Síða 5 af 7

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 21. Sep. 2013 15:56:47
eftir Gaui
Er það bara ég, eða er GoPro ekki sniðug myndavél ef myndefnið er meira en 10 metra í burtu?

:cool:

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 21. Sep. 2013 18:08:36
eftir Agust
Hér er tilraun #2 klukkan 10 í morgun. Aðeins bjartara en ekki sól.


Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 21. Sep. 2013 18:14:39
eftir Agust
Gaui

Flotta myndbandið af brimbrettafólkinu í athugasemdinni klukkan 11:58:22 í gær er tekið með GoPro3.

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 22. Sep. 2013 21:59:57
eftir Agust
Klukkan 9 í morgun. Morgunsólin varpaði gullinni birtu á landslagið og blindaði stundum myndavélina.

Nokkuð stífur vindur var í flughæð og fór ég því lengra frá mér en góðu hófu gegnir. Svo langt að ég sá alls ekki hvernig vélin snéri. Allt fór þó vel og ég komst til baka. Það var þó greinilegt að vélin þurfti að erfiða aðeins þegar hún flaug á móti vindinum á heimleiðinni.

Hefði ég alveg tapað áttum og ekki ratað heim, þá hefði þrautalendingin verið að slökkva á sendinum. Þá snýr hún stystu leið heim með hjálp tölvunnar og GPS og lendir sjálf á sama stað (+/- 2m) og hún tók á loft.


Muna: HD og allur skjárinn!





Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 22. Sep. 2013 22:05:16
eftir Björn G Leifsson
[quote=Agust]

Svo eru ýmsir sem nota venjuleg vængjað flugmódel í atvinnuskyni:

http://vedur.org/wp-content/uploads/201 ... _final.pdf

http://www.ry.is/frettir/flj%C3%BAgandi ... %C3%BEorpi[/quote]

:D

Hvernig var þetta nú aftur með regluverkið um verkflug?

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 22. Sep. 2013 22:22:34
eftir lulli
Flott - Þetta eru alveg ótrúlega skýrar myndir, ég væri ekki hissa ef þú gætir myndað fisk í ánni td.
semsagt endalausir möguleikar í boði stöðuleikans og háskerpunar :)

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 22. Sep. 2013 22:57:30
eftir Agust
[quote=lulli]Flott - Þetta eru alveg ótrúlega skýrar myndir, ég væri ekki hissa ef þú gætir myndað fisk í ánni td.
semsagt endalausir möguleikar í boði stöðuleikans og háskerpunar :)[/quote]


Næsta skref er andveltibúnaður fyrir myndavélina.

Eitthvað svona

http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... duct=44327

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 23. Sep. 2013 15:19:59
eftir Agust
Reynsla mín af DJI Phantom.

Það var fyrir tæplega tveim vikum að fjölskyldumeðlimur skrapp til Bandaríkjanna. Á sama tíma lækkaði verðið úr $670 í $470. Ég sendi því í hvelli pöntun til verslunar í sömu borg og hótelið og var pakkinn kominn þangað daginn eftir. Skemmst er frá því að segja að ég var kominn með gripinn í hendurnar hálfri viku seinna.

Það hafði lengi blundað í mér að eignast svona grip. Það er hægt að smíða svona lagað sjálfur og kaupa efnið frá hinum og þessum aðilum, en þó svo að maður fáí góðan grip þannig, þá sýndist mér það geta orðið nokkuð dýrt og mikil vinna. DJI Phantom kemur tilbúinn með öllu sem til þarf, jafnvel rafhlöðu, hleðslutæki og sendi. Þess vegna ákvað ég að grípa tækifærið.

Ég eyddi nokkru dögum í að lesa um tækið á netinu og skoða myndbönd. Prófaði síðan að lyfta vélinni í bakgarðinum og flaug eitt sinn aðeins upp fyrir húsið. Það var síðan nú um helgina að ég fór með þyrluna í sveitina og flaug af hjartans lyst.

Fyrsta flug var á föstudagskvöld og farið að skyggja töluvert. Það flug endaði með frekar harkalegri lendingu langt úti í móa og var ástæðan bæði að ég sá hana ekki mjög vel, en þó aðallega "pilot error". Ég fann það nefnilega að ég átti til að nota sömu ósjálfráðu tökin á fjarstýringunni og ég er vanur með vængjaðar flugvélar. Ósjálfrátt reynir maður að beygja með hægri pinnanum eins og vélin sé með hallastýrum, en öllu verra er að slá af mótornum eins og um vængjaða vél væri að ræða. Það gengur víst ekki með þyrlu :-)

Eldsnemma á laugardagsmorgun prófaði ég aftur og gekk nú allt miklu betur. Aðeins farið að birta af degi og sólin að koma upp. Smám saman lærði ég á gripinn og fékk tilfinningu fyrir því hvernig á að fljúga svona fjölþyrlu. Flaug svo nokkrum sinnum um daginn með GoPro2 og tók myndir.

Sem sagt, niðurstaðan er sú að þetta er algjör kostagripur. Ein með öllu, eða næstum. Oflug tölva, GPS, hröðunarskynjarar, 3ja ása gíró og áttaviti. Svo getur auðvitað vel verið að einhvern tíman seinna langi mann í eitthvað enn stærra og fullkomnara, en þá smíðar maður sjálfur sex- eða átta hreyfla vél, reynslunni ríkari af Phantom.

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 23. Sep. 2013 15:31:08
eftir Böðvar
Flottur gripur hjá þér Ágúst og þetta sýnir hvað það er núna mikil gerjun í flugmódel-hobbbýinu okkar

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstað: 23. Sep. 2013 22:04:20
eftir Haraldur
Maður lærir það fljótt með þyrlur að fyrstu viðbrögð við hættum á að vera að gefa í ekki slaka á gjöfinni. Þannig er oft hægt að redda sér út úr hættunni. Taka svo djúpan andadrátt og slaka vélinni til baka og lenda.