Síða 4 af 5

Re: Nei sko, hvað fann ég

Póstað: 18. Nóv. 2010 19:43:27
eftir Sverrir
Manst eftir að koma með kökur á sunnudaginn Halli minn! :cool:

Hér sést örlítið betur „stærðin“ á litla krílinu.
Mynd

Re: Nei sko, hvað fann ég

Póstað: 18. Nóv. 2010 22:29:42
eftir Haraldur
Kökurnar eru löngu búnar.

Minn er á leiðinni. Krossa fingur að hann komi á morgum.

Re: Nei sko, hvað fann ég

Póstað: 18. Nóv. 2010 23:35:57
eftir Gunni Binni
[quote=Haraldur]Kökurnar eru löngu búnar.

Minn er á leiðinni. Krossa fingur að hann komi á morgum.[/quote]
Halli Minn! Þetta er ljótt að heyra!
En það er huggun harmi gegn að þó hefur nægan tíma til hræra í eina til tvær sortir fyrir næsta inniflugsdag :cool:
kveðja
Gunni Binni

Re: Nei sko, hvað fann ég

Póstað: 19. Nóv. 2010 00:48:25
eftir Sverrir
Þetta er reyndar óvenju stór lykill...
Mynd

Re: Nei sko, hvað fann ég

Póstað: 19. Nóv. 2010 11:20:40
eftir Gaui
Þetta er orðið svo lítið að tengin eru farin að þvælast fyrir :cool:

Re: Nei sko, hvað fann ég

Póstað: 19. Nóv. 2010 17:15:08
eftir Haraldur
Móttakarinn kominn í hús og kökudeig í ískápinn.

Þeir eru ekki að spara umbúðirnar utan um þetta blessaðir.

Mynd

Re: Nei sko, hvað fann ég

Póstað: 19. Nóv. 2010 17:17:47
eftir Haraldur
Sverrir: Hvar settir þú ESC, móttakara og batterí?
hægra/vinstra megin, framalega/aftarlega?

Það er svona rauf ofan á vélinni til að smega batteríiinu í gegn. Notarðu það?
Gatið kemur til að með að stækka með tímanum, hvernig festir þú batteríið í þessari rauf?
Eða festir þú batterríið með frönskum á hliðina á skrokknum ofan á vægnum?

Hvað notarðu til að tengja hliðar- og hæðarstýrið við servó'ið?

Re: Nei sko, hvað fann ég

Póstað: 19. Nóv. 2010 23:39:31
eftir Sverrir
Ég ætla að raða þessu upp eins og sýnt er í leiðbeiningunum. Rafhlöðunni er bara smeygt í, það á að nota tvinna í hæðar- og hliðarstýrið, ef þér líst ekki á það gætirðu notað 0.8mm carbon stangir.

Re: Nei sko, hvað fann ég

Póstað: 20. Nóv. 2010 16:30:52
eftir Haraldur
Þá er rafmagnið komið í.

Tekurðu stóra J-tengið af ESC og lóðar snúruna beint við millistykkið sem fylgir móttakaranum?

Mynd

Re: Nei sko, hvað fann ég

Póstað: 20. Nóv. 2010 16:53:15
eftir Sverrir
Lítur vel út. Ég ætla að lóða tengi á hraðastillinn.