Við höfum áður fjallað um módel af Airbus 380 smíðað af Peter Michel og bendum við mönnum á að skoða hana. Nú er annað módel komið fram í svipaðri stærð en það er smíðað af Reinhard Oetken og vegur hátt í 100 kg. Það var eitt af fjölmörgu módelum sem sjá mátti á Jetpower 2007 í síðasta mánuði þó ekki hafi því verið flogið þar að þessu sinni.
Helstu tölur eru:
Vænghaf: 5,32 metrar
Lengd: 5,25 metrar
Þyngd: 97,5 kg
Servó: 29 stykki
Túrbínur: 4 talsins
Hægt er að sjá nokkrar myndir og vídeó af vélinni hér á vefnum og eins og sést þegar horft er á vídeóið þá gengur ekki alltaf allt í sögu því annað hliðarstýrið rifnar af vélinni þegar það kemur flökt í það.
02.10.2007 - Nýr Airbus 380
Re: 02.10.2007 - Nýr Airbus 380
Icelandic Volcano Yeti