Re: Cessna 140 - TF-ÁST
Póstað: 14. Sep. 2016 20:46:46
Þá er að raða neðri hluta skrokksins saman. Efri hlutinn er staðsettur á frauðplast skorðum og svo er byrjað á að setja neðri rifin á sína staði. Rör fyrir stýrivírana eru sett í í leiðinni.
Rif og festingar fyrir hjólastell eru ansi öflug úr 6mm krossviði. Þetta er límt í með grimmsterku epoxý lími.
Plata fyrir hjólastellið er svo límd á sinn stað.
Nú er hægt að byrja að planka skrokkinn og ég byrjaði á nefinu. Það er hægt að setja heilar plötur til að byrja með og það mun auðvitað draga mikið úr pússivinnunni.
Hérna eu svo komnar plötur og plankar aftur eftir hliðunum. En nú er eins gott að slaka smá á og athuga hvort ekki þarf eitthvað að koma á undan.
Hér er ég búinn að líma inn bjálka sem halda servóplötu fyrir hæðar- og hliðarstýri. Ég þarf líka að búa til aðal hjólastellið áður en ég planka meira.
Ég þarf líka að setja afturstellið á sinn stað, en það er í pöntun frá Ameríkunni. Eins gott að loka ekki öllu fyrr en það er komið.
Á meðan ég bíð eftir hjólastellunum þá er ýmislegt annað sem þarf að gera. Skoðum það næst.

Rif og festingar fyrir hjólastell eru ansi öflug úr 6mm krossviði. Þetta er límt í með grimmsterku epoxý lími.

Plata fyrir hjólastellið er svo límd á sinn stað.

Nú er hægt að byrja að planka skrokkinn og ég byrjaði á nefinu. Það er hægt að setja heilar plötur til að byrja með og það mun auðvitað draga mikið úr pússivinnunni.

Hérna eu svo komnar plötur og plankar aftur eftir hliðunum. En nú er eins gott að slaka smá á og athuga hvort ekki þarf eitthvað að koma á undan.

Hér er ég búinn að líma inn bjálka sem halda servóplötu fyrir hæðar- og hliðarstýri. Ég þarf líka að búa til aðal hjólastellið áður en ég planka meira.

Ég þarf líka að setja afturstellið á sinn stað, en það er í pöntun frá Ameríkunni. Eins gott að loka ekki öllu fyrr en það er komið.

Á meðan ég bíð eftir hjólastellunum þá er ýmislegt annað sem þarf að gera. Skoðum það næst.