Síða 1 af 4

Re: Svenson Windy

Póstað: 5. Okt. 2012 17:20:51
eftir Gaui
Mér leiddist heilmikið árið 1979, svo að þegar ég sá auglýsingu frá Tómstundahúsinu í Mogganum, þá datt mér í hug að kíkja þar inn og sjá hvað þeir væru að selja. Það endaði með því að ég gekk út með flugmódel undir hendinni, af gerðinni Windy frá Svenson. Ég streðaði við það þetta ár að setja hann saman og á endanum náði ég að klára hann og fá mótor og fjarstýringu sem passaði. Hér eru tvær myndir af þessu módeli:

Mynd

Mynd

Þess má geta að þegar ég setti þessa vél saman, þá hafði ég aldrei heyrt minnst á plastfilmu (sem var þó til í Tómo), svo þegar ég ætlað i að setja lit á hana, þá var mér bent á að kaupa epoxýmálningu, sem ég blandaði eftir kúnstarinnar reglum og penslaði beint á balsann. Ég held alveg örugglega að Nonni hafi ekki verið við í búðinni þegar þetta var.

Jæja. Svo gerðist það í dag að Ingimar Árnason, kennslustjóri fjarkennslu við VMA, kallaði á mig, sagðist eiga eldgamalt flugmódel sem hann hefði aldrei klárað og ætlaði nú annað hvort að henda eða gefa einhverjum. Svo rétti hann mér kassa með örlítið smíðuðum Windy !!!

Mynd

Upp úr þessum kassa komu frauðplast vængir klæddir með apakí, sem er ekki enn farið að skemmast, hálfsmíðaður skrokkur, örlítið brotinn og hinir og þessir mis-brotnir balsabútar. Einnig var þarna teikning, stýrisbarkar og lím.

Mynd

Þetta lím er líklega ónýtt. Gripið er orðið hálf glært og rennur ekki lengur til í flöskunni. Epoxýið var einu sinni það besta í heimi, en ég er ekki viss um að það sé virkt lengur. Ég ætla nú samt að gera tilraunir með það :)

Og svo kom þetta upp úr kassanum:

Mynd

Þarna sést að Ingimar hefur keypt þetta 23. janúar 1980 og fengið sent í póstkröfu til Akureyrar. Heildarverð 36.590 krónur. Þess ber að geta að árið eftir voru tekin tvö núll aftan af krónunni, svo að samkvæmt nútíma staðli, þá ætti þetta að kosta 365 krónur og 90 aura !!!

Og nú kemur það skemmtilega: Þegar lítið er að gera og dauður tími í vetur, þá ætla ég að setja þennan Windy saman, snurfussa hann og laga og gera hann fínan og flottan, eins og rúmlega 30 ára reynsla í módelsmíðum leyfir. Þegar hann er svo tilbúinn í flug, þá læt ég Ingimar fljúga honum og sýni honum fram á af hverju hann hefur misst öll þessi ár.

:cool:

Re: Svenson Windy

Póstað: 5. Okt. 2012 19:27:50
eftir lulli
Flottur inngangur á smíðaþráð(smá forsaga).
Windy litla ætti eftir þessu, að fá alla þá virðingu sem henni ber - og jafnvel lítið eitt meiri fyrir svo langa bið.
Allir flugmódelstjórar hafa einhversstaðar þurft að byrja og þessi hefur væntanlega verið í framlínu síns tíma.
Sniðugt að COX er nýbúinn að vera í umræðunni - Gaui er ekki núna er Cox tækifærið runnið upp??
Gangi þér vel með gripinn Kv. Lúlli.

Re: Svenson Windy

Póstað: 5. Okt. 2012 19:38:04
eftir Gaui
Það væri alveg tilvalið, nema að minnsti mótor í þetta módel er .15 rúmtommur og Cox-15 er ekki til sem mótor, bara nokkrir varahlutir :(

Ég var með OS 15 í mínum Windy og hann sló aldrei feilpúist. Ég býst við að ég fái annan slíkan.

