Af einhverjum ástæðum var hleðslutæki með í kassanum.
Re: Stryker F-27Q PNP
Póstað: 18. Sep. 2012 22:21:43
eftir Sverrir
Til lukku, verður gaman að sjá þessa.
Re: Stryker F-27Q PNP
Póstað: 18. Sep. 2012 22:59:49
eftir Agust
Re: Stryker F-27Q PNP
Póstað: 18. Sep. 2012 23:22:40
eftir Gunni Binni
[quote=Agust]Þessi kom inn um bréfalúguna s.l. föstudag í kassa sem var um 110 x 75 x 15 cm.
Stryker F-27Q PNP
[/quote]
Ég þarf að fá mér svona bréfalúgu, maður lifandi!
kv.
GBG
Re: Stryker F-27Q PNP
Póstað: 22. Sep. 2012 19:28:54
eftir Jackson
Nice! Ég á eina svona, snilldar vél en endist samt frekar stutt eða bara um 4-5 mínútur.
Mæli samt með því að kasta ekki eins og þeir segja því ég reyndi það fyrst og hún fór beint á nefið og það beyglaðist. Eftir það hef ég bara alltaf kastað henni með því að halda ofarlega á vinstri vængnum með vinstri hendi, læt hana í botn og kasta henni lauslega áfram og þá flýgur hún bara sjálf úr höndunum á manni. Hefur alltaf virkað hjá mér allavega hingað til.
Re: Stryker F-27Q PNP
Póstað: 23. Sep. 2012 02:13:07
eftir Jónas J
Nice að eiga svona góða bréfalúgu
Re: Stryker F-27Q PNP
Póstað: 23. Sep. 2012 07:31:17
eftir Agust
Ef ykkur langar í svona bréfalúgu, þá eru hér leiðbeiningar:
Algeng breidd á útihurðum er 80cm. Ef þið eigið stingsög, sem ég reikna fastlega með, þá skuluð þið saga lárétt op í hurðina um það bil 800mm frá gólfi. Stærð opsins á að vera 750 x 150mm. Munið eftir að skilja eftir a.m.k. 25 mm beggja vegna. Þetta er nauðsynlegt að gera til þess að þéttilistarnir í hurðarkarminum komi að notum. Sagið siðan plötu úr 5mm krossvið og hafið hana heldur stærri en opið, eða 770 x 170mm. Festið hana á hurðina utanverða með lömum að ofanverðu. Nú má bæsa krossviðinn í sama lit og hurðin, þ.e. annað hvort tekk eða mahony lit, en það er gert til þess að minna beri á þessari fallegu og nytsömu póstlúgu. Gleymið ekki að skrifa nafn ykkar með stórum prentstöfum á krossviðarplötuna, og gætið þess að gera það á þá hlið sem nýr út á götu.
Síðan skuluð þið fara á netið og panta ykkur F-27Q. Bíðið síðan rólegir þar til Strykerinn kemur svífandi inn.
Re: Stryker F-27Q PNP
Póstað: 23. Sep. 2012 07:41:33
eftir Agust
[quote=Jackson]Nice! Ég á eina svona, snilldar vél en endist samt frekar stutt eða bara um 4-5 mínútur.
Mæli samt með því að kasta ekki eins og þeir segja því ég reyndi það fyrst og hún fór beint á nefið og það beyglaðist. Eftir það hef ég bara alltaf kastað henni með því að halda ofarlega á vinstri vængnum með vinstri hendi, læt hana í botn og kasta henni lauslega áfram og þá flýgur hún bara sjálf úr höndunum á manni. Hefur alltaf virkað hjá mér allavega hingað til.[/quote]
Jackson, Svona ferð þú líklega að við flugtakið:
Re: Stryker F-27Q PNP
Póstað: 23. Sep. 2012 11:20:14
eftir Gunni Binni
[quote=Agust]Ef ykkur langar í svona bréfalúgu, þá eru hér leiðbeiningar:
Algeng breidd á útihurðum er 80cm. Ef þið eigið stingsög, sem ég reikna fastlega með, þá skuluð þið saga lárétt op í hurðina um það bil 800mm frá gólfi. Stærð opsins á að vera 750 x 150mm. Munið eftir að skilja eftir a.m.k. 25 mm beggja vegna. Þetta er nauðsynlegt að gera til þess að þéttilistarnir í hurðarkarminum komi að notum. Sagið siðan plötu úr 5mm krossvið og hafið hana heldur stærri en opið, eða 770 x 170mm. Festið hana á hurðina utanverða með lömum að ofanverðu. Nú má bæsa krossviðinn í sama lit og hurðin, þ.e. annað hvort tekk eða mahony lit, en það er gert til þess að minna beri á þessari fallegu og nytsömu póstlúgu. Gleymið ekki að skrifa nafn ykkar með stórum prentstöfum á krossviðarplötuna, og gætið þess að gera það á þá hlið sem nýr út á götu.
Síðan skuluð þið fara á netið og panta ykkur F-27Q. Bíðið síðan rólegir þar til Strykerinn kemur svífandi inn.[/quote]
Er að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki að panta vélina fyrst og fara svo að saga? :rolleyes:
Ég má svo benda á þig Ágúst varðandi skýringar, ef konan mín fer eitthvað að setja út á framkvæmdirnar?
Hún á það til að kvarta þegar ég fæ svona snilldarhugmyndir og fer að tefja fyrir mér.
Þá er lúgan kanski ekki tilbúin þegar vélin kemur!
Kanski er best að saga fyrst?
kveðja
Gunni Binni
Re: Stryker F-27Q PNP
Póstað: 23. Sep. 2012 19:33:14
eftir Jackson
Nei en þessi aðferð virkar örugglega alveg vel líka en ég hendi alltaf svona:
Þá er maður líka tilbúinn með hægri á fjarstýringunni, bara að passa að hún snúist ekki eins og frisbee diskur.