Re: Manfred á norðurland
Póstað: 24. Okt. 2015 11:35:40
Jæja Gummi, nú getru þú slakað á: hér kemur framhaldið.
Manni er dálítið dökkur eins og er, svo nú er sullað smá Cadmium Yellow olíumálningu á hann og hún látin taka sig smá (í klukkutíma eða svo).
Þegar þessi sletta er aðeins búin að taka sig, þá er þurr pensill notaður til að dreyfa úr henni. Utkoman verður ljósari svæði sem eru hærra uppi en hin dekkri: skuggar í andlitinu. Ef Manni væri stærri, þá myndi ég gera þetta aftur með hvítum lit á hæstu hæði og hryggi, en mér sýnist að þetta sé nóg hér.
Næst er það skegg og drulla. Þessum mönnum óx grön, mörgum hverjum, og yfir þá þeyttist endalaus úði af olíu og sóti frá mótorunum sem voru fyrir framan þá, svo að það er ekki úr vegi að sýna svoleiðis. Svæðið í kringum augun var yfirleitt nokkuð hreint vegna þess að þeir voru alltaf með gleraugu, akkúrat til þess að fá ekki olíu og drullu í augun.
Svartri olíumálningu er sullað á kjamma og undir nefið. Nú er um að gera að sýna sjálfsstjórn og alls ekki setja of mikið.
Aftur er þurr pensill notaður til að dreyfa úr þessu.
Nú er komið að blóðinu. Rauður olíulitur er settur á kynnar og neðri vör. EKKI SETJA RAUTT Á EFRI VÖRINA!!! Það lítur bara út eins og hann sé með varalit.
Þessum rauða lit er síðan dreyft mjög vel með þurrum pensli.

Þá er andlitið að mestu búið og næst eru það augun.

Manni er dálítið dökkur eins og er, svo nú er sullað smá Cadmium Yellow olíumálningu á hann og hún látin taka sig smá (í klukkutíma eða svo).

Þegar þessi sletta er aðeins búin að taka sig, þá er þurr pensill notaður til að dreyfa úr henni. Utkoman verður ljósari svæði sem eru hærra uppi en hin dekkri: skuggar í andlitinu. Ef Manni væri stærri, þá myndi ég gera þetta aftur með hvítum lit á hæstu hæði og hryggi, en mér sýnist að þetta sé nóg hér.

Næst er það skegg og drulla. Þessum mönnum óx grön, mörgum hverjum, og yfir þá þeyttist endalaus úði af olíu og sóti frá mótorunum sem voru fyrir framan þá, svo að það er ekki úr vegi að sýna svoleiðis. Svæðið í kringum augun var yfirleitt nokkuð hreint vegna þess að þeir voru alltaf með gleraugu, akkúrat til þess að fá ekki olíu og drullu í augun.
Svartri olíumálningu er sullað á kjamma og undir nefið. Nú er um að gera að sýna sjálfsstjórn og alls ekki setja of mikið.

Aftur er þurr pensill notaður til að dreyfa úr þessu.

Nú er komið að blóðinu. Rauður olíulitur er settur á kynnar og neðri vör. EKKI SETJA RAUTT Á EFRI VÖRINA!!! Það lítur bara út eins og hann sé með varalit.

Þessum rauða lit er síðan dreyft mjög vel með þurrum pensli.

Þá er andlitið að mestu búið og næst eru það augun.
