Re: Grunau Baby í 1/3
Póstað: 17. Jún. 2007 22:11:02
Og enn heldur skrokksmíðin áfram. Það er auðveldara en ég ímyndaði mér að klæða emð 0,8mm krossviði. Aðal málið er að gera lítið í einu og nota helling af klemmum og límbandi til að halda honum niðri.:
Stélkamburinn er líka klæddur með krossviði. Ég notaði Ajax gluggaúða til að hjálpa mér að beygja krossviðinn. Hann inniheldur ammóníak eða salmíak eða eitthvað svoleiðis og viðurinn verður eins og bráðið smjör þegar hann er bleyttur upp í þessum skemmtilega vökva:
Þegar ég var búinn að klæða efri hluta skrokksins þá gat ég losað hann af hækjunum. Þá var næst að líma kjölinn í:
Ég límdi skástýfur í hliðarnar eins og eru á fyrirmyndinni á milli efri og neðri langbanda. Svo setti ég papparör í skrokkinn til að leiða vírinn frá hæðarstýrisservóinu, sem er aftast, í móttakarann sem er fremst. Gulu rörin sem sjást á myndinni eru fyrir tog-tog vírana í hliðarstýrið.
Nú gat ég byrjað að setja krossvið á hliðarnar. Ég fékk ekki krossvið sem er nógu langur til að klæða alla hliðina með einu stykki, svo ég setti bara 5mm balsa þykkingar á rifin þar sem samskeytin komu. Þetta er eins og er gert á fyrirmyndinni.
Framkjölurinn var næstur. Hann er gerður úr 4mm krossviði og hann er afar stýfur og harður. Þessu kjölur verður festipunktur fyrir skíðið og í hann skrúfast líka togkrókur fyrir spilstart.
Hér er búnaður sem ég setti í nefið fyrir flugtog. Ef ég ætla að láta toga Babyinn með vélflugu, þá verður að vera togkrókur sem hægt er að sleppa. Ég ætla að setja gamalt hjólastellsservó í nefið til að opna og loka króknum. S‘iðan koma þykkar balsaplötur allt í kring til að gefa formið sem á að vera á nefinu.
Hér er Grunau Baby með alla klæðningu nema á botninum þar sem ég á enn eftir að setja togkróksservóið í. Það er líka kostur að hafa aðgang að öllum hlutum módelsins eins lengi og hægt er.

Þyngdin á skrokknum eins og hann er núna er 1530 grömm.
Sjáumst í næstu viku.

Stélkamburinn er líka klæddur með krossviði. Ég notaði Ajax gluggaúða til að hjálpa mér að beygja krossviðinn. Hann inniheldur ammóníak eða salmíak eða eitthvað svoleiðis og viðurinn verður eins og bráðið smjör þegar hann er bleyttur upp í þessum skemmtilega vökva:

Þegar ég var búinn að klæða efri hluta skrokksins þá gat ég losað hann af hækjunum. Þá var næst að líma kjölinn í:

Ég límdi skástýfur í hliðarnar eins og eru á fyrirmyndinni á milli efri og neðri langbanda. Svo setti ég papparör í skrokkinn til að leiða vírinn frá hæðarstýrisservóinu, sem er aftast, í móttakarann sem er fremst. Gulu rörin sem sjást á myndinni eru fyrir tog-tog vírana í hliðarstýrið.

Nú gat ég byrjað að setja krossvið á hliðarnar. Ég fékk ekki krossvið sem er nógu langur til að klæða alla hliðina með einu stykki, svo ég setti bara 5mm balsa þykkingar á rifin þar sem samskeytin komu. Þetta er eins og er gert á fyrirmyndinni.

Framkjölurinn var næstur. Hann er gerður úr 4mm krossviði og hann er afar stýfur og harður. Þessu kjölur verður festipunktur fyrir skíðið og í hann skrúfast líka togkrókur fyrir spilstart.

Hér er búnaður sem ég setti í nefið fyrir flugtog. Ef ég ætla að láta toga Babyinn með vélflugu, þá verður að vera togkrókur sem hægt er að sleppa. Ég ætla að setja gamalt hjólastellsservó í nefið til að opna og loka króknum. S‘iðan koma þykkar balsaplötur allt í kring til að gefa formið sem á að vera á nefinu.

Hér er Grunau Baby með alla klæðningu nema á botninum þar sem ég á enn eftir að setja togkróksservóið í. Það er líka kostur að hafa aðgang að öllum hlutum módelsins eins lengi og hægt er.

Þyngdin á skrokknum eins og hann er núna er 1530 grömm.
Sjáumst í næstu viku.