Síða 2 af 5

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 27. Des. 2012 23:38:25
eftir Flugvelapabbi
A svifflugan þin Sverrir ekki að fljuga ?
Kv
Einar

Þetta litur mjög vel ut hja ykkur, gangi ykkur vel með þetta.

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 27. Des. 2012 23:51:32
eftir Sverrir
Ertu brjálaður hún gæti skemmst!

En eins og segir í fyrsta póstinum þá er þetta allt Steina að kenna svo það er ekki nema sanngjarnt að hann fái að stút... ehh, prófa sína fyrst! :D

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 1. Jan. 2013 20:52:04
eftir Sverrir
Það var hreint úr sagt frábært veður í dag, -5°C, logn en þótt sólina vantaði var okkur ekkert að vanbúnaði og var skundað út á Arnarvöll að frumfljúga vélinni. Eftir að hafa sett vélina saman, truflanaprófað hana þá var ekki eftir neinu að bíða, vélin var komin upp á náð og miskun GoA. Ég þurfti ekki að gera mikið meira en að sleppa vélinni í kastinu og hún klifraði nánast lóðrétt upp eins og engill með heimþrá á ríkisrafhlöðunni.

Eftir smá flug kom í ljós að hæðarstýrið var örlítið frá núllstöðu og þyngdarpunkturinn mætti vera hársbreidd framar. Því var svo reddað fyrir næsta flug með því að færa rafhlöðuna framar í nefið og eftir það var vélin bara næstum því farin að hegða sér eins og Ventus-inn hans Steina. Steini skemmti sér svo mikið með vélinni að hann fékkst ekki til að koma niður fyrr en birtu þraut og allir rafhlöðu pakkar voru uppurnir.

Aðstæður til myndatöku voru ekkert alltof skemmtilegar en þó náðist eitthvað af myndum. Það er svo hægt að skoða fleiri í myndasafni FMS.

Klár í loftið
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Vélin fór í vagg og veltur hjá Steina.
Mynd
Mynd
Mynd

Mynd

Mynd

Á leið til lendingar.
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Tveir sáttir eftir allt ævintýrið! :cool:
Mynd

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 1. Jan. 2013 20:59:06
eftir Sverrir
Og svona fyrir þá vantrúðu, þið vitið hverjir þið eruð! ;)

Mynd

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 1. Jan. 2013 22:37:44
eftir Flugvelapabbi
Gleðilegt ar felagar og allir aðrir i flugmodelheimum, þetta litur mjög vel ut
og myndirnar eru flottar, til hamingju með velina Steinþor.
Kv
Einar Pall

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 11. Jan. 2013 01:27:36
eftir Sverrir
Ég gerði smá breytingar á minni vél og notaði tvö servó fyrir hæðarstýrið.
Mynd

Og til að þekkja þær í sundur er grillið aðeins öðru vísi! ;)
Mynd

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 11. Mar. 2013 23:39:58
eftir Sverrir
Og upp fór hún. Bremsurnar svínvirka!

Allir sáttir!
Mynd


Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 12. Mar. 2013 21:46:49
eftir arni
Til hamingju Sverrir með ST'ORU ESSI.

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 12. Mar. 2013 21:54:00
eftir Sverrir
Takk Árni minn, svona vél er kjörin í stækkandi flota! ;)

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 12. Mar. 2013 23:00:41
eftir Messarinn
Snilld Sverrir hún er flott ;)