Síða 5 af 11

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 11. Nóv. 2007 19:23:00
eftir Gaui
Eftir að hafa hugsað málið vandlega í dáldinn tíma, þá ákvað ég að tvö rör væru betri en eitt. Ég var hræddur um að vírarnir gætu hugsanlega snúist saman í rörinu og það gæti orsakað tregðu á þeim, þó hana væri ekki að finna núna. Hún gæti komið þegar tog er komið á vírana. Svo ég setti annað rör í vænginn áður en ég lokaði honum:

Mynd

Og svo setti ég efra skinnið á:

Mynd

Ég ákvað líka að breyta uppsetningu loftbremsanna. Ég tók út 10mm balsann sem ég hafði ætlað að líma bremsurnar á og setti í staðinn 5x5mm lista framan á þær og límdi þá fasta. Svo límdi ég bremsurnar í eftir að hafa útbúið smá rörstubb og léttkrossvið sem halda á móti stönginni sem lyftir bremsunum:

Mynd

Hérna er servóið og bremsan í lokaðri stöðu:

Mynd

Og hér í opinni stöðu:

Mynd

Svo setti ég skinnið í kringum bremsurnar:

Mynd

og við vængrótina:

Mynd

Það eru líka hellingur af þríhyrningum úr balsa sem þarf að skera út og líma ofan á rifin:

Mynd

Nú var hægt að skera hallastýrin af með góðri sög:

Mynd

Tveir 5mm balsaplankar voru síðan límdir framan á hallastýrið og aftan á vængbrúnina:

Mynd

Þetta þarf núna að harðna almennilega til að hægt sé að pússa það.

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 18. Nóv. 2007 21:44:35
eftir Gaui
Nokkrir 0,8mm krossviðarbútar eru notaðir til að skreyta hallastýrið. Þeir verða síðan pússaðir niður á réttan hátt eins og var á fyrirmyndinni.

Mynd

Svipaðir þríhyrningar úr krossviði eru settir á vænginn sjálfan:

Mynd

Ég formaði til 5mm balsann framan á hallastýrinu svo ég gæti sett lamir í hann og gert hallastýrið hreyfanlegt. Þar sem þetta hallastýri er yfir metri að lengd ákvað ég að hafa fimm lamir.

Mynd

Síðan var frambrúnin límd á og formuð. Ég er ekki enn búinn að pússa hana í endanlegt form.

Mynd

Ég setti balsakubba til að halda við rörin þar sem stýrivírarnir í hallastýrin koma út úr vængnum.

Mynd

og ofan á það setti ég plötu úr 0,8mm krossviði:

Mynd

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 30. Mar. 2008 18:52:45
eftir Gaui
Jæja, ég er kominn heim í heiðardalinn ! (eða þannig)

Þar sem ég er nú laus við Decathlon módelin hans Þrastar, þá get ég snúið mér að mínum eigin módelum og (vonandi) klárað Grunau Baby áður en vorar almennilega.

Ég byrjaði á því að setja 2mm balsa skinn ofan og neðan á seinni vænginn, setja balsa lista á frmbrúnina, skera hallastýrið frá og líma 5mm balsa framan á það:

Mynd

Síðan kíkti ég á skrokkinn og ákvað að setja hurðina á boxið sem rofinn er í. Ég límdi tvær litlar járnplötur á hurðina og síðan Hysolaði ég tvö lítil segulstál í balsakubbum inn í hólfið. Segulstálin koma síðan (vonandi) til með að halda hurðinni lokaðri nema akkúrat þegar mig langar til að fikta í rofanum:

Mynd

Ef allt fer eins og ég ætlaði, þá ætti ég að ljúka smíði á þessari svifflugu frekar fljótt, svo þið skuluð ekki hafa augun af þessum skjá!

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 30. Mar. 2008 21:47:50
eftir Björn G Leifsson
Mér datt í hug að þetta mundi kveikja í Gauja... en þurfti kannski ekki til?

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 30. Mar. 2008 23:25:06
eftir Gaui
Takk Björn, þetta glæddi nokkra neista - þó að engin sæist Grunau Baby, þá voru nokkrar níur á flugi þarna.

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 6. Apr. 2008 22:14:25
eftir Gaui
Loftbremsan er nú á leiðinni í seinni vænginn og á meðan hún er að harðna byrjaði ég að pússa niður krossviðarhornin á vængjunum. Þetta eru litlir þríhyrningar úr 0,8mm krossviði sem halda vængnum saman.

