver stjórnarmanna þá er því meiri ástæða fyrir stjórnina að fjalla um málið.
Ég bendi mönnum á að muna að hafa alltaf með sér félagsskírteinið á völlinn.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Reglur Þyts
Ég man ekki betur en stórt skilti hafi verið við hliðið fyrir mörgum árum. Man ekki textann, en þar var fólk boðið velkomið en beðið um að fara varlega. Getur verið að fólf hafi verið beðið um að skilja bíla eftir fyrir utan hliðið? Man ekki, en kanski á einhver mynd af skiltinu sem var stórt og áberandi.
Re: Reglur Þyts
Hmm, þetta er nú alveg dæmigert - Ég hef lent í ýmsu sem þyrluflugmanni, og ávallt er það við félagsmenn sem ekki fljúga á hamranesi. Verið að vísa í einhverjar reglur (stundum ímyndaðar), búnar til á staðnum í einhverju hrokakasti. Tillitsemin engin.
Það mætti stundum halda að völlurinn sé fyrir fá útvalda, og að það væri bara hreinlega óvelkomið að fá þessa byrjendur með ARF módelin sín að nota fínu aðstöðuna. (nú ekki talandi um þessa "$#$%#$% þyrlumenn) Grasrótarstarfið þarf að vera miklu öflugara og stjórnin þarf að vera mjög sýnileg og koma sér á framfæri við hvert tækifæri.
Auðvitað eigum við að fagna því að tilvonandi módelmenn sjái okkur fljúga og gefi sér á tal við okkur og ætti það að vera skylda okkar sem félagsmenn í þyt að gefa okkur á tal við þá að fyrra bragði og kynna þá fyrir sportinu.
Áhuginn virðist vera enginn, ég hef verið að fljúga í sumar í mjög góðu veðri, en völlurinn tómur. Hvar eru allir ? Ég allavega er hættur að nenna að keyra upp í Hamranes, en aðalástæðan fyrir að leggja á sig 15km rúnt var til að hitta félagsmenn og rabba.
Það mætti stundum halda að völlurinn sé fyrir fá útvalda, og að það væri bara hreinlega óvelkomið að fá þessa byrjendur með ARF módelin sín að nota fínu aðstöðuna. (nú ekki talandi um þessa "$#$%#$% þyrlumenn) Grasrótarstarfið þarf að vera miklu öflugara og stjórnin þarf að vera mjög sýnileg og koma sér á framfæri við hvert tækifæri.
Auðvitað eigum við að fagna því að tilvonandi módelmenn sjái okkur fljúga og gefi sér á tal við okkur og ætti það að vera skylda okkar sem félagsmenn í þyt að gefa okkur á tal við þá að fyrra bragði og kynna þá fyrir sportinu.
Áhuginn virðist vera enginn, ég hef verið að fljúga í sumar í mjög góðu veðri, en völlurinn tómur. Hvar eru allir ? Ég allavega er hættur að nenna að keyra upp í Hamranes, en aðalástæðan fyrir að leggja á sig 15km rúnt var til að hitta félagsmenn og rabba.
If you ain't crashing, you ain't trying !
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Reglur Þyts
Er ekki tilvalið að menn komi hér með sínar hugmyndir að þessu og við leggjum þetta fyrir stjórnina?
Nokkrir púnktar frá mér:
Mér finnst það þurfi skilti þarna við hliðið með huggulegum og skýrum útlistingum fyrir gesti. Þar mætti koma fram að fólk sé velkomið ef einhver er á svæðinu og hliðið opið annars sé bannað að fara um svæðið og sérstaklega bannað að fljúga flugmódelum nema vara félagi og þá með lykil.
Það væri jafnvel hægt að hafa þetta svona flott eins og á ferðamannastöðum, með kynningartexta og myndum ef fólk staldrar við og vill kynna sér hvað þarna fer fram.
Ég er mótfallinn því að skylda menn til að loka. Hins vegar megi menn gera það ef þeir vilja. Ef þeir hafa opið þá beri þeir sem eru þar líka vissa ábyrgð á að taka á móti gestum. Skilti þyrftu líka að vera kringum bílastæðið til að leiðbeina gestum að fara ekki inn á brautir og fara varlega kringum pittinn þegar vélar eru þar.
