Flugkvöld Hamranesi 13. september 2023
Póstað: 14. Sep. 2023 23:58:43
Frábært flugkvöld mikið flogið og Futaba 10J fjarstýringin hans Gústa fékk nýjan eiganda. Allt gekk vel utan eitt óhapp sem fór betur en áhorfðist í fyrstu. það var aðeins farið að skyggja klukkan að ganga átta um kvöldið, þegar próflaus fjarflugmaður missti sjónar og síðan í framhaldinu missti líka alla stjórn á flugi flugmódelsins, en bjargaði örugglega miklu að slökkva á mótor.
Skipulögð leit var gerð og flygildið fannst síðan krassað 700 metrum frá flugtaki á Hamranesflugvelli, hátt upp á Hamranesinu norð-vestan við Bleiksteinsháls, ( sem er vinsæll hangflugsstaður mikið notaður af F3F svifflugsmönnum, í S og SV vindáttum ) og handan við Hamranes háspennu möstrin 1 og 2, með alls sjö háspennu 220,000 V raflínur sem liggja til Álversins í Straumsvík, og það var ekki langt í byggðina á Völlunum.
En blessuð Lúpínan hávaxna bjargaði því síðan að skemmdir urðu óverulegar á flugmódelinu við krassið.,
Skipulögð leit var gerð og flygildið fannst síðan krassað 700 metrum frá flugtaki á Hamranesflugvelli, hátt upp á Hamranesinu norð-vestan við Bleiksteinsháls, ( sem er vinsæll hangflugsstaður mikið notaður af F3F svifflugsmönnum, í S og SV vindáttum ) og handan við Hamranes háspennu möstrin 1 og 2, með alls sjö háspennu 220,000 V raflínur sem liggja til Álversins í Straumsvík, og það var ekki langt í byggðina á Völlunum.
En blessuð Lúpínan hávaxna bjargaði því síðan að skemmdir urðu óverulegar á flugmódelinu við krassið.,