Svo er náttúrulega hægt að föndra, eins og þú segir.
Re: Cessna 172M
Póstað: 15. Jan. 2012 14:07:13
eftir Jónas J
Ein spurning hér til ykkar. Hvernig mótor ætti maður að fjárfesta í þessa vél ?
Hún er með vænghaf uppá 2,73m og verðu örugglega svolítið þung þegar búið er að glassa hana og allt komið í hana sem á að vera í henni.
Ég var að hugsa um DLE-111 (heitir víst DLA-112 í dag) er hann kanski allt of stór? Hvað segið þið um þetta allt saman ????
Re: Cessna 172M
Póstað: 15. Jan. 2012 15:45:27
eftir Sverrir
55(56) ætti að duga, sem dæmi þá hefur 33% Cub flogið á 23 bensínmótor en þó ekki mikið meira en það. Okkar var með meira en nóg afl á 62 mótor og er með yfirdrifið nóg á 80 mótor. Hún mun seint komast í fjaðurvigtarflokk og er með vænghaf upp á ~360cm.
Já, þessi hljómar vel og virðist nokkuð góður. Ég hef reyndar ekki séð mikið fjallað um þennan mótor á netinu en eins og ég sagði á undan "hann hljómar vel" og er örugglega nógu aflmikill.