Hraðsending frá Tower. Engin stærðarmörk.

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hraðsending frá Tower. Engin stærðarmörk.

Póstur eftir Agust »

Kristján A. benti mér á að nú er hægt að fá vörur sendar frá Tower Hobbies með UPS. Engar stærðartakmarkanir eins og verið hefur hingað til.

Sjá hér (fyrsti liður efst):
http://www.towerhobbies.com/promos/e-ma ... unint.html

New International Shipping Option
International customers can now enjoy UPS Worldwide Express shipping for their orders. This premium shipping service offers super-fast, express delivery times, premium tracking and has very relaxed size restrictions (almost every product we ship can go via UPS Worldwide Express). This option will be available during checkout. To determine the cost of shipping to an International destination simply place the items you wish to order in your shopping cart and click on the "International Postage Calculator" link displayed toward the top of the page. Extra shipping charges apply.


Sem sagt: Hægt er að panta jafnvel 33% skalamódel og það kemur eftir nokkra daga!



Ég prófaði 1/3 skala Pitts:

International Postage Calculator Results
Shipping to ICELAND
Based on in-stock merchandise currently in your shopping cart
Please Note: The shipping charges may change if you add items (including promotional products) to your order or if you remove items from your order.
Shipping Method Estimated Arrival Shipping Charge
(U.S. Dollars)


International Surface Unavailable $ .00
International Air Unavailable $ .00
UPS Worldwide Express 06/09/05 - 06/13/05 $116.51


Estimated arrival is based on information from the shippers and is not guaranteed. Estimated arrival projections are also contingent upon timely credit card confirmation and authorization. Any shipping method with an "unavailable" designation is not a valid shipping method based on the current contents of your order.


Pakkinn er of stór fyrir sjópóst og flugpóst, en flutningskostnaður með UPS er $116
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðsending frá Tower. Engin stærðarmörk.

Póstur eftir Sverrir »

Munið bara þegar þið eruð að reikna út kostnaðinn
(Verð vöru + flutningskostnaður) * tollur * vsk + 350 kr í tollskjalagerð

Tollskjalagerðargjaldið hækkar ef varan fer upp fyrir e-ð viðmiðunarverð sem ég man ekki hvað er í augnablikinu.
En gaman að sjá að þeir skuli vera að kveikja á því að það er til markaður utan Ameríku fyrir meira en smádót...
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Hraðsending frá Tower. Engin stærðarmörk.

Póstur eftir Ingþór »

held upphæðin sem breytir tollskjalagerðar gjaldinu sé 20.000
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðsending frá Tower. Engin stærðarmörk.

Póstur eftir Sverrir »

Gat auðvitað ekki annað en flett upp á þessu að lokum, óvissan að drepa mann ;) Mörkin liggja í 25.000 krónum.

Sjá nánar á: http://www.postur.is/haht/Vefur/Tolluri ... ingar.html
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hraðsending frá Tower. Engin stærðarmörk.

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Svona án ábyrgðar þá held ég að formúlan eigi að vera svona:

((verð * tollur)+flutningskostnaður)*vsk

Til dæmis: (($300 * 1,1) + $25 ) * 1,25

þeas tollur er bara reiknaður á innkaupsverðið og svo er vaskurinn reiknaður ofan á það.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðsending frá Tower. Engin stærðarmörk.

Póstur eftir Sverrir »

Nei, töllurinn fer líka á flutningskostnað... minnir að það kallist FOB verð á fagmálinu, ekki það að ég sé neinn fagmaður :D
og svo er ekki algilt að hann sé 10%... en það er samt algengasta talan sem við módelmenn fáum á okkur.

Sjá nánar í tollaskrá > http://tollur.is/displayer.asp?cat_id=23

PS. 84.kafli er áhugaverður... :rolleyes:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hraðsending frá Tower. Engin stærðarmörk.

Póstur eftir Agust »

Ef við tökum 33% Pittsinn sem dæmi.

(($380*1,1)+$117)*1,25 = $669

$666 * kr. 65 (gengi dollars) = kr.43.500 kominn heim í bílskúr

Við þetta bætist tollskýrslu gerð, segjum kr. 500. Hugsanlega er einhver álagning á gjaldeyrinn, þannig að við getum rúnnað þetta af í 45 þúsund.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðsending frá Tower. Engin stærðarmörk.

Póstur eftir Sverrir »

Gjöld eru greidd af verði vörunnar sjálfrar (fob-verði), flutningskostnaði, vátryggingariðgjaldi og öllum þeim kostnaði sem viðtakandi hefur greitt fyrir.
http://www.postur.is/haht/Vefur/Senda_m ... gjold.html

(380+117) * 1,1 *1,245 = $680 + 1950 + 250

Tollskýrslugerðin kostar 1.950 kr. m/vsk. innifalið í því er tollflokkun vörunnar og einn tollflokkur á skýrslu.
Séu tollflokkarnir fleiri reiknast 190 kr. á hvern umfram tollflokk. Tollmeðferðargjald er 250 kr. á hvern pakka.
http://www.postur.is/haht/Vefur/Tolluri ... ingar.html

Tollgengi er miðað við 28. dag síðasta mánaðar
http://tollur.is/displayer.asp?cat_id=263
Dollarinn er 64.71 út júnímánuð.

680*64,71 + 1950 + 250 = 46.202,8 > 46.203

Munar ekki svo miklu hjá okkur :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Hraðsending frá Tower. Engin stærðarmörk.

Póstur eftir Ingþór »

tollgengi er bara reiknað af tollgjöldum meðann maður borgar VÍSAgengi fyrir úttektinni sem er í dag 65,063
þannig að......

(380$ + 117$) * 65,063 = 32.336 kr. (á vísa)

497$ * 1,1 * 1,245 - 497$ = 183,6415$ * 64,71 = 11.883,44 kr. + 1950 kr. + 250 kr. = 14.083 (í gjöld)

kaupverð + gjöld = 32.336 kr. + 14.083 kr. = 46.419 kr.

Ég mæli ekki með því að kaupa seðla og senda út því þeir fást á genginu 65,63 hjá íslandsbanka og sparar maður því 282 krónur á að nota vísa kortið sitt, svona er maður alltaf að græða :D

Munar ekki svo miklu hjá okkur :D
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðsending frá Tower. Engin stærðarmörk.

Póstur eftir Sverrir »

Góður :)

En alvöru viðskiptamenn millifæra á milli bankareikninga :lol:
Annars held ég að með þínu framlagi séum við búnir að negla þetta nokkuð vel :D
Icelandic Volcano Yeti
Svara