Félagsmenn eiga að passa vera með skírteinin sín sýnileg svo ekki þurfi að vera að ganga á þá sem maður þekkir ekki og spyrja hvort þeir hafi rétt til að fljúga þarna. Sjálfur skal ég reyna að taka mig á í því.
Ef ég skil PattRat rétt þá hefur fljótlega verið fallið frá þeirri reglu að hafa hliðið alltaf lokað.
Ef menn vilja það þá yrði væntanlega stjórnin að taka ákvörðun um að setja slíka reglu. Þá er ég hræddur um að heimsóknum fækki og þar með nýliðun einnig. Einnig væri það vandamál að engin stæði eru fyrir utan hlið fyrir gesti.
Ef til þess kemur að aðstaðan verði færð þá þarf að huga vandlega að þessu atriði.
Vandinn sem ég var næstum lentur í, að fólk komi og leggi bílnum sínum og fari svo í labbitúr út í hraun. Þá getur maður kannski lent í því að þurfa að fara og skilja fólk eftir á svæðinu. Það gengur auðvitað ekki. Spurning hvort þá sé hægt bara að fara og læsa á eftir sér en þá verður væntanlega fjandinn laus. Það þyrfti þá að standa skýrum stöfum að gestir séu velkomnir að leggja á merktum bílastæðum en verði að vera tilbúnir að fara af svæðinu þegar því er lokað.
Hvernig hafa Suðurnesjamenn hugsað þessi atriði á nýja vellinum?... Maggi/Sverrir?
Nokkrir púnktar frá mér:
Mér finnst það þurfi skilti þarna við hliðið með huggulegum og skýrum útlistingum fyrir gesti. Þar mætti koma fram að fólk sé velkomið ef einhver er á svæðinu og hliðið opið annars sé bannað að fara um svæðið og sérstaklega bannað að fljúga flugmódelum nema vara félagi og þá með lykil.
Það væri jafnvel hægt að hafa þetta svona flott eins og á ferðamannastöðum, með kynningartexta og myndum ef fólk staldrar við og vill kynna sér hvað þarna fer fram.
Ég er mótfallinn því að skylda menn til að loka. Hins vegar megi menn gera það ef þeir vilja. Ef þeir hafa opið þá beri þeir sem eru þar líka vissa ábyrgð á að taka á móti gestum. Skilti þyrftu líka að vera kringum bílastæðið til að leiðbeina gestum að fara ekki inn á brautir og fara varlega kringum pittinn þegar vélar eru þar.
Félagsmenn eiga að passa vera með skírteinin sín sýnileg svo ekki þurfi að vera að ganga á þá sem maður þekkir ekki og spyrja hvort þeir hafi rétt til að fljúga þarna. Sjálfur skal ég reyna að taka mig á í því.
Ef ég skil PattRat rétt þá hefur fljótlega verið fallið frá þeirri reglu að hafa hliðið alltaf lokað.
Ef menn vilja það þá yrði væntanlega stjórnin að taka ákvörðun um að setja slíka reglu. Þá er ég hræddur um að heimsóknum fækki og þar með nýliðun einnig. Einnig væri það vandamál að engin stæði eru fyrir utan hlið fyrir gesti.
Ef til þess kemur að aðstaðan verði færð þá þarf að huga vandlega að þessu atriði.
Vandinn sem ég var næstum lentur í, að fólk komi og leggi bílnum sínum og fari svo í labbitúr út í hraun. Þá getur maður kannski lent í því að þurfa að fara og skilja fólk eftir á svæðinu. Það gengur auðvitað ekki. Spurning hvort þá sé hægt bara að fara og læsa á eftir sér en þá verður væntanlega fjandinn laus. Það þyrfti þá að standa skýrum stöfum að gestir séu velkomnir að leggja á merktum bílastæðum en verði að vera tilbúnir að fara af svæðinu þegar því er lokað.
Hvernig hafa Suðurnesjamenn hugsað þessi atriði á nýja vellinum?... Maggi/Sverrir?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken