Síða 1 af 1

Re: Hobby 4 Less - Netverslun í USA

Póstað: 29. Sep. 2010 22:16:43
eftir lulli
http://hobby4less.com/

Veit ekki um aðra sem hafa pantað hjá þessum.
Ég tók sénsinn og pantaði hjá þeim ,2metra Lancair og renndi þarmeð blint í sjóinn,því ég
vissi satt að segja ekki á hverju væri von, En áhyggjur reyndust algerlega óþarfar því pakkinn kom
frábærlega frágenginn og heill.
Flutningskostnaðurinn er sá lægsti sem ég hef vitað um, eða 50$ fyrir þetta stórann pakka.
Flutnings tíminn var rúmr hálfur mán. (ups ground)
Og almennt eru verðin þeirra lág sýnist mér.
Kv. Einn sáttur með viðskiftin.

Re: Hobby 4 Less - Netverslun í USA

Póstað: 29. Sep. 2010 23:23:04
eftir Sverrir
Gaman að heyra að þetta gekk vel hjá þér.

En erum við að tala um UPS eða USPS, það vill stundum ruglast saman og þeir nefna bara USPS á vefnum hjá sér og svo hljómar þetta ekki eins UPS verð! ;)

Re: Hobby 4 Less - Netverslun í USA

Póstað: 30. Sep. 2010 00:01:24
eftir lulli
Það er ups (ground) það kom upp sem sjálfvalið og ódýrast , og verðið var 49,9usd ótrúlega vel sloppið, er kanski hugsanlegt að þeir hafi snuðað sig ,en látið það standa, mrr spyrsig?

(annars bara setja í körfu og "þykjast kaupa" en bakka svo út áður en "borga" ferilinn hefst)

Re: Hobby 4 Less - Netverslun í USA

Póstað: 30. Sep. 2010 20:32:11
eftir hrafnkell
2 vikna sendingartími er ekki ups. ups eru ekki með international ground shipping heldur. Þetta hefur verið USPS.