Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3786
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 34

Ég dundaði við stélið í dag. Ég felldi 1,5mm krossvið ofan í afturbrún allra stélflata þar sem stögin eiga að koma. Þessi stög verða virk og halda stélinu á.
20250130_095404.jpg
20250130_095404.jpg (143.4 KiB) Skoðað 252 sinnum
Ég fékk rúllu af hvítu Oratex hjá Tomma og ákvað að klæða vinstra hæðarstýrið. En ég byrjaði á því að saga trimmið af, setti lamir á það og bjó til horn úr prentplötuefni. Þetta kemur ekki til með að virka, en allt í lagi að það líti út fyrir að virka.
20250130_120625.jpg
20250130_120625.jpg (149.44 KiB) Skoðað 252 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3786
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 35

Ég bætti afturljósinu við hliðarstýrið. Ég boraði gat á rétta (?) staðinn og límdi bút af kolfíber röri í það. Svo sullaði ég P38 í kring, tálgaði það til og pússaði. Ég set svo seinna einhverja peru í þetta til að herma ljósið.
20250131_110825.jpg
20250131_110825.jpg (144.46 KiB) Skoðað 218 sinnum
Svo klæddi ég hliðarstýrið með Oratex.
20250131_120224.jpg
20250131_120224.jpg (146.03 KiB) Skoðað 218 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara