Síða 2 af 10

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 25. Feb. 2014 20:21:23
eftir Tryggvistef
Ég er einmitt í sama veseninu. Pantaði 10.janúar og ekkert bólar á pakkanum mínum. Talaði við þá hjá hobby king og þeir byrjuðu með "open investigation" hvað sem það nú þýðir.

Það er alltaf að breytast á destination í hvert skipti sem ég tracka hjá freipost. Nú síðast Úkraína, líst ekkert allt of vel á það.

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 26. Feb. 2014 14:56:40
eftir Ingþór
úff, ég er búinn að vera að reina að tracka pakkann minn og hann er búinn að fara Hong-Kong - Moskva - Fiji og er núna þar.... vona að þeir séu að bulla í tracking, annars verður mjög erfitt fyrir mig að kolefnisjafna þennan fluttning.

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 26. Feb. 2014 19:28:16
eftir einarak
það var að koma inn update hjá mér núna; "transferred to delivery party Iceland Post Feb/26/2013 00:01:00 UTC"...

Ég ætla að opna paypal dispute í vikunni ef ekkert kemur fyrir helgi, svona til öryggis

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 26. Feb. 2014 19:52:46
eftir Sverrir
Svo til gamans má benda á að Íslandspóstur notaði ekki tracking númerið sem kom frá FP heldur bjó til nýtt íslenskt.

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 27. Feb. 2014 12:47:33
eftir Ingþór
jæja, þá virðist pakkinn minn kominn til Tel Aviv í Ísrael.....
neinei, og núna þegar ég refresha þá er hann kominn til New Zealand...
Refresh
núna Italy... þetta er greinilega bara eitthvað bull

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 27. Feb. 2014 20:26:59
eftir hrafnkell
Ég legg ekki í tracking á þessum andskota... Einhver búinn að hafa samband við HK? Þegar ég pantaði þá átti pakkinn að berast á 7-10 virkum dögum minnir mig. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að það er mikil bjartsýni :)


Þetta er ekki eins og fyrir 3-4 árum og allt tók svona 10 daga að koma frá kína..

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 27. Feb. 2014 23:34:19
eftir Agust
Ég held að þeir sendi vörurnar núna með ísbrjót yfir norðurpólinn.

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 28. Feb. 2014 10:43:29
eftir maggikri
Þetta Kína dæmi getur verið mjög misjafnt. Ég pantaði eina pöntun 25.11.2013 sem var komin með fjóra græna v symbola fljótlega. Ég trakkaði hana og 18.12.2013 var hún í Danmörku og var bara þar á trakkinu. Ég hafði samband við HK og póst yfirvöld í DK.
Þetta tók allt mikinn tíma. Um miðjan febrúar var pöntunin komin aftur til Kína og DK póstur svaraði mér að þessi pakki hefði verið sendur til baka til Kína án skýringa. HK setti bónus punkta á mig og buðu mér líka að endutaka pöntunina fyrir stórfé.

Ég pantaði eina pöntun 14 febrúar og hún var komin eftir 10 daga frá Kína í gegnum Danmörk.

kv
MK

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 28. Feb. 2014 17:56:29
eftir einarak
[quote=hrafnkell]Ég legg ekki í tracking á þessum andskota... Einhver búinn að hafa samband við HK? Þegar ég pantaði þá átti pakkinn að berast á 7-10 virkum dögum minnir mig. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að það er mikil bjartsýni :)


Þetta er ekki eins og fyrir 3-4 árum og allt tók svona 10 daga að koma frá kína..[/quote]

Já ég sendi þeim fyrirspurn 21. Feb, í gær fekk ég þetta;

"Good day! We apologize for the inconvenience. Please be informed that your parcel has been transported to your country as of 2014-01-29 13:07, Fiji - Nadi, Dispatches created. Your tracking number is EExxxFJ which you may track at http://www.logicons.com/ or http://www.17track.net/. If you did not receive the package on Estimated Time Arrival (ETA), please contact your Local Post Office and Customs using your tracking number. If there would be no information by then, contact us back for further assistance. Looking forward for you to receive your parcel. Thank you for your patience and understanding."

Svarið sagði mér semsagt ekkert sem ég ekki vissi... Það er að detta í 40 daga á minni pöntun þannig að ég ætla að henda í paypal kleim áður en það er of seint, better safe than sorry. Það líka sendir HK ákveðin skilaboð með að vera ekki að velja svona slæmar flutningsleiðir

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 28. Feb. 2014 21:08:56
eftir hrafnkell
Já hvað er aftur tímaramminn fyrir dispute? 45 dagar?