Síða 1 af 2
Re: OS 91 4-gengisvél
Póstað: 11. Mar. 2008 17:44:15
eftir Björn G Leifsson
Jæja félagar, nú vantar mig ráð.
Ég á einn forláta OS .91 FSII-P (0,91 rúmtommu fjórgengisvél með eldsneytispumpu) sem mér þykir ákaflega vænt um.
Hann er ég nú búinn að setja í Edge 540 (Protech) sem ég er búinn að gera upp, nokkurs konar "ókeypisvél" því ég var eiginlega búinn að afskrifa hann eftir bæði brotlendingu og bílskúrsslys. Ég tímdi þó ekki að henda brakinu og nú er það sem sagt komið saman aftur í (vonandi) flughæft ástand.
Nú... ég er búinn að koma mótórnum fyrir með öllum kúnstum og kynjum og kem honum svo í stuttu máli,,, ekki í gang.
Vandleg greining á vandamálinu leiðir í ljós að pumpan pumpar en það virðist ekki komast eldsneyti áfram gegnum blöndunginn nema smávegis þegar ég opna nálina upp á gátt 5-6 snúninga.
Mig grunar að annaðhvort sé pumpan slök eða regúlatórinn bilaður eða bæði þvi ég er búinn að taka sundur og hreinsa gegnum allt kerfið og skoða þetta í bak og fyrir. Meira að segja búinn að taka regúlatorinn í sundur og blaðkan í honum virðist heil svo og gormarnir.
Pumpan er lokuð eining sem þarf að skipta út í heilu lagi.
Einnig búinn að skipta út öllum slöngum og stilla ventla og hvaðeina.
Pumpa og regúlator er svo sem til hjá Tower hobbies en kostar heila $57 fyrir
pumpuna og $60 fyrir
karbatorhús með samsettum regúlator.
Einhver sem hefur reynslu af þessu að miðla mér eða amk góð ráð áður en ég gefst upp og panta dýrindin?

Re: OS 91 4-gengisvél
Póstað: 11. Mar. 2008 21:38:58
eftir einarak
ertu viss um að hún sé ekki að fá nóg eldsneyti? ertu búinn að prufa að skvetta nokkrum dropum í hana (snapsa) og sjá hvort hún tekur púst? ertu búinn að fara yfir ventlana?
Re: OS 91 4-gengisvél
Póstað: 11. Mar. 2008 22:11:28
eftir Björn G Leifsson
[quote=einarak]ertu viss um að hún sé ekki að fá nóg eldsneyti? ertu búinn að prufa að skvetta nokkrum dropum í hana (snapsa) og sjá hvort hún tekur púst? ertu búinn að fara yfir ventlana?[/quote]
Ójá, búinn að liggja yfir henni með dropaglas og rokkerarnir hafa aldrei áður fengið þvílíka athygli af "fölernum"
Hún sprengir vel af smá skvettu í innsogið.
Venjulega þá præmar maður með dauða glóð og hálfopna þróttlu þangað til úðast eldsneyti úr pústinu. Núna er pústið þurrt eins og saharavindurinn, nema ég dreypi í innsogið. Pumpan sogar upp og sullar gegnum sig og ég er búinn að fara gegnum öll göt í karbóratornum og skola og blása í gegn svo það er ekki stífla í dæminu.
Ætli ég verði ekki að fjárfesta í bæði pumpu og regúlator. Nokkuð viss um að það lifni yfir henni með því...
en manni finnst það nokkuð feitt að þessir hlutir kosti uþb þriðjung af nýrri vél

