Síða 1 af 5

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 7. Des. 2012 01:26:46
eftir Sverrir
Hér er þessi stórglæsilega þriggja metra vél.
Mynd

Steini vill endilega koma mótor í nefið á henni svo hann skipaði mér að kanna hvernig það væri hægt! Og eins og menn vita þá þýðir ekkert að óhlýðnast Steina! Ég beið því ekki boðanna heldur skellti mér í verkið og sat með sveittan skallann við það í margar vikur!!!

Þetta gerðist svona, alveg satt... ;)


Mótorinn frægi.
Mynd

Fyrsta mál á dagskrá, losna við sleppibúnaðinn.
Mynd

Ekki þurfti mikið til að fá hann til að yfirgefa svæðið.
Mynd

Svo þurfum við að komast fram í nef.
Mynd

Módelsögin og fræsibiti í Dremel auðvelda það verkefni.
Mynd

Mótorinn kominn á sinn stað... eða næstum því, nú þarf bara að smíða festingar fyrir hann!
Mynd

Sko mælaborðið bara klárt með EGT og allir eru sáttir.
Mynd

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 7. Des. 2012 16:02:03
eftir Árni H
Hvaða rafurmagnsmótor er þetta og hvussu mörg wött er hann?

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 7. Des. 2012 19:00:06
eftir Sverrir
XPower XC3522/5 LS
KV: 1000 (550W)
Max current: 50,0A
Internal resistance: 27mOhm
Dimensions: Ø35x48 (78)mm
Shaft diameter: 5mm
Weight: 165g


Þar sem seglarnir elska að draga til sín málmagnir þá var mótorinn huldinn fyrir næsta skref.
Mynd

Collar-inn á sveifarásnum reyndist frekar uppétinn og eftir að mildari aðferðir, hitun og verkfæri í nálægum stærðum dugðu ekki þá voru silkihanskarnir fjarlægðir! Fyrstur á svæðið var borinn en hann fór ekki nema viss langt svo þá var tekið til verks með skurðarskífu. Að lokum fórnaði hún sér í síðasta haftinu, hennar verður minnst fyrir vel unnin störf!
Mynd

Nýr collar, festiskrúfa stytt svo hann komist inn í mótorfestinguna.
Mynd

Fann þennan fína 5mm tein hjá Gústa og fékk hann lánaðann til að koma í staðinn fyrir öxulinn á mótornum.
Mynd

Merkingin tryggir að pláss er fyrir spaðahaldarann.
Mynd

Mynd

Hér er mótorfestingin komin á sinn stað en þar sem fremsti hluti skrokksins er úr trefjadúk og bara límdur utan á fremsta skrokkrifið þá þurfum við að gera aðeins meira en þetta.
Mynd

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 8. Des. 2012 10:47:44
eftir Árni H
Þetta er athyglisverð breyting og það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út :)

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 8. Des. 2012 12:18:12
eftir Spitfire
Hvurslags, hefur Mr. Pink ekki nóg afl til að tosa hana á loft? :P

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 8. Des. 2012 13:05:50
eftir Sverrir
Eigum við ekki að segja að þetta komi vel út Árni. ;)

Hrannar þú verður að hugsa út fyrir kassann!
Ég get ekki bæði flogið Pardusnum og þessari!!! :D

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 8. Des. 2012 16:37:47
eftir Sverrir
Við viljum tengja eldvegginn við skrokkrifið og restina af skrokkgrindinni. Þessi plata smeygist aftur(fram) fyrir eldvegginn og heldur í hann.
Mynd

Hér sést líka afhverju spýtan kemur sér vel. :)
Mynd

Svo endurtökum við leikinn.
Mynd

Mótorinn kominn á sinn stað.
Mynd

Yfirvaraskeggið
Mynd

Mynd

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 8. Des. 2012 18:37:53
eftir Messarinn
Hehe þetta kemur bara vel út . Snilld. ;)

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 14. Des. 2012 00:01:06
eftir Sverrir
Vélin kemur með hlera loftbremsum en fyrir utan að þær virka ekkert voðalega vel á henni þá var full skala vélin ekki með þær heldur Schempp-Hirth loftbremsur.

Kemur með þessum.
Mynd

Viljum þessar í staðinn.
Mynd

Á leiðinni.
Mynd

Smá filma og málið dautt!
Mynd

Gerist ekki betra.

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 27. Des. 2012 23:18:54
eftir Sverrir
Mótorinn var settur í gang í kvöld, virðist vera nóg af afli og verður gaman að sjá vélina hans Steina svífa um loftin blá.


Sko í sambandi við þyngdarpunktinn... djók, þarna er verið að líma plötu fyrir rafhlöðuna.
Mynd

Stélboltarnir eru aðeins of litlir, þessi er þó sennilega öööörlítið of langur!
Mynd

Kæliraufar
Mynd

Hraðastillir og rafhlaða komin á sinn stað.
Mynd

Steini lætur sig dreyma... um þyngdarpunkt.
Mynd

Tveir sáttir!
Mynd