Síða 1 af 1

Re: Úr balsarykinu

Póstað: 4. Nóv. 2007 16:15:36
eftir Gaui
Tvö heilræði sem ég vil koma á framfæri:

Í fyrsta lagi, þá hef ég undanfarin ár notað allar gerðir hnífa sem seldar eru til að skera allt frá balsa uppí (oníi ??) koparrör og allt þar á milli. Ég hef yfirleitt hrokkið til baka á X-acto blöð nr. 11 eftir að prófa eitthvað annað. Núna á þessum tímum einnota menningar eru einnota hnífar af dúkahnífagerðinni mjög algengir, en ég hef ekki getað notað þá vegna þess að þeir þola bara ekki neitt -- það er, hnífarnir sjálfi, ekki blöðin.

En núna er ég buinn að finna besta hnífinn og það var Guðmundur vinur minn Haraldsson sem sýnid mér hann fyrst. Þetta er hnífur eins og þessir einnota, nema að hann er úr ryðfríu stáli. Það hefur verið hægt að fá þá undir nafni Stanley, en síðast um daginn fann ég þá í Litalandi undir nafninu MetalSlim. Þeir kostuðu 590 krónur.

Mynd

Ég veit að maður getur keypt sex einnota fyrir sama verð, en ef ég treysti ekki hnífnum til að halda blaðinu, þá vil ég freka eyða smá peningi til að fá það sem ég þarf.

Hitt sem ég ætlaði að nefna er að um daginn datt mér í hug að kíkja inn á málmsmíðaverkstæði og athuga hvort þeir ættu ekki eitthvað af stálbútum sem ég gæti fenið og notað sem farg. +Eg fékk helling af þeim. Þeir voru allir á milli 5 og 15 sm langir og mismunandi þykkir og breiðir. Þegar ég skellti þeim á vigtina kom í ljós að þeir eru á milli 300 og 1500 grömm, mun þyngri en ég gerðiu ráð fyrir.

Mynd

Fyrir utan þetta augljósa, að nota þessa búta sem farg, þá kom strax í ljós önnur notkun á þeim. Þar sem öll horn á þeim eru rétt, þá má nota þá til að raða t.d. vængrifjum á bita þannig að þau séu rétt:

Mynd

Prófið að fara inn á næsta málmsmíðaverkstæði og athuga hvort þeir eru ekki með svona stutta búta af alls konar stáli og prófílum sem þeir myndu henda annars. Ef þið segið frá til hvers þið ætlið að nota þetta, þá er aldrei að vita nema þið finnið fyrir laumuflugáhugamenn sem vilja ólmir gera ykkur greiða.

Re: Úr balsarykinu

Póstað: 4. Nóv. 2007 17:36:20
eftir Björn G Leifsson
Bara svona af því ég hef ekkert annað að gera og þarf líka alltaf að láta ljós mitt skína,,, þá ætla ég að bæta hérna við heilræðið hans Gauja um stálkubbana.
Eitt af mínum djásnum er lítill haugur af L-laga álprófílbitum (2,5 x 40 x 60 mm) sem eru afskorningar af prófílum notuðum í húsklæðningu.
Ótrúlega fjölhæft notagildi. Hef ma límt sandpappír á þá sem slípiklossa, notað sem vinkla við límingar og loks sem smíðaefni sbr þessa mynd:

Mynd

meira hér og hér

Re: Úr balsarykinu

Póstað: 11. Nóv. 2007 19:08:50
eftir Gaui
Og enn bendi ég á verkfæri sem er alveg svakalega flott. Þetta er bakkasög sem GUmmi fann einhverst staðar á netinu (íbei) og eftir að hafa prófað hana vildi ég helst ekki láta Gumma hafa hana aftur. Þá lofaði hann því að hann myndi senda mér slóðina á kallinn sem vara að selja, svo ég sleppti henni aftur. Hér er mynd:

Mynd

Þegar Gummi sendir mér slóðina, þá pósta ég heni hérna inn (ef Gummi gerir það bara ekki sjálfur.)

Nú er ég búinn að fá slóðina. Hún er þessi: http://cgi.ebay.co.uk/NEW-TAMIYA-Craft- ... dZViewItem