Skúrkar eru ömmur meðvitaðir um sóttvarnir þessa dagana og gerðu tilraunir með ýmsan búnað til að halda aftur af smiti

- 20200315_101251.jpg (153.03 KiB) Skoðað 2918 sinnum
Meira að segja Helmut og Blondi settu upp öndunargrímur.

- 20200315_101044.jpg (149.44 KiB) Skoðað 2918 sinnum
Annars var Árni duglegastur við Miguna og hamaðist við að setja stélið á, eins og sést í þessum pósti. Hér er hann að bera stélið við Miguskrokkinn og reyna að ákveða hvar taka skuli rifu.

- 20200315_104116.jpg (131.91 KiB) Skoðað 2918 sinnum
Rifan var svo gerð á besta stað við áköf fagnaðarlæti vistaddra, eins og sóttvarnir leyfðu.

- 20200315_105358.jpg (152.65 KiB) Skoðað 2918 sinnum
Stélkambur með stélflötinn í var síðan prófaður í rifuna.

- 20200315_110047.jpg (117.47 KiB) Skoðað 2918 sinnum
Spurning hvort þetta passar. Það þarf að kíkja þetta nákvæmlega.

- 20200315_110239.jpg (147.84 KiB) Skoðað 2918 sinnum
Samanburður: Veiðimaðurinn hefur örlítinn vinning á Miguna.

- 20200315_110853.jpg (152.95 KiB) Skoðað 2918 sinnum
Hér er Mummi búinn að klippa til flugmannsklefann og stilla honum á (það er hvít varnarfilma á klefanum).

- 20200315_112020(0).jpg (131.57 KiB) Skoðað 2918 sinnum
Nú vantar flugmann, svo mál er tekið af Mummanum.

- 20200315_112237.jpg (153.1 KiB) Skoðað 2918 sinnum
Á meðan er Vofan komin með allan þann silfurpappír sem þarf. Nú vantar bara svart.

- 20200315_113105.jpg (139.17 KiB) Skoðað 2918 sinnum
Mummi byrjaður að tálga kall. Hann er ekki stór (kallinn, ekki Mummi), svo þetta ætti ekki að taka mikinn tíma.

- 20200315_113220.jpg (90.48 KiB) Skoðað 2918 sinnum
Þegar stélkambar eru límdir á þotur, þá þarf að kíkja allt nákvæmlega áður en líminu er sullað á.

- 20200315_113446.jpg (144.36 KiB) Skoðað 2918 sinnum
Og svo er límt.

- 20200315_113845.jpg (114.61 KiB) Skoðað 2918 sinnum
og límt.

- 20200315_113856.jpg (128.06 KiB) Skoðað 2918 sinnum
Á meðan er Vofan komin með svart. Þetta þýðir að öll plastfilma er komin á hana og nú má fara að líma stýrin á og finna flugkall.

- 20200315_120334.jpg (136.42 KiB) Skoðað 2918 sinnum
