Síða 1 af 2

Re: Enn einn Li-eitthvað bruninn...

Póstað: 20. Jan. 2013 13:44:10
eftir Björn G Leifsson
Í þetta sinn í fyrstu farþegaflugvél sem notar LiIon rafhlöður, Boeing 787-Dreamliner:

Mynd

Þetta er dótið sem olli öllu fjaðrafokinu um daginn þegar JAL þota varð að nauðlenda í Japan og amerísku flugmálayfirvöldin jörðuðu alla Drímlænera þar til úr verði bætt.

Vangavelturnar um orsökina snúast aðallega um hvort um of-rafhleðslu hafi verið að ræða eða hvort þessi rafgeymategund þoli ekki reglulegar miklar þrýstingsbreytingar sem í Dreamliner eru sem svarar 6000feta hæð upp og niður i hverri ferð (venjulega 8000 fet í álvélum).

Re: Enn einn Li-eitthvað bruninn...

Póstað: 20. Jan. 2013 14:05:40
eftir Gaui
Það er þetta sem ég er að tala um. Maður getur ekki treyst þessu rammagsdrasli !!!

Allir aftur í glóðina!

:cool:

Re: Enn einn Li-eitthvað bruninn...

Póstað: 20. Jan. 2013 16:46:47
eftir Haraldur
Það verður náttúrulega að nota batterí við hæfi. Rétta stærð fyrir þá notkun sem þau eru ætluð í.

Re: Enn einn Li-eitthvað bruninn...

Póstað: 20. Jan. 2013 18:45:53
eftir Gunni Binni
Og ég sem hélt að hún væri með steinolíutúrbínur!
Reynist svo vera LiPo tafmagnsvél :)
kv.
GBG

Re: Enn einn Li-eitthvað bruninn...

Póstað: 20. Jan. 2013 19:24:42
eftir Haraldur
[quote=Gunni Binni]Og ég sem hélt að hún væri með steinolíutúrbínur!
Reynist svo vera LiPo tafmagnsvél :)
kv.
GBG[/quote]

Það er kannski skýringin á þessu. :)

Re: Enn einn Li-eitthvað bruninn...

Póstað: 20. Jan. 2013 20:14:56
eftir Björn G Leifsson
Þeir hafa örugglega notað ódýrt kínverskt hleðslutæki :P :D

Re: Enn einn Li-eitthvað bruninn...

Póstað: 21. Jan. 2013 23:11:15
eftir Gauinn
Ja, það er vandlifað í þessum heimi, eldsneytið "flug" eldfimt og rafhlöðurnar líka.
Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu, hérna einu sinni var verið með teigju- mótor?
Kannski hættuminnst að skoða bara blöð?

Re: Enn einn Li-eitthvað bruninn...

Póstað: 21. Jan. 2013 23:34:08
eftir Sverrir

Re: Enn einn Li-eitthvað bruninn...

Póstað: 22. Jan. 2013 16:49:09
eftir Árni H
[quote=Gunni Binni]Og ég sem hélt að hún væri með steinolíutúrbínur!
Reynist svo vera LiPo tafmagnsvél :)
kv.
GBG[/quote]

Enda sést hvað hann auglýsir á mótornum þessi:

Mynd

Re: Enn einn Li-eitthvað bruninn...

Póstað: 22. Jan. 2013 17:20:29
eftir Björn G Leifsson
Hverjir vita mest um brunnar Lithium hlöður? Nú auðvitað flugmódelfíklar.
Ekki dettur okkur til dæmis í hug að kaupa LithiumIon hlöður frá Japan?! :)

Ég er viss um að Boeing þarf bara að pósta spurninguna á RCGroups, þá fá þeir fullt af góðum ábendingum og lausnum.