:cool:

Re: Svenson Windy

Póstað: 5. Okt. 2012 20:29:28
eftir Spitfire
Það er skylduáskrift að þessum smíðaþræði, alltaf hressandi að fá smá skammt af "old school" módelsmíði :cool:

Re: Svenson Windy

Póstað: 5. Okt. 2012 21:05:54
eftir Siggi Dags
Brilliant!

Re: Svenson Windy

Póstað: 6. Okt. 2012 17:10:38
eftir Gaui
Ég hafði vængina af Windy með mér i Slippinn í dag:

Mynd

Eins og sést þarna, þá var Ingimar búinn að líma frambrúnina á vinstri vænginn og aðeins byrjaður að tálga hana til. Ég heflaði frambrúnina betur og pússaði með pússikubbi til að fá hana slétta og rúnnaða eins og reglur segja til um. Síðan límdi ég balsa á vængendann. Ingimar hafði skorið hann út eftir línunum sem prentaðar voru á balsaborðið, svo hann var aðeins tæpur, en þetta á ekki eftir að vera slæmt:

Mynd

Eina sprungan sem ég finn í apakí klæðningunni er á vinstri vængnum, svo ég setti smá sparsl í hana og annars staðar sem mér fannst að vantaði fyllingu. Nú er bara að bíða eftir að fyllingin og epoxýlímið harðni svo ég geti pússað þennan væng alveg sléttan:

Mynd

Nú vantaði frambrúnarlista á hægri vænginn, svo ég skar mér til lista úr efni sem ég fann í Slippnum (ég gleymdi að hafa listann með mér að heiman -- og hann var líka brotinn). Þennan lista límdi ég fastan með epoxý lími. Þegar límið var byrjað að taka sig skar ég á hann við endann og límdi endaplötuna líka.

Mynd

Það næsta verður að pússa báða vængi þar til ég er ánægður og líma þá saman með 80mm aðhalla.

:cool:

Re: Svenson Windy

Póstað: 6. Okt. 2012 17:17:22
eftir Gaui
Og áður en einhver spyr, þá er epoxý annað af þeim límum sem maður á að nota þegar maður límir eitthvað við frauðplast (þetta venjulega hvíta!). Hitt límið sem einnig má nota er Polyurethan freyðilím. Bæði þessi lím ganga vel inn í frauðið og balsann og binda þau saman. Hvorugt þeirra étur frauðið, sem stundum er hætta á.

Hvítt trélím límir að sönnu frauðplast, en vegna þess að það þarf uppgufun til að harðna (PU og epoxý nota efnahvörf), þá getur tekið ansi langan tíma þangað til límið er alveg hart, því frauðplastið kemur í veg fyrir að gufurnar losni úr líminu (þess vegna er það notað til einangrunar).

:cool:

Re: Svenson Windy

Póstað: 6. Okt. 2012 18:32:55
eftir Agust
[quote=Gaui]...Hitt límið sem einnig má nota er polyurethan freyðilím...[/quote]

Ég hef mjög góða reynslu af því að nota polyuretan lím á frauð, þ.e. þetta lím sem líkist sírópi og freyðir þegar það kemst í snertingu við raka.

Límið þenst út og fyllir í allar smugur í frauðinu og binst því þess vegna mjög vel. Ég hef notað það til að líma abaki spón á frauð-væng og gera við frauð módel. Sterkara en nýtt!

Bera límið þunnt á annan flötinn og strjúka yfir hinn með blautri eða rakri tusku rétt áður en fletirnir eru lagðir saman.

(Nafnið uretan er skylt orðinu urea eða urine sem þýðir þvag. Líklega eru þessi efni náskyld, enda kallar kollegi minn svona úretanlím og úretanlakk hlendi. http://en.wikipedia.org/wiki/Urea).

