Morgunblaðið í dag:
Allir umsjónarmenn dróna þurfa nú að skrá sig
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024 ... _skra_sig/
Gæti þetta einnig átt við um flugmódel?
Allir umsjónarmenn dróna þurfa nú að skrá sig
Re: Allir umsjónarmenn dróna þurfa nú að skrá sig
Icelandic Volcano Yeti
Re: Allir umsjónarmenn dróna þurfa nú að skrá sig
Hér eru nýju reglurnar í heild sinni: https://island.is/nyjar-dronareglur
Hver er skilgreiningin á dróna? Eru það fjarstýrð flygildi með 4 til 8 mótorum? Hvernig flokkast þá fjarstýrð þyrla með einum mótor, mun verða litið á hana sem dróna? En vængjað flygildi sem við köllum flugmódel, er hætta á að það verði flokkað sem "dróni" ?
Takið eftir, að þarna er verið að fjalla um dróna sem eru jafnvel léttari eru 250 grömm. Þar á meðal leikföng.
Eiga þessar nýju reglur sér fyrirmynd t.d. í ríkjum Evrópusambandsins?
(Takk Sverrir fyrir ábendinguna á umfjöllun þína frá 2023. Mundi ekki eftir henni.)
Hver er skilgreiningin á dróna? Eru það fjarstýrð flygildi með 4 til 8 mótorum? Hvernig flokkast þá fjarstýrð þyrla með einum mótor, mun verða litið á hana sem dróna? En vængjað flygildi sem við köllum flugmódel, er hætta á að það verði flokkað sem "dróni" ?
Takið eftir, að þarna er verið að fjalla um dróna sem eru jafnvel léttari eru 250 grömm. Þar á meðal leikföng.
Eiga þessar nýju reglur sér fyrirmynd t.d. í ríkjum Evrópusambandsins?
(Takk Sverrir fyrir ábendinguna á umfjöllun þína frá 2023. Mundi ekki eftir henni.)
Re: Allir umsjónarmenn dróna þurfa nú að skrá sig
Ágúst, fyrirmyndin kemur aðallega frá Brandararíkjunum. Þeir setja fíflalegar reglur sem svo leka niður á önnur ríki um allan heim. ES hafa bara verið að herma það eftir. Bruce Simpson á Nýja Sjálandi hefur fylgst með þessu ferli í mörg ár.
Ég benti einhver tíman á að ef við bara hunsum þessar skráningar og próf þá hefur isavia og samgönguráðuneytið engin úrræði (peninga) til að elta okkur og eyða græjunum okkar.
Ég benti einhver tíman á að ef við bara hunsum þessar skráningar og próf þá hefur isavia og samgönguráðuneytið engin úrræði (peninga) til að elta okkur og eyða græjunum okkar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Allir umsjónarmenn dróna þurfa nú að skrá sig
Skilgreiningin sem flugmódel og drónar falla undir er ómönnuð loftför (e. UAV - Unmanned Aerial Vehicle) eða ómönnuð flygildi eins og það var einhvern tíma þýtt. Þessar reglur eru innleiðing á reglugerð EASA.
Enda ætla þeir ekki að gera það, þeir hafa vísað á Lögregluna þegar það er haft samband við þá til að kvarta.
Mesta hættan gagnvart flugmódelmönnum myndi ég telja vera höfnun tryggingarfélags vegna tjóns sem verður og þeir neiti þá að greiða það þar sem ekki var farið eftir gildandi lagabálkum.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Allir umsjónarmenn dróna þurfa nú að skrá sig
Bara taka "drónaprófið" og ekkert vesin. Við sem höfum verið að fara til annara landa að fljúga erum búnir að geta þetta fyrir löngu síðan. Þarf til að tryggingar séu virkar!