Re: Grumman Goose á Akureyri
Póstað: 26. Feb. 2017 09:24:26
Í Nóvember síðastliðnum kom hugmynd frá Hollvinafélagi Flugsafns Íslands að FMFA tæki sig saman og setti saman módel af Grumman Goose flugvél Flugfélags Íslands, sem kom hingað til lands fljótlega eftir stríð.
Með þessari hugmynd fylgdi teikning af módeli sem var bæði lítið, flókið í smíði og rangt í útliti. Við fórum því á stúfana og leituðum að hentugu módeli og fundum um síðir módel hannað af Bart Lammerse og hann vísaði á fyrirtæki í Hollandi sem laser-sker módel og selur til útlanda, http://www.rc-europe.eu/. Þeir eru með nokkuð úrval, og þar á meðal Catalínuna hans Sturlu.
Við slógum til og pöntuðum eintak af Grumman Goose með 2 metra vænghaf, u.þ.b. 1/7 skali. Greiðsla átti sér stað 8. desember.
Nú leið og beið og það tók greinilega langan tíma að skera efnið í þetta módel, en það datt loks inn um dyrnar á föstudag 24. febrúar.

Með þessari hugmynd fylgdi teikning af módeli sem var bæði lítið, flókið í smíði og rangt í útliti. Við fórum því á stúfana og leituðum að hentugu módeli og fundum um síðir módel hannað af Bart Lammerse og hann vísaði á fyrirtæki í Hollandi sem laser-sker módel og selur til útlanda, http://www.rc-europe.eu/. Þeir eru með nokkuð úrval, og þar á meðal Catalínuna hans Sturlu.
Við slógum til og pöntuðum eintak af Grumman Goose með 2 metra vænghaf, u.þ.b. 1/7 skali. Greiðsla átti sér stað 8. desember.
Nú leið og beið og það tók greinilega langan tíma að skera efnið í þetta módel, en það datt loks inn um dyrnar á föstudag 24. febrúar.