Það má segja að ýmis verk í módelsmíðinni, eins og að byrja nýjan skrokk eða væng, séu skemmtileg. Önnur, eins og að líma niður balsa skinn á skrokk, eru ekki eins skemmtileg. Og svo kma verke sem eru bara hreinlega leiðinleg. Á vængjunum tveim eru nákvæmlega 104 krossviðar horn sem öll þarf að pússa niður svo þeu lítu út eins og á fyrirmyndinni. Hér á sjá eitt ópússað hægra megin og annað pússað vinstra megin:

Mynd

Og hér er annað hallastýrið tilbúið og hitt eftir. Þetta kemur til með að taka eilífðartíma. Sjáumst eftir svona 20 ár :o

Mynd

Það eina sem ég hugga mig við er að þegar ég er búinn að þessu og búinn að klæða yfir þetta með Solartexi, þá kemur enginn til meða sjá þett – en ég veit af því þarna :) .

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 6. Apr. 2008 23:21:26
eftir Sigurjón
[quote=Gaui]. Sjáumst eftir svona 20 ár :o[/quote]
Það er allavega styttri tími en 30 árinn sem ég á eftir í mínu project-i :)

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 6. Apr. 2008 23:33:47
eftir Sverrir
[quote=Sigurjón]Það er allavega styttri tími en 30 árinn sem ég á eftir í mínu project-i :)[/quote]
Get ég bókað túr eftir 30.5 ár með þér? :)

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 13. Apr. 2008 22:21:38
eftir Gaui
Ég bjó til stífur fyrir stélið úr kopar rörum sem ég flatt í annan endann og boraði og skrúfaði síðan á stélið. Hvor stífa er gerð úr tveim rörum þar sem annað er minna í þvermál og passar akkúrat innan í hitt:

Mynd

Nú er auðvelt að skrúfa stífuna á stélið og skrokkinn án þess að hafa áhyggjur af lengdinni og síðan einfaldlega lóða rörin saman (án þess – vonandi – að kveikja í skrokknum):

Mynd

Þá eru það vængstífurnar næst – eða endarnir á þær – stífurnar sjálfar þurfa að bíða aðeins.

Ég bjó stífuendana til úr ýmsum hlutum. Neðri endana gerði ég úr koparhring úr stýrisarmi með 4mm gati, 4mm snittteini og snitthulsu. Ég stækkaði skrúfugatið á hringnum og silfurkveikti snittteininn í það. Snitthulsan verður límd inn í stífuna og þá verður hægt að stilla lengd hennar:

Mynd

Hér er neðri endinn á skrokknum:

Mynd

Efri endann gerði ég úr koparröri sem passar á milli festinganna á vængnum og ræmu af kopar:

Mynd

Ég notaði skrúfstykki til að beygja koparræmuna utanum stáltein með sama þvermál og rörið:

Mynd

Síðan silfurkveikti ég rörið og ræmuna saman:

Mynd

Hérna er endinn kominn á vænginn. Ég nota síðan Hysol og hnoð til að festa þetta á stífuna:

Mynd

Til að ljúka smíði stífanna vantar mig tvær spýtur sem eru 30 x 10 mm og um 500 mm á lengd.

Þá var komið að vængendunum. Ég setti hallastýrin á og festi þau rækilega í núllstöðu til að fá lögun vængendanna rétta og svo límdi ég þá á:

Mynd

Til að forma endana ákvað ég að setja nýtt blað í gamla góða balsahefilinn, svo ég vippaði því gamla úr, braut það í tvennt og stakk brotunum í litla krukku sem ég nota undir gömul hnífsblöð (það er saga á bakvið þessa krukku sem ég segi kannski síðar). Þá komst ég að því að þetta hafði verið síðasta hefilblaðið mitt.

Mig langaði virkilega til að forma vængendana núna um helgina, svo ég skellti nýju blaði í hobbý-hnífinn minn og byrjaði að tálga endana (mjög varlega) eins og ég hef séð Dave Platt gera í afar fróðlegum myndum sem hann hefur gert. Ég held að ég hafi bara náð að gera þetta sæmilega og tálgunin tók minni tíma en ég hafði gert ráð fyrir:

Mynd

Samkvæmt teikningunum, þá eru hallastýrin innfellt, það er, afturbrún vængendans er hluti af vængnum en ekki hallastýrinu. En þegar ég skoðaði upprunalegu Grunau Baby teikningarnar sem ég hafði náð í, þá kom í ljós að þetta er ekki rétt:

Mynd

Ég gekk því úr skugga um að endinn á hallastýrunum væri rækilega límdur við vængendakubbinn og síðan notaði ég sög til að saga út úr hallastýrinu:

Mynd

Hallastýrin eru nú svo til tilbúin og í næstu viku getur verið að ég byrji að klæða þau. Ég er núna að pússa vængina og að reyna að fá loftbremsurnar til að flútta við efri brún vængsins.

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 23. Mar. 2011 21:24:43
eftir Sverrir
Búinn að fá mótor og hjólastell? Mynd Er hún eitthvað á leiðinni upp á borð aftur?