Cermark Extra 260 + SPE26cc

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir Sverrir »

Jæja, þá eru lægðirnar farnar að nálgast landið og ekki seinna vænna að hefja smíðar. Þar sem Sukhoi var seld um daginn þá vantaði mig einhverja vél í flugskýlið í staðinn svo Thunderbolt bíður í nokkrar vikur í viðbót. Þröstur var nýbúinn að fá nokkrar vélar frá Cermark, þar á meðal þessa Extra 260 og SEP26cc bensínmótor, verðið skemmdi svo sem ekki fyrir, vél og mótor á aðeins 77 þúsund :)

Mynd

Vel er gengið frá öllu í kassanum.
Mynd

Vélarhlífin sómir sér vel.
Mynd

Hjólastell og fylgihlutir í hinum endanum.
Mynd

Það er vandað til verks í fylgihlutunum.
Mynd

Hægra megin sjást lamirnar sem fylgja, þeim verður skipt út fyrir hinar frá Great Planes.
Mynd

Þetta fína skapalón fylgir mótornum til að merkja á eldvegginn.
Mynd

Setti stellið saman áður en ég tók skrokkinn úr kassanum.
Mynd

Betra svona.
Mynd

Kannski aðeins of stór spaði? ;)
Mynd

Sést nú ekki nógu vel á þessari mynd en það er um 1.5mm bil frá vélarhlíf að spaðanum.
Ef það sleppur ekki þá má alltaf skella skinnu undir mótorfestingarnar.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir einarak »

svalur :cool: hvað er þetta stórt?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir Sverrir »

Vænghaf: 70” (1780mm)
Lengd: 67” (1700mm)
Þyngd: 8.8lbs (4000g)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir Sverrir »

Fyrir áhugasama þá skilst mér að það sé til örlítið stærri Edge með 40cc mótor á 85 þúsund ;)
Vélarhlífin var skorin til og servó sett í vængina ásamt smá dúlleríi í öðrum minni hlutum.

Fer ekki mikið fyrir mótornum þarna.
Mynd

Búið að skera út fyrir kertinu og hljóðkútnum.
Mynd

Bætti þessum við svo ég hefði hentugan stað fyrir kveikjuna.
Mynd

Bætti við tveimur þríhyrningum að framan, ætti ekki að þurfa en maður veit aldrei.
Mynd

Filman fjarlægð svo hægt væri að líma styrkingu fyrir hornið í formi krossviðarplötu.
Mynd

Hér sést svo hornið komið á sinn stað, eins og sést þá er þetta mjög fínir aukahlutir sem koma með kittinu.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir Messarinn »

Til hamingju með glæsilegan grip Sverrir
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir Sverrir »

Takk, mesta vinnan fór í klæðninguna ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir Sverrir »

Lítið verið gert upp á síðkastið en nú er farið að styttast í annan endann á samsetningunni.

Fékk þetta fína álhorn í ónefndri módelbúð norðan heiða. Þeir áttu ekki svona fínt út í súrkálslandi ;)
Mynd

Ekki mikið eftir :D
Mynd

Skyldi Maggi vera að smíða hana fyrir okkar Moe? ;)
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir Sverrir »

Hornið fyrir hliðarstýrið er pinni í gegnum hann, styrkingar úr krossvið sitt hvoru megin og svo rær til að halda öllu saman.
Mynd

Rofinn fyrir fjarstýribúnaðinn ætlar að fela sig við vængrótina.
Mynd

Servó fyrir bensíngjöfina komið á sinn stað.
Mynd

Hér sést kveikjan og rofinn fyrir hana.
Mynd

En að venju er ýmislegt annað smíðað, eins og þessi fíni standur.
Mynd

Sem vex með flota félagsmanna.
Mynd

Í hverju er Guðni eiginlega að vinna. :D
Mynd

Þetta er skárra. :P
Mynd

Nýr hattur!
Mynd

Fara flestar YT vélar suður með sjó?
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir maggikri »

Fara fyrst suður með sjó í samsetningu og svo kemur útrásin og kaupir upp dótið.

kv
MK
Passamynd
Eiður
Póstar: 116
Skráður: 17. Ágú. 2006 20:24:44

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstur eftir Eiður »

já verður þessi vél til sölu ???
Svara