Síða 2 af 8

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstað: 9. Sep. 2010 20:01:53
eftir HjorturG
Ég og Einar efnuðum niður í tvær Yak 55 í gærkvöldi:

Mynd

Einar sáttur með fyrsta foamyinn sinn! :)

Mynd

Næst á dagskrá, Airbrushun! (Og kaup á græjum í þær.. Hvar fást hacker mótorar ódýrt?)

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstað: 9. Sep. 2010 20:23:38
eftir Haraldur
Spurning:
Það depron sem ég hef kynnst það beygist minna í eina áttina en hina, þ.e. er stífara á einn veg enn hinn. Svipað og æðar í tré.
Þegar þið skerið niður í vélarnar passið þið þá upp á þetta?

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstað: 9. Sep. 2010 20:58:33
eftir maggikri
Það er naumast að þið (Hjörtur og Einar) eruð snöggir að henda í vélar. Rétt búinn að pósta teikningunni þá eruð þið búnir að búta niður í tvær vélar. Svona á þetta að vera.

kv
MK

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstað: 9. Sep. 2010 23:32:01
eftir HjorturG
[quote=maggikri]Það er naumast að þið (Hjörtur og Einar) eruð snöggir að henda í vélar. Rétt búinn að pósta teikningunni þá eruð þið búnir að búta niður í tvær vélar. Svona á þetta að vera.

kv
MK[/quote]
Reyndir menn á ferð hérna! :D Smá fun fact of the day, ég held að ég hafi verið fyrstur með 3D depron vél hérna á klakanum.. man ennþá eftir henni, rautt depron sem pabbi fann einhvernstaðar í þýskalandi, einhver Raven teikning frá 3dfoamy.com... good times :) Núna eiga allir og amma þeirra depronvélar haha :D

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstað: 10. Sep. 2010 21:13:37
eftir HjorturG
Skrapp aðeins til Erlings í Poulsen í dag og náði í pro airbrushliti, partý hjá mér og Einari í kvöld, ætlum að vera með flottustu vélarnar á svæðinu í vetur! :D Minni fólk líka á að Þytur er með 15% afslátt í Poulsen, flottur afsláttur!

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstað: 11. Sep. 2010 15:25:56
eftir HjorturG
Jæja fyrsta vélin tilbúin! Þetta er vélin hans Einars, hann varð að reppa sitt brand haha :D (Turnigy). Mín verður svo sprautuð næst. Hún verður eitthvað öðruvísi en þessi.. ennþá leyndó ;)

Hvernig líst mönnum á?

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstað: 11. Sep. 2010 15:35:24
eftir maggikri
Flott vél. Hvað viktar hún eins og hún er núna. Hvernig mót eru þetta sem þið notið við airbrushið?
kv
MK

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstað: 11. Sep. 2010 15:35:37
eftir Guðjón
TÖFF!!! hvernig móttakara ertu með Einar?

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstað: 11. Sep. 2010 15:48:37
eftir HjorturG
[quote=maggikri]Flott vél. Hvað viktar hún eins og hún er núna. Hvernig mót eru þetta sem þið notið við airbrushið?
kv
MK[/quote]
Þessi airbrushmálning bætir við svo lítilli þyngd að það skiptir ekki neinu máli.. mestalagi nokkur grömm.. En ég skar hauskúpustenslana bara út sjálfur eftir mynd á netinu :) Svo voru þessi plúsar einhver stálplata sem einar kom með..

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstað: 11. Sep. 2010 19:50:23
eftir einarak
[quote=Guðjón]TÖFF!!! hvernig móttakara ertu með Einar?[/quote]
ætli það verði ekki turnigy 9x þar sem turnigy býður ekki uppá annað. Ég tek bara utan af honum kassann og reyni að létta einsog mögulegt er...