Síða 7 af 11

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 4. Jan. 2013 19:40:27
eftir Gaui
Þá er komið að því að klæða efra borðið á vængnum:

Mynd

Þessi vængur er STÓR !!

Mynd

Ég stóðst ekki mátið að taka smá lúft-gítar sóló:

Mynd

:cool:

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 5. Jan. 2013 17:12:50
eftir Gaui
Solartexið vildi ekki sitja fast á loftbremsunum, svo ég náði í smá glerfíber og epoxý kvoðu:

Mynd

Mynd

Litamunurinn er vegna þess að ég er að nota Solartex sem ég átti í staðinn fyrir að kaupa yfir 10 nýja metra f efni. Þetta er nógu dýrt samt.

:cool:

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 19. Jan. 2013 22:01:23
eftir Gaui
Ég pússaði glefíberinn sem stóð út af bremsunum og málaði aðra umferð af epoxý á þær. Þegar það er orðið hart, þá pússa ég bremsurnar niður og þá eru þær tilbúnar.

Mynd

Og þá var kominn tími fyrir stífurnar. Ég átti smá stöng af lindit?e sem ég sagaði í réttar lendir og heflaði svo og pússaði þar til laginu var náð. Svo sagaði ég rauf í annan endann og setti vængfestinguna í.

Mynd

Hinn endinn kemur bráðlega ef ég get slitið mig frá nöktum konum í Eyjafjarðarsveit (ég er hvíslari í Freyvangsleikhúsinu núna).

:cool:

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 7. Feb. 2013 22:44:23
eftir Gaui
Risa stökk í dag. Ég límdi stífurnar á. Ég byrjaði með því að leggja vængina á hvolfi á smíðabrettið og síðan setti ég skrokkinn á milli þeirra. Boltarnir smullu í eins og ekkert væri og svo stillti ég stýfurnar á sína staði.

Mynd

Hér er festingin við skrokkinn:

Mynd

og hér er festingin upp í vænginn:

Mynd

Ég sullaði helling af Hysol á allar festingarnar á báðum stífum og svo gekk ég úr skugga um að skrokkurinn sæti réttur miðað við vænginn:

Mynd

Nú þarf þetta að bíða svona þar til á morgun á meðan Hysolið harðnar. Mér finnst ég hafa áorkað heilmiklu í dag þó þetta hafi bara verið ein líming. Og ég hav sérlega hyssa á hvað þessi sviffluga er stór og plássfrek þegar hún er komin saman. Hún verður líklega enn stærri þegar hún situr á réttum kili.

Sjáumst

:cool:

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 9. Feb. 2013 17:00:53
eftir Gaui
Ég klaraði stýrfurnar, setti á þær 100 gr/m2 glerfíber og epoxý kvoðu. Þetta ætti að gera þær miklu sterkari:

Mynd

Svo setti ég vélina saman upprétta. Og, já, hún er miklu stærri þannig:

Mynd

Svo klippti ég 7sm braiða ræmu af áli sem var nógu löng til að ég gæti sett hana á miðjan vænginn. Ég beygði hana til og boraði göt svo hún passaði á vænginn að framan. Svo skrúfaði ég tvær skrúfur í vegginn fyrir aftan:

Mynd

Aftari endann beygði ég í krók svo hann getur haldið í afturbrúnina á vængnum:

Mynd

Hún er farin að líta vel út og kominn tími fyrir Sigga að taka verkið út.

Mynd

Bendi var líka að ímynda sér hvernig væri að sitja í henni.

Mynd

Nú þarf ég bara að skreppa niður í Litaland og ná mér í dollu af ljós-kremaðri málningu og síðan reyna að grafa sprautukönnuna upp og kveikja á loftpressunni.

:cool:

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 18. Feb. 2013 20:21:06
eftir Gaui
Ég byrjaði að dreyfa lit á helginni. Ég fór í Litaland og náði mér í lítra af rjómagulri (cream) innanhússmálningu. Svo fór ég heim með stélhlutana og byrjaði að sprauta. Ég verð að fara með módelið í hlutum heim til að sprauta það, því ég einfaldlega hef ekki pláss fyrir alla vélina í einu. Og það er ekki möguleiki að sprauta niðrí Slipp og dreifa ryki á allt og alla.

Hér er stélið að þorna.

Mynd

Ég byrjaði á því að prófa stóra sprautukönnu sem ég á, en fannst ég engan vegin hafa neina stjórn á neinu, svo ég tók upp gamla góða Badgerinn sem hefur reynst mér svo vel.

Mynd

Það kann að hljóma asnalega að sprauta svona stóra vél með svona lítilli sprautu, en mér finnst ég hafa alla þá stjórn á málningunni sem ég þarf og ég get sett alla dropa nákvæmlega þangað sem ég held að þörf sé á þeim.

:cool:

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 18. Feb. 2013 23:37:37
eftir Sverrir
Góður!

[quote=Gaui]Það kann að hljóma asnalega að sprauta svona stóra vél með svona lítilli sprautu, en mér finnst ég hafa alla þá stjórn á málningunni sem ég þarf og ég get sett alla dropa nákvæmlega þangað sem ég held að þörf sé á þeim.[/quote]

Eru menn ekki allir í skalanum!?

Þá er um að gera að hafa málningarsprautuna í ca. réttum skala líka!!! :cool:

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 24. Feb. 2013 14:37:13
eftir Gaui
Ég sprautaði hvítt, rautt og svart á hliðarstýrið. Þjóðverjar voru ekkert að fara í felur með merkingarnar á fjórða áratugnum.

Síðan gerði ég tilraun með glært sprey sem þeir flytja inn og selja í Litalandi. Það kallast Gold Acrylic og þornar á nokkrum mínútum. Mér var sagt að það væri tiltölulega sveigjanlegt þegar það þornar, svo þá á ekki að brotna á Solartexinu eins og ég hef séð bílamálningu gera. Árni Hrólfur spurði hvort þetta þyldi eldsneyti, en ég hef ekki áhyggjur af því núna vegna þess að þetta er sviffluga. Geri líklega einhverjar tilraunir með það síðar.

Mynd

:cool:

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 24. Feb. 2013 17:06:46
eftir Flugvelapabbi
Sæll Gaui,
Er ekki rauði liturinn of ljos hja þer, drengirnir hans Adolfs saluga notuðu nokkuð
dökkan rauðan lit, spurning ?
Kv
Einar Pall

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstað: 24. Feb. 2013 18:52:41
eftir Gaui
Getur verið -- ég fékk þetta út úr einhverri bók. Hins vegar er myndin skærari en raunveruleikinn vegn þess að ég nota flass.

:cool: