Síða 2 af 18
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 30. Jún. 2008 22:08:02
eftir gudniv
flott smíði hjá þér að vanda , verður eflaust glæsileg eins og aðrar hjá þér..... kv.. gvs
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 1. Júl. 2008 07:19:37
eftir Gaui
Takk fyrir það Guðni - maður reynir.
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 1. Júl. 2008 20:35:52
eftir Gaui
Nú þurfti ég að nota miðjutankinn. Því miður ákvað myndavélin mín að öll batterí væru tóm, þannig að ég hef ekki mikið af myndum af þessu stigi, en hér er tankurinn með 3mm álstífunum:
Leiðbeiningarnar segja að maður skuli líma mjóar balsaræmur á tankinn til að herma eftir bárujárninu í tankinum. Það var ekkert mál að gera það á hliðunum, en þegar kom að því að vefja þeim utanum tankinn, þá lenti ég í alls konar vandræðum. Ég prófaði að bleyta ræmurnar í vatni og í ammóníaki, en ekkert virtist virka og þær brotnuðu iðullega þegar ég reyndi að leggja þær á sinn stað. Það má vel vera að ég hafi ekki látið ræmurnar liggja nógu lengi í vatninu, svo ég ætla að reyna það seinna. Ég læt þig vita hvernig gengur..
Hér er tankurinn með miðjustífurnar á: þetta lítur út eins og geimvera í lélegri vísindakvikmynd frá sjötta áratugnum.
Tankurinn er settur á með því að leggja skrokkinn á teikninguna og síðan stilla hann og tankinn vandlega saman og svo bora fyrir boltunum sem halda stífunum, fyrst öðrum megin og síðan hinum megin.
Þegar búið er að bolta stífurnar við skrokkinn er farið að örla á DH 82 útliti þá þessu:

Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 1. Júl. 2008 20:42:02
eftir Sverrir
Við fáum að sjá hana fljúga á flugkomunni í ágúst með þessu áframhaldi

Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 1. Júl. 2008 21:45:28
eftir Þórir T
ég segi það sama, þvílíkur gangur... ég væri enn að reyna að átta mig á hvernig teikningin ætti að snúa..
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 1. Júl. 2008 21:58:14
eftir Gaui
Þú athugar það Þórir, að ég er búinn að vera að skoða þessa teikningu í tvö ár

Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 1. Júl. 2008 23:39:50
eftir Þórir T
það hlýtur að vera, ég bara dáist að því hvað gengur undan þér í smíðum...
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 2. Júl. 2008 16:42:42
eftir einarak
Þetta er stórfenglegt sem fyrri daginn!
Það fengjust samt 1000 scale stig ef þessir scale tankur væri alvuru tankurinn fyrir modelið, eða you know...
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 2. Júl. 2008 20:30:38
eftir Björn G Leifsson
Hva.. er svona leiðinlegt veður á Akureyri að maður bara húkir inni og föndrar?'''
hehe... spennandi og fagmannlegt eins og venjulega
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 2. Júl. 2008 22:00:58
eftir Agust
Með svona hraða á smíðinni verður þetta hálfgert ARF. eða þannig...