Síða 4 af 18
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 15. Júl. 2008 12:42:20
eftir Gaui
[quote=maggikri]Gaui hvar færðu bleikt frauðplast?
kv
MK[/quote]
Ég vissi að þetta var til, svo ég fór í Húsasmiðjuna og spurði á plötulagernum hvort þeir ættu svona. Einn eldri starfsmaður sagði að hann minnti að það væri svoleiðis uppá kaffiskúrnum, svo hann gáði og þar voru nokkrar plötur. Ég keypti eina. Mig minnir að það hafi verði prentað LBX á plötuna.
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 15. Júl. 2008 14:34:54
eftir Björn G Leifsson
Frauðplastverksmiðjan Tempra var til húsa á Dalvegi í Kópavogi en virðist skv
heimasíðunni flutt út í Hafnarfjarðarhraun.
Á Dalveginum fékk ég fyrir nokkurm árum gefins eitthvað af afskorningum og bútum af misþéttu frauðplasti. Þeirra þéttasta frauðplast var grænleitt. Þeir meira að segja gáfu mér spotta af vír til að skera með og prýðir nú forláta skurðarramma sem ég er búinn að prófa en ekki nota (enn).
Þétta frauðplastið sem ég held að sé best er þetta sem er ætlað til að eingangra utaná hús-sökkla og á að þola að jarðvegur leggist að því.
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 15. Júl. 2008 14:59:24
eftir Gaui
Þetta bleika frauðplast sem ég nota er algengasta (eina) frauðplastið sem notað er til að einangra hús í USA. Þar er hvíta plastið sem við notum ekki notað.
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 15. Júl. 2008 16:02:44
eftir maggikri
[quote=Sverrir][quote=Gaui]...nota bleikt frauðplast sem er miklu þéttara en það hvíta og er hægt að skera til og pússa. Ég fékk heila plötu af þessu í Húsó fyrir mörgum árum og er að nota upp restarnar núna:[/quote]

[/quote]
Sverrir ertu að segja að ég lesi ekki til enda? og húsó hvað.
Takk fyrir þetta drengir
kv
MK
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 15. Júl. 2008 19:53:28
eftir Haraldur
Ég fann bút að þessu bleika út í skurði fyrir nokkrum árum þegar verið var að bygga blokkirnar í hverfinu hérna við hliðina. Þannig að það er kannski ráð að keyra um ný hverfi og hafa augun opin.
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 15. Júl. 2008 19:59:01
eftir Björn G Leifsson
Ýmislegt hægt að finna í ruslagámum byggingasvæða. Ég á lítinn búnka af L-prófílum úr áli sem eru endalaus uppspretta efnis í bæði vélarhluti og verkfæri. Lýsi þeim
hér meðal annars. Þetta eru afskorningar af einhver konar festiprófílum undir álklæðningar utan á hús.
Ææææ... nú erum við aftur farnir að blaðra á smíðavefnum hans Gauja...

Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 15. Júl. 2008 20:38:53
eftir Gaui
[quote=Björn G Leifsson]Ææææ... nú erum við aftur farnir að blaðra á smíðavefnum hans Gauja...

[/quote]
Blaðriði bara -- því meira því betra. Ég mun ekki láta það afvegaleiða mig og skelli inn smíðalýsingum þegar þær koma.
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 15. Júl. 2008 23:32:12
eftir einarak
kemuru til með að klæða allan skrokkinn með fiber?
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 16. Júl. 2008 00:00:12
eftir Gaui
Hæ Einar
Nei, ég geri það ekki. Tiger Moth er allur klæddur með dúk nema vélarhlífin og tankurinn. Ég set glerfíber á vélarhlífina til að fá málm-áferðina. Ég kem til með að klæða skrokk og vængi með Solartex.
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 16. Júl. 2008 10:46:47
eftir Gaui
Jæja, þá förum við inn í nefið.
Það fyrsta sem þurfti að gera var að mylja eins mikið að frauðinu út og hægt var með hnífi og síðan hella smá asetoni á til að bræða restina. Þetta breytti bleika frauðinu í klístraða dellu eins og maður finnur undir stólum og borðum í skólastofum landsmanna. Ég uppgötvaði líka að asetonið mýkir frauðlímið svo það er auðvelt að pikka það út líka.
Næst blandaði ég saman epoxy kvoðu og niðurskornum fíber (milled fibers) og fékk þykka drullu sem ég gat smurt í öll hornin í nefinu. Þetta geri ég vegna þess að þykka glerfíbermottan er ekki til í það að liggja kyrr og þæg í þröngum hornum:
Að síðustu setti ég tvö lög af þykkum glerfíber innan í nefið og penslaði vel með epoxý kvoðu. Þetta gerir nefið vonandi nægilega stíft til að þola ágang.