Re: Svenson Windy

Póstað: 6. Okt. 2012 19:11:49
eftir Björn G Leifsson
[quote=Gaui]Og áður en einhver spyr, þá er epoxý annað af þeim límum sem maður á að nota þegar maður límir eitthvað við frauðplast (þetta venjulega hvíta!). Hitt límið sem einnig má nota er Polyurethan freyðilím. Bæði þessi lím ganga vel inn í frauðið og balsann og binda þau saman. Hvorugt þeirra étur frauðið, sem stundum er hætta á.

Hvítt trélím límir að sönnu frauðplast, en vegna þess að það þarf uppgufun til að harðna (PU og epoxý nota efnahvörf), þá getur tekið ansi langan tíma þangað til límið er alveg hart, því frauðplastið kemur í veg fyrir að gufurnar losni úr líminu (þess vegna er það notað til einangrunar).

:cool:[/quote]


Aðferð sem ég sá lýst fyrir löngu af eldri manni sem virtist hafa atvinnu af að smíða stórar pattern og 3D vélar fyrir keppnismenn sem ekki nenntu að smíða sjálfir. Hef ekki prófað það sjálfur ennþá:

Maður málar spóninn (apakí, balsa eða annað) og frauðið með (þunnu?) lagi af hvítu "alífatísku" trélími þ.e.a.s. venjulegu hvítu tréími og lætur það þorna. Síðan leggur maður spóninn á og strauar þetta saman með heitu straujárni. Þornað hvítt trélím er ekki ósvipað hitalími og spónninn festist þvi vel (að því er kallinn sagði).

Athugið að ég er svo sem ekki að mæla með þessari aðferð, bara vitna í athyglisverð aðferðarlýsingu

Re: Svenson Windy

Póstað: 6. Okt. 2012 19:39:50
eftir Björn G Leifsson
[quote=Agust][quote=Gaui]...Hitt límið sem einnig má nota er polyurethan freyðilím...[/quote]

Ég hef mjög góða reynslu af því að nota polyuretan lím á frauð, þ.e. þetta lím sem líkist sírópi og freyðir þegar það kemst í snertingu við raka.

Límið þenst út og fyllir í allar smugur í frauðinu og binst því þess vegna mjög vel. Ég hef notað það til að líma abaki spón á frauð-væng og gera við frauð módel. Sterkara en nýtt!

Bera límið þunnt á annan flötinn og strjúka yfir hinn með blautri eða rakri tusku rétt áður en fletirnir eru lagðir saman.

(Nafnið uretan er skylt orðinu urea eða urine sem þýðir þvag. Líklega eru þessi efni náskyld, enda kallar kollegi minn svona úretanlím og úretanlakk hlendi. http://en.wikipedia.org/wiki/Urea).[/quote]


Varúð, áhugaverður en fánýtur fróðleikur:


:) Urea er efni sem á Íslensku heitir "þvagefni" og er losað í talsverðu magni í þvagi til að losa út úr líkamanum köfnunarefnisrík niðurbrotsefni eggjahvítuefnis.
Ef það umbreytist í sýru þá heitir það Urate eða þvagsýra Hún getur kristallast og myndað nýrnasteina eða, ef hún kristallast í liðvökva þá veldur hún því sem kallað er þvagsýrugigt eða "ríkramannagigt" af því að áður fyrr réðist hún helst á ríka menn sem drekka og borða ótæpilega. Eitt algengasta enkenni þvagsýrugigtar er bólga í grunnlið stórutáar og gengur það enn undir nafninu "Portvínstá".
Í dag hafa flestir efni á að éta og drekka óhóflega og því er ríkramannagigt og portvínstá frekar algengt vandamál á bráðamóttökum.

Mynd

Ok... hvernig kemur það PU lími við? Jú, PU eða Polyurethane er búið til úr þvagefni. Eins og annað plast þá er það fjölliða þ.e.a.s. efnið hefur verið látið tengjast saman í stórar keðjusameindir eða pólýmera.

Þetta skýrir hvers vegna það getur komið upp pissulykt ef pólýúretan brennur.

Þannig er nú það.