Síða 5 af 10

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 15. Mar. 2014 19:19:48
eftir Sverrir
Þeir segjast vera hættir með Fiji póst svo langt sem það nær...

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 15. Mar. 2014 19:20:24
eftir Haraldur
[quote=Agust]Ég með eina sæmilega stóra pöntun til HK á teikniborðinu. Nú veit ég ekki hvort ég eigi að þora að senda hana af stað eða leita annað...[/quote]

Ætti kanski fá að vera með í pakkanum og þá gætum við splæst í hraðsendingu? :)

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 16. Mar. 2014 13:03:57
eftir hrafnkell
Já ég myndi ekkert hafa áhyggjur af þessu Ágúst. Bara panta eins og venjulega. Ég held að þetta sé bara tilfallandi útaf fijipost.

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 16. Mar. 2014 13:10:45
eftir Agust
Ég spurði í gær sjálfan mig, hvers vega að vera að panta frá Hobby King, því ekki t.d. Tower Hobbies?

Í pöntuninni var m.a. Guardian stabilizer. Hann reyndist 10 dollurum ódýrari hjá Tower Hobbies ! Auk þess áttu þeir til efni sem ég ætlaði að fara að panta frá SMC því HK var ekki með það.

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 24. Mar. 2014 12:30:46
eftir hrafnkell
Engin sending, claim gluggi paypal runninn út. Næsta í stöðunni: leggjast í jörðina og grenja?

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 24. Mar. 2014 13:04:34
eftir maggikri
[quote=Agust]Ég spurði í gær sjálfan mig, hvers vega að vera að panta frá Hobby King, því ekki t.d. Tower Hobbies?

Í pöntuninni var m.a. Guardian stabilizer. Hann reyndist 10 dollurum ódýrari hjá Tower Hobbies ! Auk þess áttu þeir til efni sem ég ætlaði að fara að panta frá SMC því HK var ekki með það.[/quote]

Ágúst, ég spurði mig líka að þessari spurningu, ég er búinn að taka nokkrar pantanir frá Towerhobbies síðan, það er líka vegna þess að ég er að "upgrade hardware" m.a í kit um frá HK. En ég panta líka frá HK og finnst þeir frábærir þegar þeir eru ekki að rugla með þessar sendingar. Ég er t.d búinn að taka rafhlöður núna frá HK europe warehouse og þær koma alveg á réttum tíma ef þær eru til. Vörur eru dýrari þaðan en sendingarkostnaður ekki eins dýr og ekki tracking.
kv
MK

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 24. Mar. 2014 13:08:08
eftir Solvi
Ég myndi ekki stressa mig á þessu. Þetta kemur á endanum. Síðast þegar ég pantaði frá Hobby King fór það eftir þessari frábæru leið í gegnum Fijipost, það tók 1 og hálfan mánuð. Algjört rugl náttúrlega að þurfa bíða svona lengi.

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 24. Mar. 2014 13:15:37
eftir hrafnkell
[quote=Solvi]Ég myndi ekki stressa mig á þessu. Þetta kemur á endanum. Síðast þegar ég Pantaði frá Hobby King fór það eftir þessari frábæru leið í gegnum Fijipost, það tók 1 og hálfan mánuð. Algjört rugl náttúrlega að þurfa bíða svona lengi.[/quote]

Já, en nú eru liðnir rúmir 2 mánuðir síðan sendingin mín lagði af stað :)


Þetta reddast sennilega. Það á bara eftir að taka helv. langan tíma hugsa ég.

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 25. Mar. 2014 13:56:41
eftir Sverrir
Það var að detta til landsins sending sem ég pantaði í lok febrúar frá HK, 15 daga í pósti frá Fiji miðað við tracking upplýsingarnar.

Hrafnkell þú getur líka beðið þá um endurgreiðslu(í bónuspunktum) og notað hana til að kaupa þetta aftur eða þá í eitthvað annað. Svo ef menn vilja fara í hart þá er yfirleitt hægt að fara í gegnum kortafyrirtækin í allt að 90 daga. En ég myndi skoða bónuspunktana fyrst.

Re: Hobbyking að senda í gegnum Fijipost, einhver pantað nýlega?

Póstað: 25. Mar. 2014 14:03:09
eftir maggikri
[quote=Sverrir]Það var að detta til landsins sending sem ég pantaði í lok febrúar frá HK, 15 daga í pósti frá Fiji miðað við tracking upplýsingarnar.[/quote]

Til hamingju með það!
kv
MK