Síða 4 af 4

Re: Svenson Windy

Póstað: 4. Des. 2012 14:20:40
eftir Gaui
Þá er klæðningarvinnan hafin. Ég ætla að reyna að nota bara filmu sem ég á og gera eitthvað smekklegt úr henni. Þá sagði straujárnið mitt upp vistinni eftir rúmlega 30 ára notkun (ekki neitt!). Kannski var það vegna þess að annað hvort Mummi eða Árni voru að stelst í það. Ég alla vega fékk nýtt frá Sussex um daginn og byrjaði að strauja:

Mynd

Og eftir tvo liti í viðbót lítur vængurinn svona út að neðan:

Mynd

Meira seinna.

:cool:

Re: Svenson Windy

Póstað: 3. Jan. 2013 00:01:07
eftir Gaui
Windy er nú fullklædd (eða svoleiðis) og stýrin komin á sinn stað (bara eftir að líma þau föst og setja stangirnar á.)

Mynd

Og svo málaði ég allt í kringum mótorinn og tankinn með epoxý:

Mynd
Mynd

Það fer að verða hægt að fljúga þessari draumavél.

:cool:

Re: Svenson Windy

Póstað: 13. Jan. 2013 15:14:33
eftir Gaui
Windi næstumþví tilbúin.

Búið að setja tankinn og mótorinn í og hægt að fara að setja í gang:

Mynd

Tækin komin á sinn stað og búið að tengja, prófa og stilla, svo stýrin virka rétt:

Mynd

Búið að balgvanísera (eins og sagt er fyrir norðan) og það eina sem er eftir, er að líma gluggana í og búa til smá skraut ofan á vænginn.

Mynd

:cool: