Síða 2 af 2

Re: Óvenjuleg (?) Kínarafhlaða

Póstað: 18. Des. 2011 17:47:55
eftir Björn G Leifsson
Sammála öllu ofanskráðu. Ég er búinn að lofa honum að útbúa hann með alvöru batterígræjum fyrir þetta brölt sitt.

Gott orð: "Hikmyndir". Datt þér það í hug sjálfum Ágúst?

Re: Óvenjuleg (?) Kínarafhlaða

Póstað: 18. Des. 2011 22:10:41
eftir Agust
Ég stakk upp á þessu í athugasemd á Stjörnuskoðunarblogginu http://stjornuskodun.blog.is/blog/stjor ... y/1192285/ 19. sept.

Skrifaði þar:

"Það þarf endilega að finna nothæft íslenskt orð fyrir time-lapse.

Time-lapse þýðir eiginlega bið, hik, töf eða hlé. Mætti kalla fyrirbærið time-lapse video til dæmis hikmynd? Ekki ólíkt orðinu kvikmynd, rímar við það og er lýsandi.

Hvernig lýst Sævari Helga og öðrum á það?"

Svo notaði ég það hér 21. nóv. http://www.agbjarn.blog.is/blog/agbjarn ... 1;month=11

Kannski fleirum en mér hafi dottið það í hug :-)