Síða 1 af 1

Re: RcRcm Strega

Póstað: 9. Jún. 2015 00:44:44
eftir Sverrir
Ákvað að festa kaup á F3F vél frá RcRcm í haust ásamt auka skrokk fyrir rafmagnsmótor til að nýta vængina aðeins betur. Vélin kom beint frá framleiðandanum í Kína í gegnum TNT en ég fékk síðar að heyra frá RcRcm að það væri tvöfalt dýrari en til annara landa svo það væri betra ef hægt væri að panta tvær vélar í einu. Heildarflutningurinn var því um $200 en ekki $100 (sem var inni í kaupverðinu) svo þó það þyrfti að borga þeim $100 aukalega þá væri það samt vel þess virði.

Smíðin er fín og vönduð þó hún komist ekki í sama flokk og topp vélar frá evrópskum framleiðendum en þá tvöfaldast líka verðmiðin og það eru ódýrari módelin í þeim geira. En þetta reddast nú örugglega í vikunni fyrst Bjarni og Sigmundur eru byrjaðir að hræra í haftapottinum góða! ;)

F3F skrokkur og skrokkur fyrir rafmagnsmótor.
Mynd

Hér sést munurinn á skrokkunum vel.
Mynd

Svo er að koma servóum í vængina, matarfilma kemur í veg fyrir að servóin festist þegar ramminn er límdur í.
Mynd

Voila, takið svo eftir hvernig þarf að taka úr tenginu til að fá fulla hreyfingu.
Mynd

Servóið komið á sinn stað.
Mynd

Svo má ekki gleyma að ganga frá samtengingunum.
Mynd

Re: RcRcm Strega

Póstað: 10. Jún. 2015 00:36:23
eftir Sverrir
Ég smíðaði servóbakka sem heldur við ballaströrið og móttakara.
Mynd

Hér sést hvar er búið að skera úr bakkanum og einnig hluti af ballestinni til að styðja við skrokkinn en hægt er að þyngja módelið um nærri eitt kíló, svona þegar það fer að koma smá hreyfing á goluna.
Mynd

Ef það á ekki að þyngja vélina um heilt kíló þá þarf fylla upp í rörið með einhverju hentugu.
Mynd

Snúruflóðið mætt fram undir nef.
Mynd

Ekki er mikið pláss fyrir hefðbundinn rafhlöðupakka svo tvær Panasonic 18650 voru lóðaðar saman.
Mynd

Hér er móttakarinn á sínum stað, þar fyrir framan kemur rafhlaðan og svo loksins þyngingin sem þurfti í nefið.
Mynd

Rétt rúmlega 100 grömm þurfti til að ná vélinni í jafnvægi. Álpappír var vafið utan um nefið á módelinu, límband skellt utan um það, hersingin sett í sand, módelið fjarlægt og blý brætt ofan í álpappírinn. Svo var blýið snyrt til og tekið niður í rétta þyngd.
Mynd

Og hér er hún í þessu líka fína jafnvægi.
Mynd

Vélin fór svo út á Arnarvöll um daginn og tók sitt fyrsta flug yfir grasinu og lofar bara ansi góðu með framhaldið!
Mynd

Re: RcRcm Strega

Póstað: 27. Jún. 2015 20:05:23
eftir Sverrir
Strega fór í sitt fyrsta [topic=9099]hang í dag[/topic]. Fínsti gripur og á vonandi eftir að eiga langa og góða ævi í sviffluginu. Þakka herdeild aðstoðarmanna fyrir hjálpina og andlegan stuðning. ;)

Miðpunktur athyglinnar... eða er það Homeblest-ið?
Mynd

Lent heilu á höldnu eftir frumflugið.
Mynd

Sáttur eftir frumflugið.
Mynd


Re: RcRcm Strega

Póstað: 27. Jún. 2015 20:44:26
eftir Pétur Hjálmars
Til hamingju Sverrir..

Re: RcRcm Strega

Póstað: 27. Jún. 2015 22:07:35
eftir Böðvar
Gaman að sjá

Re: RcRcm Strega

Póstað: 27. Jún. 2015 23:20:13
eftir Sverrir
Takk!

Re: RcRcm Strega

Póstað: 28. Jún. 2015 08:48:23
eftir gudjonh
Til lukku með vel heppnað frumflug!

Tæknimálin rædd.
Mynd

Guðjón

Re: RcRcm Strega

Póstað: 10. Júl. 2015 23:47:29
eftir Sverrir
Takk! :)

En sögunni lýkur ekki hér, með í pakkanum fylgdi líka auka skrokkur sem var hugsaður fyrir rafmagnsmótor og svo skellti ég krók á hann svo það má líka nýta hann í hástartskeppnir (F3B).

Eldveggur límdur í nefið.
Mynd

Svo kemur mótorinn.
Mynd

Og hraðastillir.
Mynd

Krókur var settur rétt fyrir framan þyngdarmiðjuna.
Mynd

Það þurfti aðeins að fylla upp í servógötin.
Mynd

Þar sem servóin færast aftur fyrir væng og í hliðina á skrokknum ákvað ég að nota kúlutengi á servóendanum, þau eru fyrir 3mm fittings svo það þurfti smá járnvinnslu á teininn til að gera hann nothæfan í carbonrörið.
Mynd

Allt að gerast.
Mynd

Allt að verða komið á sinn stað, eitt loftnet verður tekið út úr skrokknum eins og á litlu systur.
Mynd

Klár í slaginn og 12 tímar í mót! :)
Mynd