Re: Fyrirspurn til svifflugsmanna varðandi lofthemla
Póstað: 13. Jan. 2010 13:30:22
Þegar fjarstýring er forrituð fyrir svifflugu notar maður auðvitað svifflugshaminn GLIDER í stað ACRO.
Smá vandamál þegar maður forritar svifflugu með hjálparmótor...:
Þá dettur manni kannski fyrst í hug að forrita hana sem venjulega mótorflugvél, sem er gott og blessað svo langt sem það nær. Nota sem sagt ACRO.
Svifflugan sem ég er með í huga er nokkuð alhliða. Hún er með flapsa og er svokallaður "allrounder", þ.e. hægt að nota bæði sem thermik svifflugu og hotliner.
Í GLIDER hamnum eru ýmsar aðgerðir sérhæfðar fyrir svifflug. Þessar aðgerðir eru ekki aðgengilegar í ACRO. Sem dæmi má nefna breytilegan vængprófíl eftir því hvort um hægflug eða hraðaflug er að ræða. Í svifflugu er því gáfulegra að nota GLIDER en ACRO.
En þegar flugvélin er bæði sviffluga og mótorfluga, hvað gerir maður þá?
Hægt er að nota BUTTERFLY bæði í ACRO og GLIDER hömunum. Þegar GLIDER hamurinn er notaður er gert ráð fyrir að Butterfly sé stjórnað með bensíngjöfinni, sem er logískt, því þannig stjórnar maður hraðanum í báðum tilvikum, klifri eða lækkun. Með bensíngjafar-pinnanum er auðvelt að fínstilla inngjöfina, eða hemlunina, þegar pinninn er tengdur Butterfly. Lending svifflugunnar verður nákvæmari.
Þegar menn nota Butterfly í ACRO ham, þá er oft um að ræða einfalda on/off stýringu með rofa.
Ég tek eftir á erlendum vefsíðum sem ég hef verið að skoða, að þegar menn eru að forrita góðar svifflugur með hjálparmótor í GLIDER hamnum, þá láta menn Butterfly hemlana hafa allan forgang, og nota bensíngjafar-pinnann fyrir þá aðgerð. Líta á mótorinn sem algjörnan hjálparmótor til að klifra í flughæð. Mótornum er þá jafnvel stjórnað með af/á rofa, eða auka hliðrænni rás, helst einhverjum "slider" takka. Á minni Futaba stýringu væri væntanleag hentugast að nota breytistillinn á vinstri hliðinni, þ.e. þann sem hægt er að hreyfa með puttanum.
Spurningin:
Hefur einhver ykkar alvöru svifflugmanna pælt í þessu: Notið þið í uppsetningunni fyrir rafmagnssviffluguna bensínpinnann fyrir Butterfly?
Smá vandamál þegar maður forritar svifflugu með hjálparmótor...:
Þá dettur manni kannski fyrst í hug að forrita hana sem venjulega mótorflugvél, sem er gott og blessað svo langt sem það nær. Nota sem sagt ACRO.
Svifflugan sem ég er með í huga er nokkuð alhliða. Hún er með flapsa og er svokallaður "allrounder", þ.e. hægt að nota bæði sem thermik svifflugu og hotliner.
Í GLIDER hamnum eru ýmsar aðgerðir sérhæfðar fyrir svifflug. Þessar aðgerðir eru ekki aðgengilegar í ACRO. Sem dæmi má nefna breytilegan vængprófíl eftir því hvort um hægflug eða hraðaflug er að ræða. Í svifflugu er því gáfulegra að nota GLIDER en ACRO.
En þegar flugvélin er bæði sviffluga og mótorfluga, hvað gerir maður þá?
Hægt er að nota BUTTERFLY bæði í ACRO og GLIDER hömunum. Þegar GLIDER hamurinn er notaður er gert ráð fyrir að Butterfly sé stjórnað með bensíngjöfinni, sem er logískt, því þannig stjórnar maður hraðanum í báðum tilvikum, klifri eða lækkun. Með bensíngjafar-pinnanum er auðvelt að fínstilla inngjöfina, eða hemlunina, þegar pinninn er tengdur Butterfly. Lending svifflugunnar verður nákvæmari.
Þegar menn nota Butterfly í ACRO ham, þá er oft um að ræða einfalda on/off stýringu með rofa.
Ég tek eftir á erlendum vefsíðum sem ég hef verið að skoða, að þegar menn eru að forrita góðar svifflugur með hjálparmótor í GLIDER hamnum, þá láta menn Butterfly hemlana hafa allan forgang, og nota bensíngjafar-pinnann fyrir þá aðgerð. Líta á mótorinn sem algjörnan hjálparmótor til að klifra í flughæð. Mótornum er þá jafnvel stjórnað með af/á rofa, eða auka hliðrænni rás, helst einhverjum "slider" takka. Á minni Futaba stýringu væri væntanleag hentugast að nota breytistillinn á vinstri hliðinni, þ.e. þann sem hægt er að hreyfa með puttanum.
Spurningin:
Hefur einhver ykkar alvöru svifflugmanna pælt í þessu: Notið þið í uppsetningunni fyrir rafmagnssviffluguna bensínpinnann fyrir Butterfly?