Síða 3 af 7

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 25. Ágú. 2012 00:32:43
eftir Sverrir
[quote=Spitfire][quote=Sverrir]Nei, góðir hlutir gerast hægt.[/quote]

Mikið rétt frændi, en vonandi fáum við að fylgjast með frá A til Ö þegar þessi fer á smíðaborðið :)[/quote]
Efast ekki um það, þurfum samt að saga neðan af því fyrst! ;)

Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 21. Mar. 2013 22:44:24
eftir Sverrir
Jæja, farið að styttast í vorið og farfuglinn kominn heim, ætli það sé ekki best að byrja að fara yfir lagerinn og sjá hvort það sé ekki hægt að koma þessu í mannflugsæmandi form.

Úffff, þarf ég allt þetta!?
Mynd

Myndarlegur spinner.
Mynd

30 metrar af vír, 304 kg af átaki, 13A af straum o.m.fl.
Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 21. Mar. 2013 23:39:02
eftir maggikri
Hva er þetta stærri nafarhlíf en á Beavernum?
kv
MK enn sá almesti nafar.......... seinni tíma.

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 21. Mar. 2013 23:49:00
eftir Sverrir
Já það munar nokkuð mörgum mælieiningum á þeim! ;)

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 23. Mar. 2013 00:36:09
eftir Sverrir
Varla pláss á borðinu fyrir helmingin af öðru hæðarstýrinu.
Mynd

Svo var bara að skemma filmuna.
Mynd

Allar hendur upp á dekki.
Mynd

Ætla ekki einu sinni að nefna hvað það tók langan tíma að skrúfa átta skrúfur!
Mynd

En allt hafðist þetta að lokum.
Mynd

Þá var bara eftir að lama þetta og endurtaka leikinn á hinum helmingnum.
Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 23. Mar. 2013 13:21:05
eftir maggikri
Flottir spaðar! JR 8711 servóin renna út eins og klósettpappír, þið notið svo mikið af þeim.
kv
Mk einn flottasti kló.......ði seinni tíma.

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 23. Mar. 2013 17:12:34
eftir Vignir
Hvaða dúddar eru að framleiða þessar stærðir af vélum? Og ég sem sem ætlaði að fjárfesta í öflugum zummara á Canon vélina, sé að það er bara hin mesta vitleysa..allur vélarflotinn á landinu á leið í ofurstærð :)

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 26. Mar. 2013 00:27:01
eftir Sverrir
[quote=Vignir]Hvaða dúddar eru að framleiða þessar stærðir af vélum?[/quote]
Kemur fram í nafninu á þræðinum. :)

[quote=Vignir]Og ég sem sem ætlaði að fjárfesta í öflugum zummara á Canon vélina, sé að það er bara hin mesta vitleysa..[/quote]
Heldur betur, eyða aurunum í flugmódel!!! ;)


Þegar það eiga nokkur servó að vera saman á stjórnflötum þá borgar sig að reyna að fá þau sem nálægust hvort öðru strax í upphafi. Þá skemmir ekki fyrir að hafa 10 servó til að bera saman og velja úr!
Mynd

Snúrumetrarnir byrjaðir að hrannast upp.
Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 26. Mar. 2013 01:01:14
eftir Spitfire
Og svo eru einhverjir púkar vestur á fjörðum sem halda að ég sé stórtækur!!!! Kominn tími til að draga þetta hyski á stórskalaflugkomu til að sýna þeim alvöru tæki...

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 26. Mar. 2013 12:10:11
eftir Sverrir
Þú hefur enn tækifæri til að sanna þig frændi! ;)