Re: Cessna 140 - TF-ÁST
Póstað: 27. Ágú. 2016 12:03:04
Mig hefur lengi langað til að gera módel af Cessnu, næstum alveg sama hvaða týpu. Reyndar setti ég saman Cessna 182 fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að muna og ég var í mörg ár með Cessna Birddog á, eða nálægt smíðabekknum mínum þangað til Mummi tók við honum og er næstum búinn að klára hann.
Ég á teikningar af ýmsum Cessnum og sú sem er hvað mest spennandi er Cessna 150 í 33% skala frá Wendel Hostettler. Hún er STÓR -- kannski of stór, svo ég hef eiginlega bara aldrei gert meira en stúderað teikninguna. Ég er nefnilega farinn að efast um að ég hafi pláss fyrir fleiri módel í 1/3 skala.
Þá rakst ég á teikningu af Cessna 140 í 1/4 skala. Þessi teikning var gefin út af RCM í ágúst 1992 (RCMplans ref:1123) Hönnuðurinn er Burnis Fields og módelið er sagt vera með 92 tommu vænghaf, eða um 234 sm. Þetta er alveg sæmilega stórt, svo ég sótti teikninguna og lét prenta hana út fyrir mig í Stíl á Akureyri.
Ekki skemmir heldur fyrir að Gestur Einar Jónasson safnvörður í Flugsafni Íslands og góður vinur minn, er skráður fyrir svona flugvél og að ég hef ótakmarkaðan aðgang að henni á safninu hvenær sem ég vil eða þarf.
ljósmyndari: Baldur Sveinsson
Ég byrjaði smíðina fyrir nokkrum vikum og var í vafa hvort ég ætti að setja smíðaþráð hérna inn, en þar sem ég er búinn að gera fullt af mistökum, þá sýnist mér að einhver kunni að geta lært af þeim. Næst verður skrifað um stélið.
Ég á teikningar af ýmsum Cessnum og sú sem er hvað mest spennandi er Cessna 150 í 33% skala frá Wendel Hostettler. Hún er STÓR -- kannski of stór, svo ég hef eiginlega bara aldrei gert meira en stúderað teikninguna. Ég er nefnilega farinn að efast um að ég hafi pláss fyrir fleiri módel í 1/3 skala.
Þá rakst ég á teikningu af Cessna 140 í 1/4 skala. Þessi teikning var gefin út af RCM í ágúst 1992 (RCMplans ref:1123) Hönnuðurinn er Burnis Fields og módelið er sagt vera með 92 tommu vænghaf, eða um 234 sm. Þetta er alveg sæmilega stórt, svo ég sótti teikninguna og lét prenta hana út fyrir mig í Stíl á Akureyri.
Ekki skemmir heldur fyrir að Gestur Einar Jónasson safnvörður í Flugsafni Íslands og góður vinur minn, er skráður fyrir svona flugvél og að ég hef ótakmarkaðan aðgang að henni á safninu hvenær sem ég vil eða þarf.

ljósmyndari: Baldur Sveinsson
Ég byrjaði smíðina fyrir nokkrum vikum og var í vafa hvort ég ætti að setja smíðaþráð hérna inn, en þar sem ég er búinn að gera fullt af mistökum, þá sýnist mér að einhver kunni að geta lært af þeim. Næst verður skrifað um stélið.