Síða 2 af 2

Re: Innan borðs glóð.

Póstað: 6. Júl. 2006 20:54:34
eftir Steinar
Núna er bjart og fallegt veður. Annars er búið að vera 4-7m/sek seinni partinn enn núna er vindurinn að detta niður.
Ég hugsa að eftir ca 30 mín þá verður komið LOGN. AMK er ég að hugsa að kíkja á völlinn.

Re: Innan borðs glóð.

Póstað: 6. Júl. 2006 23:33:33
eftir Sverrir
Já það var alla veganna nógu mikið fjör hérna megin :)

Mynd

Re: Innan borðs glóð.

Póstað: 7. Júl. 2006 22:35:48
eftir Þórir T
Verð að leggja orð í belg varðandi skammstöfunina SUS, málið er að þegar við hérna sunnan/austan menn erum að fara til Reykjavíkur, þá erum við alltaf að fara suður, I dónt nóv væ....
En þið SUS menn eruð alltaf að fara austur fyrir fjall, ......jafnvel þó þið séuð að fara á eyrabakkann og fjallið hvergi nálægt... :-Þ

mbk
Tóti

Re: Innan borðs glóð.

Póstað: 7. Júl. 2006 23:40:14
eftir Sverrir
Ég er SAS þegar ég fer norður á land, finnst það einhvern veginn skemmtilegra að vera kenndur við Special Air Services heldur en Samband Ungra Sjálfstæðismanna :rolleyes:

Annars eru þetta nú yfirleitt höfuðborgarbúar sem eru svona áttavilltir, þeir fara líka suður þegar þeir fara út á flugvöll, kannski þið séuð farnir að smitast af þeim ;)

Re: Innan borðs glóð.

Póstað: 8. Júl. 2006 02:31:02
eftir Haraldur
[quote=Þórir T]En þið SUS menn eruð alltaf að fara austur fyrir fjall, ......jafnvel þó þið séuð að fara á eyrabakkann og fjallið hvergi nálægt... :-Þ[/quote]
Fjall .. þá er átt við hellisheiði ekki Ingólfsfjall og hana þarf að fara yfir hvort sem farið er á Selfoss eða Eyrabakka.

Að fara suður kemur líklega frá norðanmönnum. En þetta er óskrifuð málfarsregla og allir vita hvað átt er við.
Ekki er hægt að segjast fara vestur því þá getur maður átt við að fara á Stykkishólm eða vestfirði.

Þetta er svipað að segjast fara niðureftir (í áttina að sjónum) eða uppeftir (frá sjónum).
Það er því skoplegt þegar Selfyssingar segjast skreppa niður á Eyrabakka. Enda vita það allir að landið er flatt eins og pönnukaka þarna á milli og engin brekka til að fara niður.

Einnig finnst mér það mjög spaugilegt þegar maður er ókunnugur í einhverjum bæ, hvort það er á íslandi eða í útlöndum, þegar maður spyr til vega og fær svar: "þú ferð í suður og beygir svo til austur ogsvofr.
Hvar í an.... er suður?

kv,
Haraldur

Re: Innan borðs glóð.

Póstað: 8. Júl. 2006 07:05:20
eftir Agust
Suðurnesjamenn fara suður til Reykjavíkur og höfuðstaðarbúar suður á Suðurnes. Þetta er eins og á norðurpólnum: Þar er bara ein átt: Suður. (Reyndar fara Reykvíkingar og Suðurnesjamenn í austur-vestur á þessu flakki sínu).

Er álverið sunnan Hafnarfjarðar? -Eða kanski vestan?

...

Þetta kallar maður nú gúrkutíð. Umræðurnar um innanborðsglóð fara að snúast um hringavitleysu og áttavillur!

Re: Innan borðs glóð.

Póstað: 8. Júl. 2006 08:57:30
eftir maggikri
Ég er sammála Ágústi. Þessi póstur er alveg týndur
Kv
MK