Síða 3 af 4
Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012
Póstað: 26. Maí. 2012 09:08:41
eftir Jónas J
Svona lítur
spáin út í dag fyrir næstu helgi samkvæmt norsku.
Eigum við ekki að vona að veðurguðirnir framlengi aðeins veðrinu sem á að vera í næstu viku

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012
Póstað: 26. Maí. 2012 11:43:40
eftir Sverrir
Hva, eru menn með einhverja niðurrifsstarfsemi í gangi hérna!!!
Það verður haldin flugkoma um næstu helgi, ef ég væri að elta veðurspár þá hefði engin flotflugkoma verið haldin og ég hefði ekki farið á eina einustu samkomu síðasta sumar! „Reykjaneskjördæmi“ er líka ansi stórt og veðurskilin mörg.
Í versta falli grillum við pylsur og horfum á Magga og Ali fljúga Aircore!

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012
Póstað: 26. Maí. 2012 12:25:27
eftir Jónas J
[quote=Sverrir]Hva, eru menn með einhverja niðurrifsstarfsemi í gangi hérna!!!
Það verður haldin flugkoma um næstu helgi, ef ég væri að elta veðurspár þá hefði engin flotflugkoma verið haldin og ég hefði ekki farið á eina einustu samkomu síðasta sumar! „Reykjaneskjördæmi“ er líka ansi stórt og veðurskilin mörg.
Í versta falli grillum við pylsur og horfum á Magga og Ali fljúga Aircore!

[/quote]
Nei nei Sverrir, engin leiðindi hér. Það er bara svona ekta íslenst veður að bjóða uppá sól og blíðu alla vikuna og fara svo að þykkna upp um helgi
Sumrin er svolítið svoleiðis hér á Íslandi, eina leiðin til þess að njóta sólarinnar er að vera í vaktarvinnu

ha ha
Það er ekkert að spánni næstu helgi bara ekki mikið um sól. Þetta verður frábær helgi hjá ykkur, ég ætla að reyna að kíkja við (á að vera að vinna).
Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012
Póstað: 26. Maí. 2012 12:31:58
eftir Sverrir
Nei, átti svo sem ekki von á því!
Ekkert reyna neitt, „just do it“ eins og Nike segir!

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012
Póstað: 29. Maí. 2012 00:24:14
eftir Sverrir
Nokkrir dagar til stefnu, er ekki komin hugur í menn!?
Ekki getur veðurútlitið verið að draga úr kjarknum!

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012
Póstað: 29. Maí. 2012 15:50:59
eftir Patróni
Vildi að ég kæmist,verð hér heima á patró á sjómannadagsjammi og verð sem dyravörður á balli sem er fjáröflunnar starf fyrir MSV,sendum þó fulltrúa frá oss(Hrannar Gestsson),kem þegar 40ára afmælið verður
Kv.Gísli Sverris.
Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012
Póstað: 29. Maí. 2012 15:53:55
eftir Sverrir
Isss, forgangsraða maður, þessi sjómannadagur er á hverju ári!
En nei, nei menn geta auðvitað ekki gert allt, það verður vonandi nóg af margmiðlunarefni fyrir þá sem heima sitja.
Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012
Póstað: 29. Maí. 2012 17:52:40
eftir kpv
[quote=Sverrir]þessi sjómannadagur er á hverju ári! [/quote]
Það er ljóst að suðurnesjamenn hafa ekki heyrt af sjómannadegi á Patreksfirði. Hrannar færir stórfórnir fyrir sportið með því að sleppa sjómannadagshelginni, einhleypur maðurinn. Þetta er okkar lang-stærsti viðburður á árinu.
Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012
Póstað: 29. Maí. 2012 17:54:58
eftir Sverrir
Hver sagði að ég væri Suðurnesjamaður, kalla Hrannar ekki frænda að ástæðulausu!

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012
Póstað: 29. Maí. 2012 17:58:07
eftir kpv
[quote=Sverrir]kalla Hrannar ekki frænda að ástæðulausu!

[/quote]
Já fyrirgefðu Sverrir, hef heyrt þetta frændatal hjá Hrannari.