(og ekki ódýrara í UK heldur)
Re: OS 91 4-gengisvél
Póstað: 11. Mar. 2008 22:18:32
eftir Eiður
þegar blásið er í þetta kemst þá loft í gegn??.það er kanski hugsanlegt að það sé drulla þarna.ég lenti einu sinni í veseni með blöndung í skellinöðru sem lét svona þá gekk einmitt að snafsa hann eins og einar bendir á en þegar það var búið þá var allt dautt,lækningin við þessu í mínu dæmi var að skrúfa allar stilli skrúfur úr hella bensíni inní allt og blása út með loftpressu þannig virtist eitthvað losna og mótorinn var við ágæta heilsu á eftir.
Re: OS 91 4-gengisvél
Póstað: 11. Mar. 2008 22:49:15
eftir Björn G Leifsson
[quote=Eiður]þegar blásið er í þetta kemst þá loft í gegn??.það er kanski hugsanlegt að það sé drulla þarna.ég lenti einu sinni í veseni með blöndung í skellinöðru sem lét svona þá gekk einmitt að snafsa hann eins og einar bendir á en þegar það var búið þá var allt dautt,lækningin við þessu í mínu dæmi var að skrúfa allar stilli skrúfur úr hella bensíni inní allt og blása út með loftpressu þannig virtist eitthvað losna og mótorinn var við ágæta heilsu á eftir.[/quote]
Been there, done that.... verið þar, gert það.
Re: OS 91 4-gengisvél
Póstað: 12. Mar. 2008 11:54:39
eftir maggikri
Sæll Björn. Þetta pumpudrasl er aldrei til friðs. Þó að ég hafi ekki mikla reynslu af pumpum þá hef ég ekki séð þær virka. Ég var með eina (að vísu ekki í OS) sem ég fékk aldrei til að virka. Ég plöggaði bara beint í blöndunginn og þá gekk allt vel en að vísu án dælu. Er það ekki hlutverk dælunnar að halda bensínflæði stöðugu(F3A pæling) hvernig sem vélin snýr, en hún fær ekkert eldsneyti ef að clunkurinn virkar ekki rétt í tanknum. Þetta á ekki ekki að auka kraft í mótor er þeð ekki rétt skilið. Ég held að Sverrir verði að koma inn í þessa umræðu og spyrjast fyrir um þetta hjá hans félögum út í heimi sem hafa prófað allt og á spjallrásunum(erlendum, ég held að þeir séu með svör við öllu)
kv
MK
Re: OS 91 4-gengisvél
Póstað: 12. Mar. 2008 14:10:40
eftir benedikt
Finnur þú vacum á nipplinum aftan á húsinu þegar þú snýrð sveifarás ?
ég er með pumped 91 tvígengis í þyrlu það safnast oft olía í nipplinum og stíflar hann, þá virkar ekki perry-pumpan
Re: OS 91 4-gengisvél
Póstað: 12. Mar. 2008 15:08:39
eftir benedikt
Það er reyndar mikil umræða um pumped mótora í þyrluheiminum, hér er eitt svar:
Here is what you do:
1) Turn the low needle out two turns.
2) Turn the mid needle out one turn, then back in 1/2.
3) Tap on the high needle three times.
4) Remove the carb, clean it, put it back on.
5) Tap on the pump four times, take it off and on two times.
6) Drop the engine from the heli, and make sure it turns over well with the plug out. Put hotter plug back in. Turn over 3.5 times.
7) Pick up engine with right hand, lift trash can cover with left hand, dump engine in trash.
8) Turn on computer and order YS91....
Re: OS 91 4-gengisvél
Póstað: 12. Mar. 2008 17:01:42
eftir Björn G Leifsson
Hehe...
Jú takk,, þessi mótor virkaði fínt á sínum tíma.
Mig grunar að pumpan sé orðin eitthvað slök. Góður punktur hjá Benna, ég gleymdi að athuga nippillinn í bakplötunni, þar gæti verið tregða þó það sé örugglega ekki alveg stíflað.
Varðandi greiningar- og úrlausnaferlið í seinna innleggi Benna, þá get ég bara sagt að YS91 (sem reyndar heitir nú YS 110) er enn flóknari og stundum dyntóttari mótor með ekki bara pumpu og regúlator heldur líka forþjöppun.,,,, en alveg svakalega góður þegar manni tekst að vera vinur hans.
Pumpan gegnir því hlutverki að tryggja eldsneytisflæði til mótorsins. Annars er algengast að setja slöngu úr pústkútnum og til tanksins til að gefa þrýsting sem ýtir eldsneytinu að karbatórnum. Pumpan kemur í staðinn og sogar eldsneytið til mótorsins.
Oftast, og líka í þessu tilviki er karbatorinn sérútbúinn með svokölluðum regúlator sem stýrir flæðinu enn frekar.
Það er nú ekki rétt hjá Magga að þetta sé alltaf til vanþrifa. Þegar það virkar þá svínvirkar það. En hlutir ganga úr sér.
Hvorttveggja pumpan og regúlatórinn byggja á sílíkón-þynnu sem getur ýmist rifnað eða misst eðliseiginleika sinn og þá er ekki um annað að gera en að skipta um.
Ef manni verður á að nota steinolíu eða þess háttar til þess að þrífa þetta þá eru þessar þynnur ónýtar. Þær þola heldur ekki allar after-run olíur. Kannski er það það sem ég feilaði á,,, að setja after-run olíu gegnum þetta?
Í YS mótorum skiptir maður bara um sjálfa þynnuna sem kostar lítið en hér virðist þurfa að kaupa allt drallið í samsettum júnittum á morð fjár.
Nújæja... ætli ég setji ekki bara OS .61 FS tvígengismótorinn minn í Edge-inn...
Og panti svo þessa varahluti næst þegar ég held að konan sé ekki að fylgjast með VISA-yfirlitunum

Re: OS 91 4-gengisvél
Póstað: 12. Mar. 2008 22:23:21
eftir benedikt
Reyndar, þá er þetta úr þyrluþræði, OS þyrlumótorar eru með 3ja nála blöndung og er hann mjög dittóttur, og svo ofan á þá er þessi pumpaða útgáfa ofan á..
En YS 91 2 stroke þyrlumótorinn er bara venjulegur non-pumped, non-supercharged etc.. og á að vera mjög einfalldur og bara mjög áreiðanlegur, svo ég var kanski aðeins að rugla þessu saman ;p ...en það er svona OS og YS rígur í þyrlunum.. einu merkin sem keppa þar.