Síða 3 af 4

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 31. Mar. 2012 16:10:27
eftir Spitfire
Hefðbundið smíðaföstudagskvöld hér í Patrick city, var reyndar óvenjulatur á myndavélinni. Byrjaði á að rétta af trýnið á Stinger eftir góðan flugdag.

Mynd

Eftir smá skammt af frauðhæfu sýrulími og örgjörvakælikremi, betri en nýr og bilar aldrei! :p

Mynd

En áfram með Widebody smíðar, vænn skammtur af 30 mín. epoxy blandaður og vænghelmingarnir sameinaðir. Setti balsalista undir svo vængurinn myndi ekki rugga á borðinu, síðan allt fergt vandlega niður:

Mynd

Vinnan er að eyðileggja áhugamálin fyrir formann vorn, svo ég er aðeins kominn á undan, púslaði saman skrokknum og fékk allt til að falla vel saman. En sem betur fer er ég ekki enn byrjaður að líma, svo hér er gáta:

Skrokkurinn snýr botninum upp, en spurt er, hvert er klúðrið ;)

Mynd

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 31. Mar. 2012 17:38:10
eftir Gaui
Ég ætla að giska á að vinstri og hægri hliðar séu ekki eins til að fá fram hliðartog og að þú hefir sett vinstri hægra megin og öfugt.

:cool:

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 1. Apr. 2012 02:07:30
eftir Sverrir
Eldveggurinn er öfugur, sú hlið sem á að snúa að mótor snýr inn í skrokk(sjá lasermerkingar á aftari skrokkrifjum til staðfestingar). En það þar sem það ætti ekki að skipta miklu máli þá er spurning hvort þú sért ekki að fiska eftir að þú hafir gleymt listunum(langböndum) sem eiga að vera efst í skrokknum.

Annars er þetta svipað og með sögina, mæla þrisvar, saga einu sinni...

Setja saman, skoða þrisvar, líma. ;)

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 1. Apr. 2012 09:56:06
eftir Björn G Leifsson
Ég giska á að Gaui giski á rétt :)

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 1. Apr. 2012 11:58:30
eftir Spitfire
Greinilegt að Grísarársmíðameistarinn getur sagt "been there, done that", en jú, hægri skrokkhlið er vinstra meginn og öfugt. Það sést kannski ekki mjög vel á myndinni en fliparnir standa örlítið út fyrir eldvegginn vinstra meginn, en hægra meginn flútta þeir við.

Annars er punktur ritstjórans um langböndin vel staðsettur í umræðunni, skrokknum var tyllt saman einmitt í þeim tilgangi að mæla og máta þau á sinn stað ;)
Ofan á skrokknum ná listarnir eftir skrokknum endilöngum sem þýðir að þá þarf að splæsa saman. Planið er að samsetning þessi lendi á skrokkrifi.

Það koma einnig listar neðan á skrokkinn, en þeir ná einungis frá F4 (aftan við vængsætið) að F7 (næst síðasta skrokkrifi).

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 1. Apr. 2012 14:48:17
eftir Spitfire
Slæmir eru þeir laugardagar þegar rignir kisum og hvuttum eins og bretar myndu segja, ekkert hægt að fljúga. Ekkert annað í stöðunni en að setjast við smíðaborðið og föndra smá.
Vængurinn var tilbúinn í næsta skref eftir að hafa fengið að liggja undir fargi yfir nótt, næsta vers trefjadúkur yfir samskeytin.

Ég hef áður séð mjóan borða notaðan en Arentínumenn vilja greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig og vænn trefjableðill fylgdi með:

Mynd

Vænn skammtur af 30 mín. epoxy blandaður og nokkrum dropum af rauðspritti skellt saman við. Hrært duglega þar blandan varð vel fljótandi, síðan hellt yfir dúkinn. Útrunnið innkort frá N1 var síðan notað til að dreyfa vel úr blöndunni.

Mynd

Og svona lítur þá gripurinn út eftir aðgerðir dagsins.

Mynd

Þar til næst...

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 2. Apr. 2012 01:14:27
eftir Spitfire
Nýttum góða veðrið í dag og brunuðum á Wembley Stadium með Stinger og Tutor í skottinu. Eftir sunnudagssteikina var skundað í smiðju og aðeins gripið í balsann.

Listarnir gerðir klárir fyrir splæsingu með því að skásaga endana:

Mynd

Þannig fæst stærri límflötur og þar með sterkari líming.

En nú kom að skemmtiatriði kvöldsins, samkvæmt leiðbeiningunum átti einnig að koma listi neðan á skrokkinn á milli skrokkþilja F4 og F7. Milli F7 og F8 átti síðan að koma lítið plötukríli á botninn. Myndirnar í leiðbeiningapésanum styðja þá verkun sem lýst er í "Google translate" textanum. Þegar skrokkþilin voru borin saman við myndirnar, gat það engan veginn staðist, því engar voru raufarnar fyrir listann, og eftir að hafa snúið smiðjunni gersamlega á hvolf fannst plötukrílið hvergi.

Eftir leit á áhveðnum stað sem ég mun gefa upp gegn hóflegri mútugreiðslu, fannst ein ansi voldug plata merkt F9, og var þá skrokknum púslað saman aftur til að athuga hvort plata þessi ætti ekki örugglega að fylgja með. Og það gerði hún :rolleyes:

Hönnun skrokksins hafði einhvern tímann verið breytt þannig að í staðinn fyrir listana og plötukrílið er nú komin plata sem nær frá F4 að F8 með tilheyrandi samsetningarflipum undir botninum á skrokknum. Hins vegar hafði gleymst að uppfæra leiðbeiningapésann svo ef einhver Carlos suður í Argentínu hefur fengið slæman hiksta í kvöld þá er mér alveg sama :mad:

Eitthvað þurfti að pússa til að fá flipana vel passandi í götin, svona lítur þá skrokkurinn út eftir vonandi síðustu samsetningu án líms:

Mynd

Hvor skrokkhlið er í tveimur hlutum sem þurfa að límast saman. Þar sem trélímið gefur góðan vinnutíma voru listarnir einnig límdir á. Varðandi fyrri póst þar sem ég sagðist ætla að láta samsetninguna á listunum koma við skrokkþil, því plani var snarlega skutlað út um gluggann þar sem krossviður er bak við listann eftir honum endilöngum og ætti því ekki að skipta máli hvar samsetningin er.

Nokkrir pinnar héldu öllu á sínum stað og síðan allt klabbið fergt niður á brettið:

Mynd

Meira síðar...

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 2. Apr. 2012 08:06:29
eftir Gaui
Skemmtileg samsetning. Vildi að ég væri með ylur í þessu.

:cool:

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 25. Sep. 2012 21:08:19
eftir Patróni
Jæja Jæja..eftir mikla og þolinmóða vinnu í paint og vangaveltur í hvernig klæðum "Víðskrykkjan" mín á að vera þá finnst mér þetta meiga vera nokkurn veginn svona og langar þó að sýna ykkur klæðinn hennar víðskrykkju og fá á það álit.Svo eftir paintið tók við að minnka myndirnar svo að hægt væri að setja þetta inn á vefinn hjá oss sem að tók meiri svita og tár enn að finna út litaskemið á vélina.Enn held að þetta komi ágætlega svona út hjá mér:-)
Mynd Mynd

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 17. Feb. 2013 23:50:25
eftir Patróni
Við erum ekki að standa okkur hér Hrannsi...engar myndir þó smíðinn sé í fullum gangi: :( :