Síða 1 af 1

Re: Fálkafell - 2.júní 2012

Póstað: 2. Jún. 2012 18:27:45
eftir Árni H
Um hádegið í dag var ég að fara með garðrusl á gámastöðina og þar sem ég var á jeppa ákvað ég að fleygja svifvængnum mínum í bílinn og prófa að brölta upp í Fálkafell í hafgolunni, þótt ekki væri hún mikil.

Það var reyndar mjög lítill vindur þarna uppi en samt ekkert mál að leika sér með vænginn, enda er hann afar léttbyggður og tilvalinn fyrir lítinn vind. Ég flaug í u.þ.b. 10 mínútur og fór svo heim aftur, enda myndatökumaðurinn smávaxni orðinn afar óþolinmóður. Hangstaður númer tvö í Eyjafirði er sem sagt kominn á kortið hjá mér :)

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd