Hver er besta leiðin til að stækka gat á prop? Ég var að hugsa um að kaupa einhversskonar "reamer" eða stálbor sem ég gæti skrúfað í gatið og stækkað það örlítið með stærð sem er aðeins ofar. Þá myndi ég byrja að nota stærð sem er kannski 1-2mm stærri, svo aftur koll af kolli þar til motor shaft passar.
Einhverjar hugmyndir? Takk!
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Póstað: 3. Feb. 2013 16:19:13
eftir Haraldur
Þú þarft að nota sérstakt áhald sem er einskonar kónískur síll. Það eru einhverjir í klúbbnum sem eiga svona áhald.
Ekki nota bor, þá verður holan skökk.
Halli hefur rétt fyrir sér, en þar sem ég á ekki svona snara (reamer), þá nota ég alltaf bor í súluborvél. Maður bara verður að passa að borinn festist ekki í spaðanum, því þá verður úr þessu vifta og puttaprjótur á sama tíma.
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Póstað: 3. Feb. 2013 18:26:41
eftir raRaRa
Hvað með þessa aðferð?
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Póstað: 3. Feb. 2013 20:30:01
eftir Gaui
Ég þarf að athuga hvort ég fæ ekki að setja Moki 45cc bensínmótorinn minn í gang á náttborðinu mínu
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Póstað: 3. Feb. 2013 22:16:43
eftir Sverrir
Þeir að eiga að eiga reamer í Tómstundahúsinu.
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Póstað: 3. Feb. 2013 22:55:01
eftir Björn G Leifsson
[quote=Sverrir]Þeir að eiga að eiga reamer í Tómstundahúsinu.[/quote]
Svona áhald hefur verið kallað "úrsnarari".
Kónískur úrsnarari eins og t.d. þessi er ekki nothæfur.
Ath. að þeir eru til fyrir bæði tommumál og metramál. Gatið í spaða þarf helst að vera nákvæmt. Erfitt að forðast titring ef það verður of rúmt.
Ef maður á ekki svona fínan þrepa-úrsnarara þá notar maður auðveldlega aðferðina sem hann sýnir í filmunni þeas "snara" úr gatinu í þrepum með venjulegum spíralbor og handafli. Festa borinn í töng eða þess háttar og nota fyrst bor sem er mm stærri en gatið í spaðanum og svo 1mm stærri og svo koll af kolli þar til gatið er nákvæmlega rétt. Þetta er í raun ekki annað en það sem maður gerir með fínum "þrepaúrsnarara" og ef maður tekur nett á því þá skekkist ekki gatið.
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Póstað: 3. Feb. 2013 23:07:21
eftir Árni H
Svo má líka nota Browning A500 til þess að gera göt. Hann hefur fram til þessa leyst ýmsan vanda
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Póstað: 4. Feb. 2013 00:09:19
eftir einarak
þetta verkfæri heitir reyndar "rýmari" á íslensku, úrsnari er verkfæri sem er notað til að "snara úr" fyrir skrúfu/boltahausum og slíku.
úrsnari
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Póstað: 7. Feb. 2013 19:14:20
eftir Messarinn
Best er að nota svona rýmara og rýma út gatið á proppnum báðum megin frá þannig að þrengsti hluti gatsins sé í miðjum proppnum. muna bara að máta oft.