kínverskur radío gír (servo osf.)

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: kínverskur radío gír (servo osf.)

Póstur eftir einarak »

hafiði einhverja reynslu af svona ódýrum kínverskum servoum sem eru greynilega copy af einhverju brand? td. mg995 sem er öflugt með stál gír og alles, en kostar bara 5-10$ stykkið, í stað 100-200$ fyrir sambærilegt servo (uppgefið torque vs. hraði osf.) frá futaba jr ofl

t.d. þetta hér mg995 á ebay 4stk á 20$

*edit; setti inn link
Passamynd
maggikri
Póstar: 6046
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: kínverskur radío gír (servo osf.)

Póstur eftir maggikri »

To good to be true. Alveg þess virði að prófa.
kv
MK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: kínverskur radío gír (servo osf.)

Póstur eftir Sverrir »

Hef heyrt misjafnar sögur af þeim utan úr heimi, sumir elska þau en aðrir virðast hafa verið frekar óheppnir í sínum viðskiptum. Alla veganna einn ef ekki tveir módelmenn hér sem hafa verslað svona, spurning hvort þeir séu komnir með einhverja reynslu á sín servó? Spurningin er bara í hvað ætlarðu að nota þau? Borgar sparnaðurinn sig? Myndirðu ekki sjá frekar mikið á eftir módelinu ef það færi niður og ástæðan fyrir brotlendingunni væri „vafasamur“ búnaður sem gæfi sig?

Það eru nú vel hægt að fá servó í kringum þessar tölur vel innan við $100, meira að segja þau allra dýrustu „venjulegu“(ekki iðnaðarservó) kosta ekki nema nokkra dollara umfram $100. Skoðaðu t.d. Hitec 645, 5625 eða 5645 ekki alveg jafn kraftmikil, yfirleitt nóg samt, en ef þú ert kominn út í vél sem þarf 13-15 kg servó þá myndi ég alla veganna ekki spara í servódeildinni.

Ég vil alls ekki draga úr þér að prófa eitthvað nýtt en mundu bara að íhuga málið vel og vandlega áður en þú ferð að eyða módelsjóðnum. ;)


Hobbico :P
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: kínverskur radío gír (servo osf.)

Póstur eftir Offi »

Ég hef keypt þetta í lange baner... en það er svo sem ekki komin mikil reynsla á þetta. Það er ekki víst, þó þetta sé no-name, að þetta þurfi að vera drasl. Það er alþekkt í þessu blessaða landi þarna, þá framleiða menn "framhjá", jafnvel í sömu verksmiðju og gerir "orginalinn" og selja svo sjálfir.

Ég las einhvers staðar um einhvern sem lenti í smá flökti með MG995, en þegar hann skipti um rafhlöðu, þá lagaðist það. (Þetta var að sjálfsögðu mun tæknilegri útlistun sem ég las, sko).

Ég hef ekki hikað við að kaupa þetta og ef flugvélin fer í jörðina, þá var það af því að hún átti það skilið! Þá á ég líka skilið að fá nýja í staðinn!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: kínverskur radío gír (servo osf.)

Póstur eftir Sverrir »

Flöktið sem Offi talar um kom þegar servóið var keyrt á 6V, það lagaðist við að fara niður í 4.8V.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: kínverskur radío gír (servo osf.)

Póstur eftir Offi »

[quote=Sverrir]Flöktið sem Offi talar um kom þegar servóið var keyrt á 6V, það lagaðist við að fara niður í 4.8V.[/quote]
Sko... sagði ykkur það að þetta hefði verið mun tæknilegra! :cool:
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: kínverskur radío gír (servo osf.)

Póstur eftir einarak »

ég ætlaði bara að kanna hvað þið segðið um þetta, ég hef nefnilega keypt örugglega ein 15 svona jafnt með stál gír og plast og notað í allan fj á 6v straum, t.d. í savage, aircore, nemesis og fl.. Þessi með stálgírnum eru reyndar svoldið hávær en gera allt sem um er beðið.
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: kínverskur radío gír (servo osf.)

Póstur eftir Offi »

[quote=einarak]Þessi með stálgírnum eru reyndar svoldið hávær en gera allt sem um er beðið.[/quote]
Ég heyrði ekki í mínum þegar Korterið var í gangi! ;)
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: kínverskur radío gír (servo osf.)

Póstur eftir kip »

Ég hef keypt endalaust af standard Futuba s3003 servóum frá einum svona asískum á Ebay, og ekki hefur það klikkað ennþá. 7-9-13
http://search.ebay.co.uk/_W0QQfgtpZ1QQf ... FSQ3aMESOI
http://myworld.ebay.co.uk/asiamodeller
Offi fékk einhvern misskilning af stað við sama gaur minnir mig, Offi hvernig endaði það???
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: kínverskur radío gír (servo osf.)

Póstur eftir Offi »

Það endaði bara ljómandi vel... hann hafði sent hluta sendingarinnar á ranga adressu, þ.e. til ShopUsa í stað þess að senda beint á mig. Þetta dagaði uppi hjá því fyrirtæki, þar sem þeir ætluðu að taka um 8000 kr fyrir að koma því til Íslands. Ég var búinn að tolla allt draslið. Hann skellti bara nýjum farmi af servóum í umslag og sendi og málið dautt! Fín þjónusta, svona þegar allt var tínt saman. Hjá honum, sko, ekki ShopUsa.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Svara