Re: Fokker D.VIII
Póstað: 15. Feb. 2009 18:52:09
Einhvern tímann í haust, í balsaryki og límvímu á Grísará, ákváðum við Gaui og Árni Hrólfur að þegar Das Ugly Stik smíðinni væri lokið myndum við hefja smíði á Fokker D.VIII. Þar sem það er öllum hugsandi mönnum ljóst að það borgar sig tæplega að smíða færri en 3 eintök af flugvélum í einu, ákváðum við að framleiða þrjár orrustuflugvélar samtímis.

Þar sem ég lauk svo loks við Stikkinn minn nýlega hef ég hafist handa við að búa til efnið í Fokkerana.
Fyrst er að skera efnið gróflega niður. Þarna sjást öll væntanleg vængrif - í þrjár vélar.

Síðan þarf að raða hverri rifjategund upp og festa ljósritaða útgáfu ofan á rifin. Við límum rifin saman með spray-lími, og notum sama lím til að festa ljósritið ofan á. Gott er svo að lokum að stinga 2 pinnum í gegnum rifin til að þau renni ekki til við sögun þar sem þetta lím gerir lítið meira en að tylla rifjunum saman.

Svo er einfaldlega sagað meðfram.

Hérna sést svo afrakstur dagsins. Nú á ég bara eftir að saga niður rúmlega þrjátíu vængrif til viðbótar.

Við vorum líka búnir að móta útlínurnar á hæðar- og hliðarstýrin með því að líma saman þunna lista, bleytta í vatni. Þegar hefðbundnu, hvítu trélími er blandað vatni verður það harðara en venjulega og því ætti ekki að vera neitt vandamál að rúnna kantana eins og þarf að gera síðar.

Meira síðar.
kv Mummi.

Þar sem ég lauk svo loks við Stikkinn minn nýlega hef ég hafist handa við að búa til efnið í Fokkerana.
Fyrst er að skera efnið gróflega niður. Þarna sjást öll væntanleg vængrif - í þrjár vélar.

Síðan þarf að raða hverri rifjategund upp og festa ljósritaða útgáfu ofan á rifin. Við límum rifin saman með spray-lími, og notum sama lím til að festa ljósritið ofan á. Gott er svo að lokum að stinga 2 pinnum í gegnum rifin til að þau renni ekki til við sögun þar sem þetta lím gerir lítið meira en að tylla rifjunum saman.

Svo er einfaldlega sagað meðfram.

Hérna sést svo afrakstur dagsins. Nú á ég bara eftir að saga niður rúmlega þrjátíu vængrif til viðbótar.

Við vorum líka búnir að móta útlínurnar á hæðar- og hliðarstýrin með því að líma saman þunna lista, bleytta í vatni. Þegar hefðbundnu, hvítu trélími er blandað vatni verður það harðara en venjulega og því ætti ekki að vera neitt vandamál að rúnna kantana eins og þarf að gera síðar.

Meira síðar.
kv Mummi.