Síða 1 af 1

Re: Flughermar

Póstað: 4. Okt. 2007 21:16:59
eftir Brynjar
Hvaða hermir er bestur í dag?

Re: Flughermar

Póstað: 4. Okt. 2007 22:03:39
eftir Haraldur

Re: Flughermar

Póstað: 5. Okt. 2007 12:09:46
eftir Björn G Leifsson
Svarið er ekki einhlítt.
Best að fylla í listann sem Haraldur byrjaði á...

Aerofly Pro http://www.aerofly-pro.com er mjög traustur simmi sem hægt er að fá helling af flugvélum í. Hann hefur verið vinsælastur hjá fastvængjasnillingum en spurning hvort phoenix sé að vinna á í þeim bransa

RealFlight G3 http://www.realflight.com/ er gamalgróinn simmi sem hefur verið endurbættur mikið. Hefur heldur dregist aftur úr í vinsældum

Hangar-9 FS-One http://www.hangar-9.com/Products/Defaul ... D=HANS2000 mun vera fínn simmi en takmaraður við vélarnar sem Hangar-9 framleiðir.

FMS http://n-old.ethz.ch/student/mmoeller/fms/index_e.html er ókeypis og frekar einfaldur módelsimmi sem þarf sérstakt millistykki ef maður ætlar að nota sendinn sinn við hann.

Aukaflugvélar í Reflex, AFPD, Realflight G3 og FMS er hægt að finna meðal annars hér: http://www.rc-sim.de
Phoenix og FS-One er ekki hægt hvað ég veit að fá aukaflugvélar í ennþá en úrvalið í þeim er gott. (leiðrétta mig ef einhver veit betur)

Ég er sjálfur með Phoenix og eldri útgafu af AeroFly Pro (ekki Deluxe) Átti Reflex sem ég sé eftir. Allir þessir hermar eru frábærir. Hirti syni mínum sem hefur mikla tilfinningu fyrir þessu finnst Phoenixinn mjög raunverulegur, betri en AFPD og ég er sammála honum en Reflex og AFPD eru með betur hannað viðmót og hægt að finna mikið af flugvélum í þá. RealFlight finnst mér ekki eins skemmtilegur. FS-One þekki ég bara ekki.

OK,,, nú ertu alveg ruglaður.
En það er allt í lagi. Maður er alveg pottþétt ánægður með annaðhvort AFPD og Reflex sem fyrsta simma. Reflex frekar ef maður er sérstaklega í þyrlum, báðir fínir í fastvængjaflugi. Svo bætir maður Phoenix við þegar maður er orðinn snillingur í listflugi og vill eins raunverulegar hreyfingar og mögulegt er.

Ef maður fær sér flughermi þá sparar maður á færri brotlendingum og því ekki afsakanlegt annað en fjárfesta í alvöru hermi og fljúga honum sundur og saman yfir veturinn.

Re: Flughermar

Póstað: 5. Okt. 2007 12:58:17
eftir Gaui
Ég er búinn að prófa Reflex simmann (keypti hann fyrir mikinn pening, enda eru þeir allir frámunalega dýrir) og það fór eins með hann og aðra tölvuleiki sem ég hef prófað: þegar ég var búinn að fatta hvernig hann virkaði, þá leiddist mér alveg frámunalega að nota hann.

Ég hef ekki fundið á sjálfum mér að þetta geri neitt gagn, en aðrir hafa dásamað þá fram og aftur. Það endaði með því að ég lét Kjartan hafa mitt eintak og sé ekki eftir því.

Re: Flughermar

Póstað: 5. Okt. 2007 13:27:29
eftir Björn G Leifsson
Ja, ég segi bara að ég hefði ekki átt mínar vélar eins lengi hverja um sig og sennilega átt mjög erfitt með að komast í gang í módelflugi ef ekki hefði verið fyrir Reflexinn. Mér finnst líka ómetanlegt að grípa í hann til að halda mér við.
Strákarnir mínir, sérstaklega Hjörtur hafa náð gríðarlegri færni einmitt með því að liggja í simmanum tímunum saman.
Svo það sýnist sitt hverjum.

Ætli það sé til smíða-simúlatór?? ;)

Re: Flughermar

Póstað: 5. Okt. 2007 13:37:36
eftir benedikt
Eins og Björn segir, þá er reflex oftast talinn bestur, og hugsanlega aðeins sérhæfðari í þá áttina. Ég hef prófað Aeorofly Pro og held að hann sé svona best-of-bothworlds.


Gaui... ég get mér að þú fljúgir fallega umferðahringi, hugsanlega eitthvað FAI listflug.. þ.e. flug sem þú þarft ekki ofursnarpa "reflexa" úr undirmeðvitundinni þá kemur þetta ekki mikið að gagni, en fyrir þá sem eru byrjendur og þurfa að þróa þessa fyrstu reflexa (hægri verður vinstri á móti..etc) ..eða þá sem læra hard-core listflug..og svo við þyrluflugmenn.. sem fljúgum einhverju sem vill í raun ekki fljúga ;)... þá er þetta möst.

Simmar hafa orðið til þess að byrjendur krassa ekki, heldur krassa þegar þeir komast lengra og fara prófa stöff ;)

Realflight og svo reflex hafa verið skynsömustu kaup í þessu sporti og hafa sparað mér mikinn pening!

Re: Flughermar

Póstað: 5. Okt. 2007 17:39:50
eftir einarak
mér finnst realflight 3.5 ekki nógu eðlilegur, rosalega flottur en það vantar einhvað. AFPD er hinsvegar einsgo benedict sagði best of both.