Síða 1 af 2
Re: Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9
Póstað: 5. Feb. 2012 21:46:09
eftir Gunnarb
Sælir félagar.
Hef verið að velta fyrir mér 2,4 stýringu og hallast helst að annarri þessara? Er önnur betra val en hin af einhverri ástæðu. Mér sýnist virknin ekki ósvipuð, en ég velti líka fyrir mér úrvali af móttökurum. Mér sýnist Hobbyking eiga til móttakara fyrir Spectrum, en ekki fyrir hitec... Öll komment vel þegin
-Gunnar
Re: Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9
Póstað: 5. Feb. 2012 22:04:20
eftir Haraldur
Þú finnur hér á spjallinu greinar sem mæla með hvoru fyrir sig og einni Futaba.
Ég valdi spektrum því að það eru til svo ógrinni af vélum sem eru með innbygðum móttakara (DSM/2) sem Spektrum tengist beint við á vesens. Einnig þykir mér notendaviðmótið vera mjög gott og einfald. Þarf varla að opna leiðbeiningarnar.
Re: Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9
Póstað: 6. Feb. 2012 06:17:25
eftir Agust
Re: Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9
Póstað: 6. Feb. 2012 13:54:45
eftir Sverrir
Þú verður ekki svikinn hvora leiðina sem þú ferð, getur haft í huga verð á móttökurum, úrval móttakara, hvar þú getur keypt þá, allt BNF dótið sem notar Spektrum, viltu snertiskjá, hvort útlitið hugnast þér betur.
Svo ættirðu að reyna að hitta þá sem eiga svona fjarstýringar hér heima og fá að halda á þeim og sjá hvernig þær fara í hendi. Og auðvitað kíkja aðeins undir „húddið.“
Re: Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9
Póstað: 6. Feb. 2012 14:41:07
eftir Agust
Re: Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9
Póstað: 6. Feb. 2012 18:21:17
eftir Gunnarb
takk fyrir þetta strákar. Var einmitt búinn að sjá eitthvað af þessum samanburðum á netinu en vissi ekki hversu alvarlega maður ætti að taka þetta - einhver var að halda því fram að spectrum væri mun óáreiðanlegra - sá var reyndar svo mikið á móti Spectrum að ég afskrifaði eiginlega restina af því sem hann sagði. Auroran virðist hafa yfirhöndina þegar kemur að fídusum (sem maður notar væntanlega afar lítinn hluta af), en spectrum er svo fjandi útbreitt ... Ágætis pæling að fá að fikta í hvorutveggja ....
-Gunnar
Re: Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9
Póstað: 6. Feb. 2012 18:37:55
eftir Sverrir
[quote=Gunnarb]...einhver var að halda því fram að spectrum væri mun óáreiðanlegra - sá var reyndar svo mikið á móti Spectrum að ég afskrifaði eiginlega restina af því sem hann sagði.[/quote]
Sumir sjá reyndar ofsjónum yfir DSM2 útfærslunni hjá Spektrum og þessi gæti svo sem hafa verið einn af þeim. Aðrir mynduðu sér skoðun fyrir mörgum árum og hafa ekkert verið að uppfæra hana eftir því sem tæknin þróast. Hjá mörgum jafnast tæknin reyndar á við trúarbrögð og ekki skal litið við öðrum „guðum“ né þeir lofaðir.
Hér er hlutlaus úttekt hjá Bruce á DSMX >
http://www.rcmodelreviews.com/dx8dsmxreview.shtml < en þannig koma Spektrum stýringar í dag.
Skiptir orðið litlu máli hvaða leið þú ferð, JR, Spektrum, Futaba eða Hitec(eru reyndar yngstir á markaðnum en hafa verið að koma vel út). Öll þessi merki eru áræðanleg og ætti að vera vandalaust að fá aðstoð með þau hér heima. Svo lengi sem menn lesa leiðbeiningarnar og fara eftir þeim þá ætti allt að ganga vel.
Svona til „gamans“ þá má nefna að maður heyrir það frá fólki úti að það eru mikið til sömu aðilar og voru í veseni á 35/72 mhz sem hafa verið að lenda í veseni á 2.4.
Re: Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9
Póstað: 6. Feb. 2012 19:47:22
eftir Gaui
Ég er mikið spurður að því hvaða tölvu fólk á að kaupa sér (vegna þess hvað ég var að vinna -- er hættur því núna) og ég gef þá þetta sama svar: Kauptu eins dýrt og þú telur þig hafa efni á og athugaðu að það henti því sem þú ætlar að nota það í.
Merkin (Futaba, Spectrum, Hitech) eru öll mjög góð og það skiptir ekki máli hvert þeirra þú velur. Þú þarft bara að vera viss um að stýringin henti þér.

Re: Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9
Póstað: 6. Feb. 2012 21:38:00
eftir Agust
Það er um að gera að lesa sem mest um reynslu annarra, bera saman verð á sendi, móttökurum, aukahlutum, o.s.frv. Skoða vel hvað græjurnar geta og hvað þær geta ekki. Taka sér góðan tíma til að mynda sér skoðun. Það liggur ekkert á.
Ég gerði þetta í fyrra og varð skotinn í Áróru. Við rugluðum saman reitunum og nú erum við óaðskiljanleg. Ég er enn jafn hrifinn af henni og fyrst þegar við hittumst.
Ég ætla að gefa Áróru svona gersemi sem kemur líklega í vikulokin:
http://www.sussex-model-centre.co.uk/sh ... p?id=37939, en fyrir á dekurdrósin svona
http://www.sussex-model-centre.co.uk/sh ... p?id=32856 og svona
http://www.sussex-model-centre.co.uk/sh ... p?id=36212
Re: Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9
Póstað: 6. Feb. 2012 23:44:56
eftir Haraldur
[quote=Sverrir]Svona til „gamans“ þá má nefna að maður heyrir það frá fólki úti að það eru mikið til sömu aðilar og voru í veseni á 35/72 mhz sem hafa verið að lenda í veseni á 2.4.[/quote]
Það væri gaman að vita hverskona vesen þeir eru að lenda í. Kanski þetta séu "general" þumalputtar
