Re: Widebody samvinnuverkefni
Póstað: 31. Mar. 2012 16:10:27
Hefðbundið smíðaföstudagskvöld hér í Patrick city, var reyndar óvenjulatur á myndavélinni. Byrjaði á að rétta af trýnið á Stinger eftir góðan flugdag.

Eftir smá skammt af frauðhæfu sýrulími og örgjörvakælikremi, betri en nýr og bilar aldrei! :p

En áfram með Widebody smíðar, vænn skammtur af 30 mín. epoxy blandaður og vænghelmingarnir sameinaðir. Setti balsalista undir svo vængurinn myndi ekki rugga á borðinu, síðan allt fergt vandlega niður:

Vinnan er að eyðileggja áhugamálin fyrir formann vorn, svo ég er aðeins kominn á undan, púslaði saman skrokknum og fékk allt til að falla vel saman. En sem betur fer er ég ekki enn byrjaður að líma, svo hér er gáta:
Skrokkurinn snýr botninum upp, en spurt er, hvert er klúðrið


Eftir smá skammt af frauðhæfu sýrulími og örgjörvakælikremi, betri en nýr og bilar aldrei! :p

En áfram með Widebody smíðar, vænn skammtur af 30 mín. epoxy blandaður og vænghelmingarnir sameinaðir. Setti balsalista undir svo vængurinn myndi ekki rugga á borðinu, síðan allt fergt vandlega niður:

Vinnan er að eyðileggja áhugamálin fyrir formann vorn, svo ég er aðeins kominn á undan, púslaði saman skrokknum og fékk allt til að falla vel saman. En sem betur fer er ég ekki enn byrjaður að líma, svo hér er gáta:
Skrokkurinn snýr botninum upp, en spurt er, hvert er klúðrið

