Já sæll... svo nennir maður ekki með pitts special á völlin af því að maður þarf að setja báða vængina á :/
Þetta er alveg svakalega flott vél hjá þeim!! En ég glotti svolítið með sjálfum mér í restina á myndbandinu þegar hann tók bara einn hring á flugbrautinni og sagði við sjálfan sig "nei er ekki í stuði í dag" og pakkaði gripnum bara inní bílhornið sitt aftur og fór heim
Re: Ný Fouga frá AD Jets
Póstað: 26. Mar. 2011 10:03:35
eftir Sverrir
Henni var flogið, vídeóið er bara ekki enn komið.
Annars tekur það tvo menn 45 mínútur að setja hana saman.
Re: Ný Fouga frá AD Jets
Póstað: 26. Mar. 2011 10:55:39
eftir Haraldur
Hvað gerir maður þegar maður á bara lítinn bíl?
Maður smíðar bara flugvélina þannig að hún passi í bílinn.
Re: Ný Fouga frá AD Jets
Póstað: 26. Mar. 2011 11:27:03
eftir Gaui K
í restina er smá vídeo þar sem verið er að taxera og það er eins og hún stöðvist með bremsu eða er það bara ýmindun í mér?
Re: Ný Fouga frá AD Jets
Póstað: 26. Mar. 2011 12:40:04
eftir Sverrir
Nei engin ímyndun, mjög margar þotur með bremsur.
Re: Ný Fouga frá AD Jets
Póstað: 26. Mar. 2011 14:11:58
eftir Gaui
Í Englandi er skylda að hafa bremsu á þotum.
Re: Ný Fouga frá AD Jets
Póstað: 26. Mar. 2011 15:51:34
eftir Sverrir
[quote=Gaui]Í Englandi er skylda að hafa bremsu á þotum.[/quote]
Nei það er ekki skylda hjá Bretum en það er það hins vegar í Ameríkunni, ásamt hliðarstýri yfir ákveðinni þyngd. Hins vegar eru langflestir með bremsur nema kannski á einstaka byrjendavélum.
Re: Ný Fouga frá AD Jets
Póstað: 29. Mar. 2011 21:48:04
eftir Jónas J
Ha ha ha vélin er dýrari en bíllinn sem maðurinn ekur um á ha ha ha
Re: Ný Fouga frá AD Jets
Póstað: 7. Apr. 2011 09:25:59
eftir Sverrir
Hér er vídeó af fluginu en þökk sé Sony M.E. þá getum við ekki séð það hér heima, munið ekki kaupa tónlist af Sony og njótið kyrrmyndanna.