Scheibe SF-28 Tandem Falke
Póstað: 8. Okt. 2020 23:26:19
Ég byrjaði að fljúga flugmódelum sumarið 1978 og þá var bara flogið á Sandskeiði, fyrir ofan Reykjavík. Þar sá ég rauða og hvíta mótorsviflugu, sem virtist ekki hafa mikið vélarafl: Scheibe SF-28 Tandem Falke.
Það virtust ekki vera margir sem flugu henni. Mér sýndist Hörður Hjálmarsson fljúga henni mest, góðlegur maður, sem var alltaf tilbúinn að segja til, hafði smíðað flugmódel áður, en var mest í sviffluginu á þessum tíma. Hann virtist líka búa á Sandskeiði – var kominn langt á undan öllum öðrum og fór síðastur. Það kom líka í ljós að hann átti það til að koma sér fyrir á milli þúfna og sofa úti ef veður var gott.
Mér fannst Tandem Falke alltaf þetta spennandi flugvél, en vissi ekki að til væri teikning af módeli af henni fyrr en ég sá að Cliff Charlesworth, frumkvöðull í hönnun og smíði svifflugumódela hafði teiknað eina slíka. Ég pantaði teikninguna hans frá Scale Soaring UK og síðan bókina hans, Scale Model Gliders frá Sarik Hobbies. Þar fékk ég líka glerið ofan á flugmannsklefann og vélarhlífina. Nú er ekki aftur snúið.
Ég byrjaði á því að efna niður í módelið (mér finnst það líka gaman) og hér eru öll rifin og eitthvað af balsa og listum komið.
Ég segi betur frá því hvers konar flugvél þetta er, hvað módelið er stór o.s.frv. í næstu póstum og síðan fáið þið að fylgjast með því þegar ég set þetta módel saman.
gaui8
Það virtust ekki vera margir sem flugu henni. Mér sýndist Hörður Hjálmarsson fljúga henni mest, góðlegur maður, sem var alltaf tilbúinn að segja til, hafði smíðað flugmódel áður, en var mest í sviffluginu á þessum tíma. Hann virtist líka búa á Sandskeiði – var kominn langt á undan öllum öðrum og fór síðastur. Það kom líka í ljós að hann átti það til að koma sér fyrir á milli þúfna og sofa úti ef veður var gott.
Mér fannst Tandem Falke alltaf þetta spennandi flugvél, en vissi ekki að til væri teikning af módeli af henni fyrr en ég sá að Cliff Charlesworth, frumkvöðull í hönnun og smíði svifflugumódela hafði teiknað eina slíka. Ég pantaði teikninguna hans frá Scale Soaring UK og síðan bókina hans, Scale Model Gliders frá Sarik Hobbies. Þar fékk ég líka glerið ofan á flugmannsklefann og vélarhlífina. Nú er ekki aftur snúið.
Ég byrjaði á því að efna niður í módelið (mér finnst það líka gaman) og hér eru öll rifin og eitthvað af balsa og listum komið.
Ég segi betur frá því hvers konar flugvél þetta er, hvað módelið er stór o.s.frv. í næstu póstum og síðan fáið þið að fylgjast með því þegar ég set þetta módel saman.
gaui8
