Síða 1 af 2

Re: Sviffluguvideo á forsíðu

Póstað: 31. Maí. 2005 17:26:26
eftir Ingþór
sjá http://andersh.privat.ldp.no/ventus_medium2.wmv
jahérna segji ég bara, maður er löngu búinn að sjá að þessi vél er komin svo nærri limminu að það eina sem ég hugsaði þegar ég horfði á þetta var "ekki loopa! ekki loopa!" því ég fann það á mér að hann myndi reyna það og þá náttulega eins og venjulega á mótorvél, draga af á toppnum og pulla út, en þotumótor tekur sér víst nokkra stund að spinna niður og hætta að ýta þannig að hún myndi fara niður á slatta af afli og ég gat ekki trúað því að vængirnir myndu þola það :( sem og jú jámmm... ahhh, úff, nei! æji, já ég fann líka til með honum, þetta var geggjuð vél en ekki smíðuð til að knýast áfram (niður) af 11kg thrust

sorglegt, en flugguð (sbr. flugguðsþjónusta) helipir þessarri örugglega í flugríkið sitt....

Re: Sviffluguvideo á forsíðu

Póstað: 31. Maí. 2005 22:01:36
eftir Sverrir
Já maður svitnaði bara í stólnum þetta er svo æsilegt vídeó, alltaf sorglegt að horfa upp á svona sama hver ástæðan er... og greyið kallinn tek undir það :|

Re: Sviffluguvideo á forsíðu

Póstað: 31. Maí. 2005 22:42:54
eftir Björn G Leifsson
Fór á heimasíðuna hjá þeim sem tók vídeóið og þar fann ég stórskemmtilega myndaseríu frá vetrarflugmótinu í Fagernes þaðan sem atvikið með stóru sviffluguna er.
Fór að velta fyrir mér hvort við seúm ekki allt of kulvísir hérna megin síldarmiðanna?

Re: Sviffluguvideo á forsíðu

Póstað: 1. Jún. 2005 01:04:43
eftir Sverrir
Fer svo sem bara eftir aðstæðu hverju sinni... ég hef flogið alla 12 mánuði ársins og hafði gaman af :D
Synd og skömm hvað námið hefur verið að „trufla“ mann á síðustu árum ;)

Stutt vetrarsyrpa > http://modelflug.net/?page=myndir&id=4

Re: Sviffluguvideo á forsíðu

Póstað: 1. Jún. 2005 11:16:30
eftir Böðvar
Málið að klæða sig eftir veðri og versla kuldagalla á útsölum á sumrin. Mynd

Re: Sviffluguvideo á forsíðu

Póstað: 1. Jún. 2005 12:44:44
eftir Agust
Vetrarflug

http://www.rt.is/ahb/rc/vetur/kaldir-kallar.html



Gáta: Hvað þýðir máltækið hér fyrir neðan?

Re: Sviffluguvideo á forsíðu

Póstað: 1. Jún. 2005 13:54:24
eftir Sverrir
[Það er nauðsynlegt|Við verðum] að fljúga?

Re: Sviffluguvideo á forsíðu

Póstað: 1. Jún. 2005 16:19:31
eftir Björn G Leifsson
[quote=Agust]Gáta: Hvað þýðir máltækið hér fyrir neðan?[/quote]
Að fljúga er nauðsyn

Böðvar kom með ráð dagsins... kaupa kuldagallan á sumarútsölunum. Er einhver sem veit hvar maður finnur svoleiðis?
Svo prófaði ég í fyrrahaust svona sendapoka... alger snilld þegar maður komst upp á lagið.

Re: Sviffluguvideo á forsíðu

Póstað: 1. Jún. 2005 17:41:33
eftir Sverrir
Hefur stundum verið svona markaður í Perlunni og svo í fyrrasumar þá var 66° með markað fyrir eldri fatalínur í Skeifunni.
Veit ekki hvort það var tímabundið eða hvort hann er alltaf í gangi.

Hins vegar er til einn vetrarpoki í MódelExpress, er á sumarútsölu, aðeins 5.000 nýkrónur ;)

Re: Sviffluguvideo á forsíðu

Póstað: 2. Jún. 2005 14:06:34
eftir Árni H
Sælir!

Þetta er svakalega flott vídeó af svifflugunni en maður hreinlega setur spurningarmerki við geðheilsuna hjá frændum okkar í Norge. Það lá eiginlega í loftinu;) allan tímann að eitthvað stórfenglegt myndi gerast. Jæja, eigandinn fékk þó verðlaun fyrir "Best in show, beste turbinmodell, og mest uheldige"... :)

Talandi um kuldann, hafið þið séð myndirnar af ísingunni á vélinni hans Gauja?

Kveðjur,

Árni Hrólfur (kominn aftur að tölvunni eftir nokkurra daga hlé)