Síða 3 af 5
Re: Nei sko, hvað fann ég
Póstað: 13. Nóv. 2010 13:27:27
eftir Sverrir
[quote=Haraldur]Það fylgja engar carbon stangir fyrir elevator og rudder.
Í leiðbeiningum segir: "Elevator and Rudder control is via closed loop wire (not provided) and is shown in diagram"
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 654578.jpg
Hvað ætli sé best að nota hér?
1. fiskilínu?
2. þunnan vír - hversu mjóan þá? Hægt að taka einn þáttinn af fjölþátta vír.
3. carbon stöng?
Ef maður setur carbon stöng er þá ekki nög að setja hana öðru megin?[/quote]
Tvinna úr saumakassanum.
Re: Nei sko, hvað fann ég
Póstað: 13. Nóv. 2010 14:06:38
eftir Haraldur
Fékk þetta svar frá Graham him self.
"We tend to use carbon or kevlar thread, any thread will do the job providing it is fairly strong, we have had good results with fishing line as well."
Þar sem ég á ekki kevlar þráð og man ekki hvar ég setti fiski dótið þá hlítur tvinninn að vera nógu sterkur. Hann heldur buxunum mínum saman og þar eru ekki nein smá átkök.
Hvaða lit ætli sé best að nota?

Re: Nei sko, hvað fann ég
Póstað: 13. Nóv. 2010 14:31:18
eftir Sverrir
Hvítan eða svartan, nema þú eigir eiturgrænan?

Re: Nei sko, hvað fann ég
Póstað: 13. Nóv. 2010 14:57:07
eftir Haraldur
Jæja smá framgangur í samsetningu. Mr. Hörður er farinn að svífa á mann. ~)
Tilbúið undir tréverk:
Búið að stífa undirvagninn:
Þetta er að taka á sig mynd:
Næst er það yfirbyggingin og rafmagn.
Re: Nei sko, hvað fann ég
Póstað: 13. Nóv. 2010 16:10:18
eftir Haraldur
Tilbúið fyrir rafmagn.
Verður líklega að bíða þar til ég fær móttakarann.

Re: Nei sko, hvað fann ég
Póstað: 13. Nóv. 2010 16:57:21
eftir Haraldur
Smá hlé á módel límingum og smákökubakstur tekinn við.
Kannski aðeins útfyrir efnið, en verður að fljóta með.

Re: Nei sko, hvað fann ég
Póstað: 13. Nóv. 2010 17:27:56
eftir Sverrir
Þú veist að nú neyðist þú til að koma með smakk í næsta inniflugstíma!

Re: Nei sko, hvað fann ég
Póstað: 13. Nóv. 2010 23:14:56
eftir maggikri
Taka svo myndir og hreyfimyndir innifluginu og pósta á vefnum!
kv
MK
Re: Nei sko, hvað fann ég
Póstað: 13. Nóv. 2010 23:17:15
eftir Gunni Binni
[quote=maggikri]Taka svo myndir og hreyfimyndir og pósta á vefnum!
kv
MK[/quote]
Af okkur að borða kökurnar hans Halla?
kv.
GBG
Re: Nei sko, hvað fann ég
Póstað: 14. Nóv. 2010 14:52:25
eftir Haraldur
?